Í færslu á Facebook-síðu Landsbjargar segir að með framlaginu vilji fyrirtækið „þakka sjálfboðaliðum í björgunarsveitum félagsins fyrir framlag sitt, þrautseigju og óeigingjarnt starf við leitina að Birnu Brjánsdóttur.“
Tveir skipverjar togarans eru grunaðir um að eiga aðild að dauða Birnu. Áhöfn skipsins sendi fyrr í dag fjölskyldu Birnu þeirra innilegustu samúðarkveðjur.
Hátt í átta hundruð björgunarsveitarmenn, héðan og þaðan af landinu, komu að leitinni um helgina sem er sú stærsta í sögunni. Ætla má að björgunarsveitarmenn hafi gengið um 7000 kílómetra samanlagt við leitina að Birnu.
Í bréfi frá Jörgen Fossheim, útgerðastjóra Polar Seafood, segir að útgerðin vonist til þess að framlagið geti nýst í starfsemi Landsbjargar en bréfið frá Fossheim má sjá hér að neðan.