Mörgum spurningum ósvarað: Austurrískur sérfræðingur á leiðinni til landsins Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. janúar 2017 00:00 Frá blaðamannafundi lögreglunnar í Rúgbrauðsgerðinni í dag. Vísir/Anton Austurrískur réttarmeinalæknir mun fljúga til landsins á morgun til að kryfja lík Birnu Brjánsdóttur, sem fannst látin í dag. Hann mun koma til með að kveða upp um dánarorsök hennar við fyrsta tækifæri en enn liggur ekki fyrir hvernig og hvenær Birna lést. Réttameinalæknirinn er búsettur hér á landi en var utan landsteinanna. Búist er við að niðurstaða rannsókna hans muni liggja fyrir innan nokkurra daga en krufning mun hefjast í dag. Þetta er meðal þess sem fram kemur í Fréttablaðinu á morgun þar sem fjallað verður ítarlega um rannsóknina á dauða Birnu en lík hennar fannst við Selvogsvita á sunnanverðum Reykjanesskaga eftir hádegi í dag.Rannsókninni er hvergi nærri lokið enda mörgum spurningum enn ósvarað. Til að mynda er enn á huldu hvort andlát hennar hafi borið að með saknæmum hætti. Lögreglan gerir þó sterklega ráð fyrir því, ekki síst í ljósi blóðs úr Birnu sem fannst í rauðu Kia Rio bifreiðinni sem skipverjarnir tveir sem í haldi eru vegna málsins höfðu á leigu. Þrátt fyrir að ekki sé hægt að segja með fullri vissu á þessari stundu hvenær Birna lést gengur lögreglan að sama skapi út frá því að hún hafi látist í bifreið mannanna. Ekki verður þó úr því skorið fyrr en eftir krufningu á líkinu og ítarlegri rannsókn á áverkum Birnu.Var henni ekið eða komið fyrir í sjónum? Lögreglan rannsakar einnig hvernig lík Birnu rataði að Selvogsvita, hvort mennirnir tveir sem eru í haldi vegna málsins hafi ekið henni suður á Reykjanes eða hvort henni hafi skolað þangað með hafstraumum frá öðru svæði. Komið hefur fram að bíl þeirra var ekið 300 kílómetra á þeim sólarhring sem skipverjar voru með bílinn á leigu. Selvogsviti passar við þann kílómetrafjölda eins og Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni, fræddi lesendur Vísis um fyrr í dag.Lögreglan útilokaði þó á blaðamannafundinum að henni hafi verið kastað af togaranum Polar Nanoq eftir að hann lagði úr höfn á laugardag fyrir rúmri viku. Líklegra er að henni hafi verið komið fyrir í sjónum með öðrum hætti og hefur Óseyrarbrú skammt frá Þorlákshöfn verið nefnd í því samhengi. Hópur fólks kom saman til að minnast Birnu í Vatnsmýri í dag.Vísir/AntonLögreglan kannar nú hafstrauma í slagtogi við sérfræðinga á Veðurstofu Íslands til að fá fyllri mynd af því hvar henni gæti hafa verið komið fyrir. Þá á ennþá eftir að fylla fullkomlega í eyðuna í ferðum bílsins að morgni laugardagsins 14. janúar en hann sést ekki á hafnarsvæði Hafnarfjarðarhafnar á milli klukkan 07:00 til 11:30. Til þess að fá gleggri mynd af því hvað fór fram við Hafnarfjarðarhöfn óskaði lögreglan eftir að ná tali af ökumanni hvítrar bifreiðar. Henni hafði verið ekið vestur Óseyrarbraut í Hafnarfirði, laugardaginn 14. janúar kl. 12.24 og sést í öryggismyndavélum á hafnarsvæðinu.Undir kvöld kom tilkynning þess efnis að lögreglan hefði náð tali af ökumanninum. Búið er að ræða við manninn og hans þætti í málinu lokið. Hann hafði ekki upplýsingar undir höndum sem komu að notum við rannsóknina á hvarfi Birnu. Þó þótti mikilvægt að hnýta enda á þann anga málsins að sögn Gríms.Farsímagögn enn til rannsóknar Enn er unnið úr farsímagögnum úr símum mannanna annars vegar og síma Birnu hins vegar. Sími Birnu er ófundinn. Það, eins og margir aðrir þættir málsins, er vandasamt verk en í gær kom í ljós að ekki lengur er hægt að fullyrða að slökkt hafi verið handvirkt á síma Birnu klukkan 5:50 að morgni laugardags eins og áður var haldið fram. Tveir skipverjar eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins en þeir hafa hafa verið einangrun á Litla-Hrauni síðan á föstudag. Talið er að þeir verði fluttir á lögreglustöðina við Hverfisgötu til frekari yfirheyrslna á morgun. Annar mannanna er sömuleiðis bendlaður við smygl á tuttugu kílóum af hassi sem fundust um borð í togaranum. Fíkniefnamálið er ekki talið tengjast máli Birnu að öðru leyti en því að sami maður liggur undir grun. Nánar verður fjallað um rannsóknina á máli Birnu í Fréttablaðinu á morgun sem fyrr segir. Helstu tíðindi dagsins af málinu má nálgast hér að neðan.Uppfært klukkan 11:18 mánudaginn 23. janúarÍ fyrri útgáfu mátti skilja að austurríski sérfræðingurinn væri búsettur erlendis en hið rétta er að hann er búsettur og starfar hér á landi. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Norrænir miðlar greina frá líkfundinum Erlendir miðlar eru þegar farnir að greina frá nýjustu vendingum í máli Birnu Brjánsdóttur, sem talið er með nokkurri vissu að hafi fundist látin við Selvogsvita í dag. 22. janúar 2017 18:30 Minntust Birnu í Vatnsmýri: „Látum ástina vera hatrinu yfirsterkari“ Hópur fólks kom saman í minningarlundinum um Útey í Vatnsmýri í kvöld til að tendra á kertum í minningu Birnu Brjánsdóttur. 22. janúar 2017 21:38 Skipverjarnir vita af blóðinu en ekki líkfundinum Lögregla telur allar líkur á því að skipverjarnir tveir sem eru í einangrun á Litla-Hrauni beri ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur. 22. janúar 2017 17:46 Hvíti bíllinn fundinn Ökumaður hvíta bílsins, sem lögreglan lýsti eftir í fyrradag, er kominn í leitirnar. 22. janúar 2017 20:47 Líkfundurinn engin tilviljun: Sjö þúsund kílómetra ganga að baki hjá björgunarsveitunum Hátt í átta hundruð björgunarsveitarmenn, héðan og þaðan af landinu, hafa komið að leitinni um helgina sem er sú stærsta í sögunni. 22. janúar 2017 19:30 Annar skipverjinn sem situr í haldi vegna hvarfs Birnu einnig grunaður um aðild að fíkniefnamálinu Annar skipverjinn sem situr í gæsluvarðhaldi vegna hvarfs Birnu Brjánsdóttur er einnig grunaður um aðild að smygli á 20 kílóum af hassi sem fundust í grænlenska togaranum Polar Nanoq við leit lögreglu aðfaranótt fimmtudags. 22. janúar 2017 11:27 Bein útsending: Blaðamannafundur vegna hvarfs Birnu Lögreglan hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 17 í dag vegna hvarfs Birnu Brjánsdóttur. Fundurinn verður í beinni útsendingu á Vísi. 22. janúar 2017 16:33 Björgunarsveitirnar ljúka leit: „Lítum svo á að okkar þætti sé lokið“ Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að leit að vísbendingum í máli Birnu Brjánsdóttur sé lokið en hann býst ekki við því að björgunarsveitirnar taki frekari þátt í rannsókn málsins nema eftir því verði kallað. 22. janúar 2017 22:47 Lífsýni úr bílnum er úr Birnu Lífsýni úr rauða Kia Rio-bílnum voru send utan til rannsóknar og liggur nú fyrir niðurstaða þeirrar rannsóknar þess efnis að lífsýnið er úr Birnu Brjánsdóttur 22. janúar 2017 11:45 Rauði krossinn minnir á Hjálparsímann 1717 Viðbragðsteymi og sálfræðingar hafa haft fjölskyldu Birnu Brjánsdóttur í handleiðslu undanfarna daga og svo verður áfram, 22. janúar 2017 19:29 Telja sig hafa fundið lík Birnu í fjörunni við Selvogsvita Frá þessu var greint á blaðamannafundi lögreglunnar sem hófst klukkan 17. 22. janúar 2017 17:06 Styrkir tengingu mannanna við Birnu Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, á ekki von á því að mennirnir tveir sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um aðild að málinu verði yfirheyrðir í dag. 22. janúar 2017 13:53 Óku rauða bílnum um 300 kílómetra á einum sólarhring Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á máli Birnu Brjánsdóttur sem talið er að hafi fundist látin í dag, segir að rauða Kio Rio-bílnum hafi verið ekið samtals um 300 kílómetra á þeim sólarhring sem skipverji af grænlenska togaranum Polar Nanoq var með bílinn á leigu. 22. janúar 2017 19:20 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Sjá meira
Austurrískur réttarmeinalæknir mun fljúga til landsins á morgun til að kryfja lík Birnu Brjánsdóttur, sem fannst látin í dag. Hann mun koma til með að kveða upp um dánarorsök hennar við fyrsta tækifæri en enn liggur ekki fyrir hvernig og hvenær Birna lést. Réttameinalæknirinn er búsettur hér á landi en var utan landsteinanna. Búist er við að niðurstaða rannsókna hans muni liggja fyrir innan nokkurra daga en krufning mun hefjast í dag. Þetta er meðal þess sem fram kemur í Fréttablaðinu á morgun þar sem fjallað verður ítarlega um rannsóknina á dauða Birnu en lík hennar fannst við Selvogsvita á sunnanverðum Reykjanesskaga eftir hádegi í dag.Rannsókninni er hvergi nærri lokið enda mörgum spurningum enn ósvarað. Til að mynda er enn á huldu hvort andlát hennar hafi borið að með saknæmum hætti. Lögreglan gerir þó sterklega ráð fyrir því, ekki síst í ljósi blóðs úr Birnu sem fannst í rauðu Kia Rio bifreiðinni sem skipverjarnir tveir sem í haldi eru vegna málsins höfðu á leigu. Þrátt fyrir að ekki sé hægt að segja með fullri vissu á þessari stundu hvenær Birna lést gengur lögreglan að sama skapi út frá því að hún hafi látist í bifreið mannanna. Ekki verður þó úr því skorið fyrr en eftir krufningu á líkinu og ítarlegri rannsókn á áverkum Birnu.Var henni ekið eða komið fyrir í sjónum? Lögreglan rannsakar einnig hvernig lík Birnu rataði að Selvogsvita, hvort mennirnir tveir sem eru í haldi vegna málsins hafi ekið henni suður á Reykjanes eða hvort henni hafi skolað þangað með hafstraumum frá öðru svæði. Komið hefur fram að bíl þeirra var ekið 300 kílómetra á þeim sólarhring sem skipverjar voru með bílinn á leigu. Selvogsviti passar við þann kílómetrafjölda eins og Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni, fræddi lesendur Vísis um fyrr í dag.Lögreglan útilokaði þó á blaðamannafundinum að henni hafi verið kastað af togaranum Polar Nanoq eftir að hann lagði úr höfn á laugardag fyrir rúmri viku. Líklegra er að henni hafi verið komið fyrir í sjónum með öðrum hætti og hefur Óseyrarbrú skammt frá Þorlákshöfn verið nefnd í því samhengi. Hópur fólks kom saman til að minnast Birnu í Vatnsmýri í dag.Vísir/AntonLögreglan kannar nú hafstrauma í slagtogi við sérfræðinga á Veðurstofu Íslands til að fá fyllri mynd af því hvar henni gæti hafa verið komið fyrir. Þá á ennþá eftir að fylla fullkomlega í eyðuna í ferðum bílsins að morgni laugardagsins 14. janúar en hann sést ekki á hafnarsvæði Hafnarfjarðarhafnar á milli klukkan 07:00 til 11:30. Til þess að fá gleggri mynd af því hvað fór fram við Hafnarfjarðarhöfn óskaði lögreglan eftir að ná tali af ökumanni hvítrar bifreiðar. Henni hafði verið ekið vestur Óseyrarbraut í Hafnarfirði, laugardaginn 14. janúar kl. 12.24 og sést í öryggismyndavélum á hafnarsvæðinu.Undir kvöld kom tilkynning þess efnis að lögreglan hefði náð tali af ökumanninum. Búið er að ræða við manninn og hans þætti í málinu lokið. Hann hafði ekki upplýsingar undir höndum sem komu að notum við rannsóknina á hvarfi Birnu. Þó þótti mikilvægt að hnýta enda á þann anga málsins að sögn Gríms.Farsímagögn enn til rannsóknar Enn er unnið úr farsímagögnum úr símum mannanna annars vegar og síma Birnu hins vegar. Sími Birnu er ófundinn. Það, eins og margir aðrir þættir málsins, er vandasamt verk en í gær kom í ljós að ekki lengur er hægt að fullyrða að slökkt hafi verið handvirkt á síma Birnu klukkan 5:50 að morgni laugardags eins og áður var haldið fram. Tveir skipverjar eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins en þeir hafa hafa verið einangrun á Litla-Hrauni síðan á föstudag. Talið er að þeir verði fluttir á lögreglustöðina við Hverfisgötu til frekari yfirheyrslna á morgun. Annar mannanna er sömuleiðis bendlaður við smygl á tuttugu kílóum af hassi sem fundust um borð í togaranum. Fíkniefnamálið er ekki talið tengjast máli Birnu að öðru leyti en því að sami maður liggur undir grun. Nánar verður fjallað um rannsóknina á máli Birnu í Fréttablaðinu á morgun sem fyrr segir. Helstu tíðindi dagsins af málinu má nálgast hér að neðan.Uppfært klukkan 11:18 mánudaginn 23. janúarÍ fyrri útgáfu mátti skilja að austurríski sérfræðingurinn væri búsettur erlendis en hið rétta er að hann er búsettur og starfar hér á landi.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Norrænir miðlar greina frá líkfundinum Erlendir miðlar eru þegar farnir að greina frá nýjustu vendingum í máli Birnu Brjánsdóttur, sem talið er með nokkurri vissu að hafi fundist látin við Selvogsvita í dag. 22. janúar 2017 18:30 Minntust Birnu í Vatnsmýri: „Látum ástina vera hatrinu yfirsterkari“ Hópur fólks kom saman í minningarlundinum um Útey í Vatnsmýri í kvöld til að tendra á kertum í minningu Birnu Brjánsdóttur. 22. janúar 2017 21:38 Skipverjarnir vita af blóðinu en ekki líkfundinum Lögregla telur allar líkur á því að skipverjarnir tveir sem eru í einangrun á Litla-Hrauni beri ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur. 22. janúar 2017 17:46 Hvíti bíllinn fundinn Ökumaður hvíta bílsins, sem lögreglan lýsti eftir í fyrradag, er kominn í leitirnar. 22. janúar 2017 20:47 Líkfundurinn engin tilviljun: Sjö þúsund kílómetra ganga að baki hjá björgunarsveitunum Hátt í átta hundruð björgunarsveitarmenn, héðan og þaðan af landinu, hafa komið að leitinni um helgina sem er sú stærsta í sögunni. 22. janúar 2017 19:30 Annar skipverjinn sem situr í haldi vegna hvarfs Birnu einnig grunaður um aðild að fíkniefnamálinu Annar skipverjinn sem situr í gæsluvarðhaldi vegna hvarfs Birnu Brjánsdóttur er einnig grunaður um aðild að smygli á 20 kílóum af hassi sem fundust í grænlenska togaranum Polar Nanoq við leit lögreglu aðfaranótt fimmtudags. 22. janúar 2017 11:27 Bein útsending: Blaðamannafundur vegna hvarfs Birnu Lögreglan hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 17 í dag vegna hvarfs Birnu Brjánsdóttur. Fundurinn verður í beinni útsendingu á Vísi. 22. janúar 2017 16:33 Björgunarsveitirnar ljúka leit: „Lítum svo á að okkar þætti sé lokið“ Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að leit að vísbendingum í máli Birnu Brjánsdóttur sé lokið en hann býst ekki við því að björgunarsveitirnar taki frekari þátt í rannsókn málsins nema eftir því verði kallað. 22. janúar 2017 22:47 Lífsýni úr bílnum er úr Birnu Lífsýni úr rauða Kia Rio-bílnum voru send utan til rannsóknar og liggur nú fyrir niðurstaða þeirrar rannsóknar þess efnis að lífsýnið er úr Birnu Brjánsdóttur 22. janúar 2017 11:45 Rauði krossinn minnir á Hjálparsímann 1717 Viðbragðsteymi og sálfræðingar hafa haft fjölskyldu Birnu Brjánsdóttur í handleiðslu undanfarna daga og svo verður áfram, 22. janúar 2017 19:29 Telja sig hafa fundið lík Birnu í fjörunni við Selvogsvita Frá þessu var greint á blaðamannafundi lögreglunnar sem hófst klukkan 17. 22. janúar 2017 17:06 Styrkir tengingu mannanna við Birnu Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, á ekki von á því að mennirnir tveir sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um aðild að málinu verði yfirheyrðir í dag. 22. janúar 2017 13:53 Óku rauða bílnum um 300 kílómetra á einum sólarhring Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á máli Birnu Brjánsdóttur sem talið er að hafi fundist látin í dag, segir að rauða Kio Rio-bílnum hafi verið ekið samtals um 300 kílómetra á þeim sólarhring sem skipverji af grænlenska togaranum Polar Nanoq var með bílinn á leigu. 22. janúar 2017 19:20 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Sjá meira
Norrænir miðlar greina frá líkfundinum Erlendir miðlar eru þegar farnir að greina frá nýjustu vendingum í máli Birnu Brjánsdóttur, sem talið er með nokkurri vissu að hafi fundist látin við Selvogsvita í dag. 22. janúar 2017 18:30
Minntust Birnu í Vatnsmýri: „Látum ástina vera hatrinu yfirsterkari“ Hópur fólks kom saman í minningarlundinum um Útey í Vatnsmýri í kvöld til að tendra á kertum í minningu Birnu Brjánsdóttur. 22. janúar 2017 21:38
Skipverjarnir vita af blóðinu en ekki líkfundinum Lögregla telur allar líkur á því að skipverjarnir tveir sem eru í einangrun á Litla-Hrauni beri ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur. 22. janúar 2017 17:46
Hvíti bíllinn fundinn Ökumaður hvíta bílsins, sem lögreglan lýsti eftir í fyrradag, er kominn í leitirnar. 22. janúar 2017 20:47
Líkfundurinn engin tilviljun: Sjö þúsund kílómetra ganga að baki hjá björgunarsveitunum Hátt í átta hundruð björgunarsveitarmenn, héðan og þaðan af landinu, hafa komið að leitinni um helgina sem er sú stærsta í sögunni. 22. janúar 2017 19:30
Annar skipverjinn sem situr í haldi vegna hvarfs Birnu einnig grunaður um aðild að fíkniefnamálinu Annar skipverjinn sem situr í gæsluvarðhaldi vegna hvarfs Birnu Brjánsdóttur er einnig grunaður um aðild að smygli á 20 kílóum af hassi sem fundust í grænlenska togaranum Polar Nanoq við leit lögreglu aðfaranótt fimmtudags. 22. janúar 2017 11:27
Bein útsending: Blaðamannafundur vegna hvarfs Birnu Lögreglan hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 17 í dag vegna hvarfs Birnu Brjánsdóttur. Fundurinn verður í beinni útsendingu á Vísi. 22. janúar 2017 16:33
Björgunarsveitirnar ljúka leit: „Lítum svo á að okkar þætti sé lokið“ Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að leit að vísbendingum í máli Birnu Brjánsdóttur sé lokið en hann býst ekki við því að björgunarsveitirnar taki frekari þátt í rannsókn málsins nema eftir því verði kallað. 22. janúar 2017 22:47
Lífsýni úr bílnum er úr Birnu Lífsýni úr rauða Kia Rio-bílnum voru send utan til rannsóknar og liggur nú fyrir niðurstaða þeirrar rannsóknar þess efnis að lífsýnið er úr Birnu Brjánsdóttur 22. janúar 2017 11:45
Rauði krossinn minnir á Hjálparsímann 1717 Viðbragðsteymi og sálfræðingar hafa haft fjölskyldu Birnu Brjánsdóttur í handleiðslu undanfarna daga og svo verður áfram, 22. janúar 2017 19:29
Telja sig hafa fundið lík Birnu í fjörunni við Selvogsvita Frá þessu var greint á blaðamannafundi lögreglunnar sem hófst klukkan 17. 22. janúar 2017 17:06
Styrkir tengingu mannanna við Birnu Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, á ekki von á því að mennirnir tveir sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um aðild að málinu verði yfirheyrðir í dag. 22. janúar 2017 13:53
Óku rauða bílnum um 300 kílómetra á einum sólarhring Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á máli Birnu Brjánsdóttur sem talið er að hafi fundist látin í dag, segir að rauða Kio Rio-bílnum hafi verið ekið samtals um 300 kílómetra á þeim sólarhring sem skipverji af grænlenska togaranum Polar Nanoq var með bílinn á leigu. 22. janúar 2017 19:20
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent