Dánarorsök Birnu ekki gefin upp Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. janúar 2017 10:13 Grímur Grímsson á blaðamannafundi lögreglunnar á sunnudag. vísir/anton brink Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á dauða Birnu Brjánsdóttur, segir að lögreglan hyggist ekki tjá sig um bráðabirgðaniðurstöðu úr krufningu á líki hennar sem gerð var í gærkvöldi. Dánarorsök Birnu fæst því ekki uppgefin en greint var frá því í Fréttablaðinu í dag að lögreglan sé nær því að vita hver orsökin er eftir krufninguna. Birna fannst látin í fjörunni við Selvogsvita í Ölfusi eftir hádegi á sunnudag. Hennar hafði verið saknað síðan aðfaranótt laugardags en hún sást síðast í eftirlitsmyndavélum við Laugaveg 31. Á sama tíma og sama stað sást rauð Kia Rio-bifreið aka framhjá en lögreglan gengur út frá því að Birna hafi farið upp í þann bíl á Laugavegi. Á þriðjudag í liðinni viku lagði lögreglan hald á rauða Kia Rio-bifreið en annar mannanna sem er í gæsluvarðhaldi grunaður um að bera ábyrgð á dauða Birnu var með þann bíl á leigu á þeim tíma sem hún hvarf. Telur lögreglan yfirgnæfandi líkur á því að bíllinn sé sá sami og sést í myndavélum á Laugavegi. Tveir menn verða í gæsluvarðhaldi til 2. febrúar samkvæmt dómi Hæstaréttar sem féll í gær en að þeim tíma liðnum getur lögregla farið fram á áframhaldandi varðhald telji hún tilefni til þess.Yfirheyrslur á Litla-Hrauni í dag Aðspurður segir Grímur að ekki liggi fyrir hvort að báðir mennirnir eða bara annar þeir verði yfirheyrðir í dag en hann gerir fastlega ráð fyrir því að yfirheyrslur fari fram í fangelsinu á Litla-Hrauni þar sem mennirnir hafa verið í einangrun frá því á föstudag. Þeir hafa ekki verið yfirheyrðir síðan þá og hafa nánast verið afskiptalausir í einangrunarvistinni en heimildir fréttastofu herma að vegna þess tíma sem liðinn aukist líkurnar á því að mennirnir tjái sig af einhverri alvöru um málið. Grímur segir að lögregluna vanti enn upplýsingar um ferðir rauða Kia Rio-bílsins að morgni laugardagsins 14. janúar milli klukkan 7 og 11:30. „Nei, okkur vantar ferðir bílsins á þessu tímabili eins og fram hefur komið. Við erum nær því hvert hann hefur farið út frá því hvar Birna finnst en þekkjum ekki leiðina sem var farin,“ segir Grímur í samtali við Vísi.Verið að vinna úr gögnum er varða hafstrauma og öldugang Hann segir lögregluna hafa óskað eftir töluvert mikið af myndefni og sú vinna haldi áfram. Þannig hafi lögreglan meðal annars fengið myndefni frá mögulegum leiðum sem rauði bíllinn kann að hafa farið miðað við þann stað þar sem Birna fannst. „Það eru nú engar eftirlitsmyndavélar en til dæmis er Vegagerðin með ákveðna tegund af vélum og upplýsingum, það er það eina sem er svona opinbert en svo eru líka einkaaðilar með vélar sem við höfum óskað eftir að skoða og fengið upplýsingar úr,“ segir Grímur. Fram hefur komið að lögreglan hafi óskað eftir aðstoð sérfræðinga í hafstraumum og öldugangi til að reyna að átta sig betur á því hvar Birnu hafi verið komið fyrir í sjó. Grímur segir að vinna úr þeim gögnum sé í gangi og hafi skilað sér ágætlega. Hins vegar sé ekki tímabært að tjá sig um það hvort meiri eða minni líkur séu á því hvort að Birnu hafi verið varpað í sjóinn á þeim stað þar sem lík hennar fannst eða annars staðar. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Vísbendingar komnar um dánarorsök Bráðabirgðakrufning réttarmeinafræðings lögreglunnar, sem lauk í gærkvöld, færði lögreglu nær því að vita hver dánarorsök Birnu Brjánsdóttur er. 24. janúar 2017 07:30 Gætu borið mismikla ábyrgð í málinu Mennirnir tveir, sem grunaðir eru um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur, hafa setið nánast afskiptalausir í einangrun í þrjá daga. Þeir verða yfirheyrðir í dag. Lögregla rannsakar hlut hvors þeirra fyrir sig í málinu. 24. janúar 2017 07:00 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á dauða Birnu Brjánsdóttur, segir að lögreglan hyggist ekki tjá sig um bráðabirgðaniðurstöðu úr krufningu á líki hennar sem gerð var í gærkvöldi. Dánarorsök Birnu fæst því ekki uppgefin en greint var frá því í Fréttablaðinu í dag að lögreglan sé nær því að vita hver orsökin er eftir krufninguna. Birna fannst látin í fjörunni við Selvogsvita í Ölfusi eftir hádegi á sunnudag. Hennar hafði verið saknað síðan aðfaranótt laugardags en hún sást síðast í eftirlitsmyndavélum við Laugaveg 31. Á sama tíma og sama stað sást rauð Kia Rio-bifreið aka framhjá en lögreglan gengur út frá því að Birna hafi farið upp í þann bíl á Laugavegi. Á þriðjudag í liðinni viku lagði lögreglan hald á rauða Kia Rio-bifreið en annar mannanna sem er í gæsluvarðhaldi grunaður um að bera ábyrgð á dauða Birnu var með þann bíl á leigu á þeim tíma sem hún hvarf. Telur lögreglan yfirgnæfandi líkur á því að bíllinn sé sá sami og sést í myndavélum á Laugavegi. Tveir menn verða í gæsluvarðhaldi til 2. febrúar samkvæmt dómi Hæstaréttar sem féll í gær en að þeim tíma liðnum getur lögregla farið fram á áframhaldandi varðhald telji hún tilefni til þess.Yfirheyrslur á Litla-Hrauni í dag Aðspurður segir Grímur að ekki liggi fyrir hvort að báðir mennirnir eða bara annar þeir verði yfirheyrðir í dag en hann gerir fastlega ráð fyrir því að yfirheyrslur fari fram í fangelsinu á Litla-Hrauni þar sem mennirnir hafa verið í einangrun frá því á föstudag. Þeir hafa ekki verið yfirheyrðir síðan þá og hafa nánast verið afskiptalausir í einangrunarvistinni en heimildir fréttastofu herma að vegna þess tíma sem liðinn aukist líkurnar á því að mennirnir tjái sig af einhverri alvöru um málið. Grímur segir að lögregluna vanti enn upplýsingar um ferðir rauða Kia Rio-bílsins að morgni laugardagsins 14. janúar milli klukkan 7 og 11:30. „Nei, okkur vantar ferðir bílsins á þessu tímabili eins og fram hefur komið. Við erum nær því hvert hann hefur farið út frá því hvar Birna finnst en þekkjum ekki leiðina sem var farin,“ segir Grímur í samtali við Vísi.Verið að vinna úr gögnum er varða hafstrauma og öldugang Hann segir lögregluna hafa óskað eftir töluvert mikið af myndefni og sú vinna haldi áfram. Þannig hafi lögreglan meðal annars fengið myndefni frá mögulegum leiðum sem rauði bíllinn kann að hafa farið miðað við þann stað þar sem Birna fannst. „Það eru nú engar eftirlitsmyndavélar en til dæmis er Vegagerðin með ákveðna tegund af vélum og upplýsingum, það er það eina sem er svona opinbert en svo eru líka einkaaðilar með vélar sem við höfum óskað eftir að skoða og fengið upplýsingar úr,“ segir Grímur. Fram hefur komið að lögreglan hafi óskað eftir aðstoð sérfræðinga í hafstraumum og öldugangi til að reyna að átta sig betur á því hvar Birnu hafi verið komið fyrir í sjó. Grímur segir að vinna úr þeim gögnum sé í gangi og hafi skilað sér ágætlega. Hins vegar sé ekki tímabært að tjá sig um það hvort meiri eða minni líkur séu á því hvort að Birnu hafi verið varpað í sjóinn á þeim stað þar sem lík hennar fannst eða annars staðar.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Vísbendingar komnar um dánarorsök Bráðabirgðakrufning réttarmeinafræðings lögreglunnar, sem lauk í gærkvöld, færði lögreglu nær því að vita hver dánarorsök Birnu Brjánsdóttur er. 24. janúar 2017 07:30 Gætu borið mismikla ábyrgð í málinu Mennirnir tveir, sem grunaðir eru um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur, hafa setið nánast afskiptalausir í einangrun í þrjá daga. Þeir verða yfirheyrðir í dag. Lögregla rannsakar hlut hvors þeirra fyrir sig í málinu. 24. janúar 2017 07:00 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Vísbendingar komnar um dánarorsök Bráðabirgðakrufning réttarmeinafræðings lögreglunnar, sem lauk í gærkvöld, færði lögreglu nær því að vita hver dánarorsök Birnu Brjánsdóttur er. 24. janúar 2017 07:30
Gætu borið mismikla ábyrgð í málinu Mennirnir tveir, sem grunaðir eru um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur, hafa setið nánast afskiptalausir í einangrun í þrjá daga. Þeir verða yfirheyrðir í dag. Lögregla rannsakar hlut hvors þeirra fyrir sig í málinu. 24. janúar 2017 07:00
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent