Dánarorsök Birnu ekki gefin upp Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. janúar 2017 10:13 Grímur Grímsson á blaðamannafundi lögreglunnar á sunnudag. vísir/anton brink Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á dauða Birnu Brjánsdóttur, segir að lögreglan hyggist ekki tjá sig um bráðabirgðaniðurstöðu úr krufningu á líki hennar sem gerð var í gærkvöldi. Dánarorsök Birnu fæst því ekki uppgefin en greint var frá því í Fréttablaðinu í dag að lögreglan sé nær því að vita hver orsökin er eftir krufninguna. Birna fannst látin í fjörunni við Selvogsvita í Ölfusi eftir hádegi á sunnudag. Hennar hafði verið saknað síðan aðfaranótt laugardags en hún sást síðast í eftirlitsmyndavélum við Laugaveg 31. Á sama tíma og sama stað sást rauð Kia Rio-bifreið aka framhjá en lögreglan gengur út frá því að Birna hafi farið upp í þann bíl á Laugavegi. Á þriðjudag í liðinni viku lagði lögreglan hald á rauða Kia Rio-bifreið en annar mannanna sem er í gæsluvarðhaldi grunaður um að bera ábyrgð á dauða Birnu var með þann bíl á leigu á þeim tíma sem hún hvarf. Telur lögreglan yfirgnæfandi líkur á því að bíllinn sé sá sami og sést í myndavélum á Laugavegi. Tveir menn verða í gæsluvarðhaldi til 2. febrúar samkvæmt dómi Hæstaréttar sem féll í gær en að þeim tíma liðnum getur lögregla farið fram á áframhaldandi varðhald telji hún tilefni til þess.Yfirheyrslur á Litla-Hrauni í dag Aðspurður segir Grímur að ekki liggi fyrir hvort að báðir mennirnir eða bara annar þeir verði yfirheyrðir í dag en hann gerir fastlega ráð fyrir því að yfirheyrslur fari fram í fangelsinu á Litla-Hrauni þar sem mennirnir hafa verið í einangrun frá því á föstudag. Þeir hafa ekki verið yfirheyrðir síðan þá og hafa nánast verið afskiptalausir í einangrunarvistinni en heimildir fréttastofu herma að vegna þess tíma sem liðinn aukist líkurnar á því að mennirnir tjái sig af einhverri alvöru um málið. Grímur segir að lögregluna vanti enn upplýsingar um ferðir rauða Kia Rio-bílsins að morgni laugardagsins 14. janúar milli klukkan 7 og 11:30. „Nei, okkur vantar ferðir bílsins á þessu tímabili eins og fram hefur komið. Við erum nær því hvert hann hefur farið út frá því hvar Birna finnst en þekkjum ekki leiðina sem var farin,“ segir Grímur í samtali við Vísi.Verið að vinna úr gögnum er varða hafstrauma og öldugang Hann segir lögregluna hafa óskað eftir töluvert mikið af myndefni og sú vinna haldi áfram. Þannig hafi lögreglan meðal annars fengið myndefni frá mögulegum leiðum sem rauði bíllinn kann að hafa farið miðað við þann stað þar sem Birna fannst. „Það eru nú engar eftirlitsmyndavélar en til dæmis er Vegagerðin með ákveðna tegund af vélum og upplýsingum, það er það eina sem er svona opinbert en svo eru líka einkaaðilar með vélar sem við höfum óskað eftir að skoða og fengið upplýsingar úr,“ segir Grímur. Fram hefur komið að lögreglan hafi óskað eftir aðstoð sérfræðinga í hafstraumum og öldugangi til að reyna að átta sig betur á því hvar Birnu hafi verið komið fyrir í sjó. Grímur segir að vinna úr þeim gögnum sé í gangi og hafi skilað sér ágætlega. Hins vegar sé ekki tímabært að tjá sig um það hvort meiri eða minni líkur séu á því hvort að Birnu hafi verið varpað í sjóinn á þeim stað þar sem lík hennar fannst eða annars staðar. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Vísbendingar komnar um dánarorsök Bráðabirgðakrufning réttarmeinafræðings lögreglunnar, sem lauk í gærkvöld, færði lögreglu nær því að vita hver dánarorsök Birnu Brjánsdóttur er. 24. janúar 2017 07:30 Gætu borið mismikla ábyrgð í málinu Mennirnir tveir, sem grunaðir eru um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur, hafa setið nánast afskiptalausir í einangrun í þrjá daga. Þeir verða yfirheyrðir í dag. Lögregla rannsakar hlut hvors þeirra fyrir sig í málinu. 24. janúar 2017 07:00 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á dauða Birnu Brjánsdóttur, segir að lögreglan hyggist ekki tjá sig um bráðabirgðaniðurstöðu úr krufningu á líki hennar sem gerð var í gærkvöldi. Dánarorsök Birnu fæst því ekki uppgefin en greint var frá því í Fréttablaðinu í dag að lögreglan sé nær því að vita hver orsökin er eftir krufninguna. Birna fannst látin í fjörunni við Selvogsvita í Ölfusi eftir hádegi á sunnudag. Hennar hafði verið saknað síðan aðfaranótt laugardags en hún sást síðast í eftirlitsmyndavélum við Laugaveg 31. Á sama tíma og sama stað sást rauð Kia Rio-bifreið aka framhjá en lögreglan gengur út frá því að Birna hafi farið upp í þann bíl á Laugavegi. Á þriðjudag í liðinni viku lagði lögreglan hald á rauða Kia Rio-bifreið en annar mannanna sem er í gæsluvarðhaldi grunaður um að bera ábyrgð á dauða Birnu var með þann bíl á leigu á þeim tíma sem hún hvarf. Telur lögreglan yfirgnæfandi líkur á því að bíllinn sé sá sami og sést í myndavélum á Laugavegi. Tveir menn verða í gæsluvarðhaldi til 2. febrúar samkvæmt dómi Hæstaréttar sem féll í gær en að þeim tíma liðnum getur lögregla farið fram á áframhaldandi varðhald telji hún tilefni til þess.Yfirheyrslur á Litla-Hrauni í dag Aðspurður segir Grímur að ekki liggi fyrir hvort að báðir mennirnir eða bara annar þeir verði yfirheyrðir í dag en hann gerir fastlega ráð fyrir því að yfirheyrslur fari fram í fangelsinu á Litla-Hrauni þar sem mennirnir hafa verið í einangrun frá því á föstudag. Þeir hafa ekki verið yfirheyrðir síðan þá og hafa nánast verið afskiptalausir í einangrunarvistinni en heimildir fréttastofu herma að vegna þess tíma sem liðinn aukist líkurnar á því að mennirnir tjái sig af einhverri alvöru um málið. Grímur segir að lögregluna vanti enn upplýsingar um ferðir rauða Kia Rio-bílsins að morgni laugardagsins 14. janúar milli klukkan 7 og 11:30. „Nei, okkur vantar ferðir bílsins á þessu tímabili eins og fram hefur komið. Við erum nær því hvert hann hefur farið út frá því hvar Birna finnst en þekkjum ekki leiðina sem var farin,“ segir Grímur í samtali við Vísi.Verið að vinna úr gögnum er varða hafstrauma og öldugang Hann segir lögregluna hafa óskað eftir töluvert mikið af myndefni og sú vinna haldi áfram. Þannig hafi lögreglan meðal annars fengið myndefni frá mögulegum leiðum sem rauði bíllinn kann að hafa farið miðað við þann stað þar sem Birna fannst. „Það eru nú engar eftirlitsmyndavélar en til dæmis er Vegagerðin með ákveðna tegund af vélum og upplýsingum, það er það eina sem er svona opinbert en svo eru líka einkaaðilar með vélar sem við höfum óskað eftir að skoða og fengið upplýsingar úr,“ segir Grímur. Fram hefur komið að lögreglan hafi óskað eftir aðstoð sérfræðinga í hafstraumum og öldugangi til að reyna að átta sig betur á því hvar Birnu hafi verið komið fyrir í sjó. Grímur segir að vinna úr þeim gögnum sé í gangi og hafi skilað sér ágætlega. Hins vegar sé ekki tímabært að tjá sig um það hvort meiri eða minni líkur séu á því hvort að Birnu hafi verið varpað í sjóinn á þeim stað þar sem lík hennar fannst eða annars staðar.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Vísbendingar komnar um dánarorsök Bráðabirgðakrufning réttarmeinafræðings lögreglunnar, sem lauk í gærkvöld, færði lögreglu nær því að vita hver dánarorsök Birnu Brjánsdóttur er. 24. janúar 2017 07:30 Gætu borið mismikla ábyrgð í málinu Mennirnir tveir, sem grunaðir eru um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur, hafa setið nánast afskiptalausir í einangrun í þrjá daga. Þeir verða yfirheyrðir í dag. Lögregla rannsakar hlut hvors þeirra fyrir sig í málinu. 24. janúar 2017 07:00 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Vísbendingar komnar um dánarorsök Bráðabirgðakrufning réttarmeinafræðings lögreglunnar, sem lauk í gærkvöld, færði lögreglu nær því að vita hver dánarorsök Birnu Brjánsdóttur er. 24. janúar 2017 07:30
Gætu borið mismikla ábyrgð í málinu Mennirnir tveir, sem grunaðir eru um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur, hafa setið nánast afskiptalausir í einangrun í þrjá daga. Þeir verða yfirheyrðir í dag. Lögregla rannsakar hlut hvors þeirra fyrir sig í málinu. 24. janúar 2017 07:00