Heilsueflandi sund og bókalán án endurgjalds Heiða Björg Hilmisdótir skrifar 25. janúar 2017 07:00 Reykjavík er heilsueflandi samfélag sem þýðir að við sem sitjum í borgarstjórn og í ráðum borgarinnar eigum stöðugt að vera að leita leiða til að bæta bæði hið manngerða og félagslega umhverfi íbúa, draga úr ójöfnuði og draga úr tíðni og afleiðingum langvinnra sjúkdóma eða langvinns atvinnuleysis með margvíslegu forvarna- og heilsueflingarstarfi.Einnig menningarkortEin af fjölmörgum ráðstöfunum er að ráðgjafar á þjónustumiðstöðvum borgarinnar geta boðið fólki sem fær fjárhagsaðstoð til framfærslu, eða hefur verið án atvinnu í lengri tíma, upp á að fara í sund og að fá lánaðar bækur á bókasöfnum borgarinnar án þess að greiða fyrir það. Í ár mun menningarkortið einnig standa þessum hópi fólks til boða sem inniber aðgengi að söfnum borgarinnar.Getur skipt sköpumRannsóknir hafa sýnt að það að vera atvinnulaus til lengri tíma er hættulegt bæði andlegri og líkamlegri heilsu viðkomandi og jafnvel fjölskyldu hans. Það að koma sér upp rútínu og virkni getur skipt sköpum og því getur þessi tiltölulega ódýra leið borgarinnar skipt sköpum fyrir þessa einstaklinga. Öryrkjar, eldri en 67 ára og starfsmenn borgarinnar geta einnig farið í sund í Reykjavík án þess að greiða fyrir það þar sem við viljum auðvelda þessum hópum fólks að stunda þær heilsulindir sem sundlaugarnar okkar eru sannarlega. Til að stuðla að þeirra heilbrigði og um leið að góðu samfélagi.Samfélag fyrir allaSjálfstæðismenn hafa verið á móti þessu og reyndar hafa þeir líka lagt til tugprósenta lækkun fjárhagsaðstoðar til framfærslu sem er um 180 þúsund í dag. Þarna má sjá skýran áherslumun í pólitík, við viljum byggja samfélag fyrir alla en ekki bara suma.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Reykjavík er heilsueflandi samfélag sem þýðir að við sem sitjum í borgarstjórn og í ráðum borgarinnar eigum stöðugt að vera að leita leiða til að bæta bæði hið manngerða og félagslega umhverfi íbúa, draga úr ójöfnuði og draga úr tíðni og afleiðingum langvinnra sjúkdóma eða langvinns atvinnuleysis með margvíslegu forvarna- og heilsueflingarstarfi.Einnig menningarkortEin af fjölmörgum ráðstöfunum er að ráðgjafar á þjónustumiðstöðvum borgarinnar geta boðið fólki sem fær fjárhagsaðstoð til framfærslu, eða hefur verið án atvinnu í lengri tíma, upp á að fara í sund og að fá lánaðar bækur á bókasöfnum borgarinnar án þess að greiða fyrir það. Í ár mun menningarkortið einnig standa þessum hópi fólks til boða sem inniber aðgengi að söfnum borgarinnar.Getur skipt sköpumRannsóknir hafa sýnt að það að vera atvinnulaus til lengri tíma er hættulegt bæði andlegri og líkamlegri heilsu viðkomandi og jafnvel fjölskyldu hans. Það að koma sér upp rútínu og virkni getur skipt sköpum og því getur þessi tiltölulega ódýra leið borgarinnar skipt sköpum fyrir þessa einstaklinga. Öryrkjar, eldri en 67 ára og starfsmenn borgarinnar geta einnig farið í sund í Reykjavík án þess að greiða fyrir það þar sem við viljum auðvelda þessum hópum fólks að stunda þær heilsulindir sem sundlaugarnar okkar eru sannarlega. Til að stuðla að þeirra heilbrigði og um leið að góðu samfélagi.Samfélag fyrir allaSjálfstæðismenn hafa verið á móti þessu og reyndar hafa þeir líka lagt til tugprósenta lækkun fjárhagsaðstoðar til framfærslu sem er um 180 þúsund í dag. Þarna má sjá skýran áherslumun í pólitík, við viljum byggja samfélag fyrir alla en ekki bara suma.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun