Sprenging um helgina í fjölda þeirra sem styrkja björgunarsveitirnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. janúar 2017 14:42 Frá leitinni að Birnu um helgina. Vísir Bakvarðasveit Slysavarnarfélagsins Landsbjargar fékk rækilegan liðsauka um helgina að sögn Þorsteins G. Gunnarssonar, upplýsingafulltrúa félagsins. Bakverðirnir eru fjárhagslegir stuðningsaðilar björgunarsveitanna sem greiða mánaðarlegt framlag til Landsbjargar. Þorsteinn segir að undir lok síðustu viku hafi félagið hafi farið að merkja aukinn áhuga almennings að styðja við bakið á sveitunum. Björgunarsveitirnar hafa verið í brennidepli í tengslum við mál Birnu Brjánsdóttur og þeirrar gríðarlegu leitar sem gerð var að henni síðustu daga.Sjá einnig: Líkfundurinn engin tilviljun: Sjö þúsund kílómetra ganga að baki hjá björgunarsveitunum Um helgina hafi hins vegar orðið algjör sprenging í nýskráningum í Bakvarðasveitina. Þrátt fyrir að hafa ekki nákvæma tölu fyrir framan sig þegar Vísir náði tali af honum segir Þorsteinn að nýir Bakverðir hlaupi á hundruðum. Hver og einn leggur að jafnaði til um eitt til tvö þúsund krónur á mánuði og því ljóst að hinn aukni stuðningur gæti numið milljónum króna á mánuði.„Bakverðirnir eru alveg gríðarlega mikilvægir fyrir björgunarsveitirnar. Það fjármagn sem frá þeim kemur fer í sjóð sem svo skiptist svo niður á allar björgunarsveitirnar í landinu. Hver einasta króna nýtist þannig til tækjakaupa, viðhalds á tækjum og reksturs sveitanna,“ segir Þorsteinn. Bakvarðasveitin var fyrst kynnt til sögunnar um mitt ár 2013 í kjölfar viðburðaríks árs hjá björgunarsveitunum. „Á þeim tíma var alveg bersýnilegt að það þurfti á stuðningi að halda til að bæta fjárhag björgunarsveitanna,“ segir Þorsteinn. „Það er bara staðreynd að það er ógerningur að halda úti leitar- og björgunarstarfi með þeim krafi sem við viljum ef að kæmi ekki til þessa stuðnings almennings.“Sjá einnig: Fólkið sem leitaði: „Þetta er þverskurður þjóðarinnar“ Aðgerðir Landsbjargar um helgina voru þær umfangsmestu sem ráðist hefur verið í en alls komu um 775 sjálfboðaliðar að leitinni að Birnu, þar af voru 685 leitarmenn, fjörutíu aðgerðastjórnendur og fimmtíu frá slysavarnardeildum. Notast var við ellefu hunda, dróna, fjórhjól og nánast allan bílaflota björgunarsveitanna. Þeim er nú lokið í bili. Þeir sem hafa áhuga á að gerast mánaðarlegir stuðningsaðilar Landsbjargar er bent á skráningarsíðu Bakvarðasveitarinnar. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir 300 björgunarsveitarmenn halda áfram leit að vísbendingum í kvöld Leit Landsbjargar í tengslum við mál Birnu Brjánsdóttur er hvergi nær lokið þó talið sé að hún sé fundin. 22. janúar 2017 18:37 Líkfundurinn engin tilviljun: Sjö þúsund kílómetra ganga að baki hjá björgunarsveitunum Hátt í átta hundruð björgunarsveitarmenn, héðan og þaðan af landinu, hafa komið að leitinni um helgina sem er sú stærsta í sögunni. 22. janúar 2017 19:30 Björgunarsveitirnar ljúka leit: „Lítum svo á að okkar þætti sé lokið“ Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að leit að vísbendingum í máli Birnu Brjánsdóttur sé lokið en hann býst ekki við því að björgunarsveitirnar taki frekari þátt í rannsókn málsins nema eftir því verði kallað. 22. janúar 2017 22:47 Mikil einurð og samkennd í hópi björgunarsveitarmanna sem halda aftur til leitar að Birnu Á milli 400 og 500 björgunarsveitarmenn munu í dag halda áfram að leita að Birnu Brjánsdóttur og vísbendingum um hvar hana gæti verið að finna. Birnu hefur verið saknað í rúma viku, eða síðan á aðfaranótt laugardagsins 14. janúar. Leitin hefst um klukkan níu. 22. janúar 2017 08:57 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Alvararlegt umferðarslys sunnan Hofsóss „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Sjá meira
Bakvarðasveit Slysavarnarfélagsins Landsbjargar fékk rækilegan liðsauka um helgina að sögn Þorsteins G. Gunnarssonar, upplýsingafulltrúa félagsins. Bakverðirnir eru fjárhagslegir stuðningsaðilar björgunarsveitanna sem greiða mánaðarlegt framlag til Landsbjargar. Þorsteinn segir að undir lok síðustu viku hafi félagið hafi farið að merkja aukinn áhuga almennings að styðja við bakið á sveitunum. Björgunarsveitirnar hafa verið í brennidepli í tengslum við mál Birnu Brjánsdóttur og þeirrar gríðarlegu leitar sem gerð var að henni síðustu daga.Sjá einnig: Líkfundurinn engin tilviljun: Sjö þúsund kílómetra ganga að baki hjá björgunarsveitunum Um helgina hafi hins vegar orðið algjör sprenging í nýskráningum í Bakvarðasveitina. Þrátt fyrir að hafa ekki nákvæma tölu fyrir framan sig þegar Vísir náði tali af honum segir Þorsteinn að nýir Bakverðir hlaupi á hundruðum. Hver og einn leggur að jafnaði til um eitt til tvö þúsund krónur á mánuði og því ljóst að hinn aukni stuðningur gæti numið milljónum króna á mánuði.„Bakverðirnir eru alveg gríðarlega mikilvægir fyrir björgunarsveitirnar. Það fjármagn sem frá þeim kemur fer í sjóð sem svo skiptist svo niður á allar björgunarsveitirnar í landinu. Hver einasta króna nýtist þannig til tækjakaupa, viðhalds á tækjum og reksturs sveitanna,“ segir Þorsteinn. Bakvarðasveitin var fyrst kynnt til sögunnar um mitt ár 2013 í kjölfar viðburðaríks árs hjá björgunarsveitunum. „Á þeim tíma var alveg bersýnilegt að það þurfti á stuðningi að halda til að bæta fjárhag björgunarsveitanna,“ segir Þorsteinn. „Það er bara staðreynd að það er ógerningur að halda úti leitar- og björgunarstarfi með þeim krafi sem við viljum ef að kæmi ekki til þessa stuðnings almennings.“Sjá einnig: Fólkið sem leitaði: „Þetta er þverskurður þjóðarinnar“ Aðgerðir Landsbjargar um helgina voru þær umfangsmestu sem ráðist hefur verið í en alls komu um 775 sjálfboðaliðar að leitinni að Birnu, þar af voru 685 leitarmenn, fjörutíu aðgerðastjórnendur og fimmtíu frá slysavarnardeildum. Notast var við ellefu hunda, dróna, fjórhjól og nánast allan bílaflota björgunarsveitanna. Þeim er nú lokið í bili. Þeir sem hafa áhuga á að gerast mánaðarlegir stuðningsaðilar Landsbjargar er bent á skráningarsíðu Bakvarðasveitarinnar.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir 300 björgunarsveitarmenn halda áfram leit að vísbendingum í kvöld Leit Landsbjargar í tengslum við mál Birnu Brjánsdóttur er hvergi nær lokið þó talið sé að hún sé fundin. 22. janúar 2017 18:37 Líkfundurinn engin tilviljun: Sjö þúsund kílómetra ganga að baki hjá björgunarsveitunum Hátt í átta hundruð björgunarsveitarmenn, héðan og þaðan af landinu, hafa komið að leitinni um helgina sem er sú stærsta í sögunni. 22. janúar 2017 19:30 Björgunarsveitirnar ljúka leit: „Lítum svo á að okkar þætti sé lokið“ Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að leit að vísbendingum í máli Birnu Brjánsdóttur sé lokið en hann býst ekki við því að björgunarsveitirnar taki frekari þátt í rannsókn málsins nema eftir því verði kallað. 22. janúar 2017 22:47 Mikil einurð og samkennd í hópi björgunarsveitarmanna sem halda aftur til leitar að Birnu Á milli 400 og 500 björgunarsveitarmenn munu í dag halda áfram að leita að Birnu Brjánsdóttur og vísbendingum um hvar hana gæti verið að finna. Birnu hefur verið saknað í rúma viku, eða síðan á aðfaranótt laugardagsins 14. janúar. Leitin hefst um klukkan níu. 22. janúar 2017 08:57 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Alvararlegt umferðarslys sunnan Hofsóss „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Sjá meira
300 björgunarsveitarmenn halda áfram leit að vísbendingum í kvöld Leit Landsbjargar í tengslum við mál Birnu Brjánsdóttur er hvergi nær lokið þó talið sé að hún sé fundin. 22. janúar 2017 18:37
Líkfundurinn engin tilviljun: Sjö þúsund kílómetra ganga að baki hjá björgunarsveitunum Hátt í átta hundruð björgunarsveitarmenn, héðan og þaðan af landinu, hafa komið að leitinni um helgina sem er sú stærsta í sögunni. 22. janúar 2017 19:30
Björgunarsveitirnar ljúka leit: „Lítum svo á að okkar þætti sé lokið“ Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að leit að vísbendingum í máli Birnu Brjánsdóttur sé lokið en hann býst ekki við því að björgunarsveitirnar taki frekari þátt í rannsókn málsins nema eftir því verði kallað. 22. janúar 2017 22:47
Mikil einurð og samkennd í hópi björgunarsveitarmanna sem halda aftur til leitar að Birnu Á milli 400 og 500 björgunarsveitarmenn munu í dag halda áfram að leita að Birnu Brjánsdóttur og vísbendingum um hvar hana gæti verið að finna. Birnu hefur verið saknað í rúma viku, eða síðan á aðfaranótt laugardagsins 14. janúar. Leitin hefst um klukkan níu. 22. janúar 2017 08:57