Starfsfólk Hvíta hússins hyggst verja Trump með kjafti og klóm Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. janúar 2017 21:40 Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins á blaðamannafundi með myndum af mannfjöldanum á innsetningarathöfninni. Vísir/EPA Starfsmenn Donalds Trumps, forseta Bandaríkjanna, í Hvíta húsinu hafa svarið þess eið að verja forseta sinn með kjafti og klóm gegn „ósanngjörnum árásum“ fjölmiðla þar vestanhafs. Reuters greinir frá.Þetta kemur fram í máli nýs starfsmannastjóra Hvíta hússins, Reince Priebus sem gagnrýnir fjölmiðla fyrir fullyrðingar um að mun færri almennir borgara hafi mætt á innsetningarathöfn Donalds Trumps heldur en innsetningarathöfn Baracks Obama árið 2009. „Punkturinn snýst ekki um stærð mannfjöldans heldur snýst punkturinn um árásirnar og tilraunirnar til að draga úr lögmæti forsetans á einum degi. Við munum ekki sitja undir því þegandi og hljóðalaust“ segir Priebus. Hann heldur því fram að loftmyndir af mannfjöldanum á innsetningarathöfninni séu falsaðar. Áður hafði nýr fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, Sean Spicer, haldið því fram að aldrei áður hefðu jafn margir mætt til að fylgjast með innsetningarathöfn forseta. Sérfræðingar sem sérhæfa sig í mannfjöldatölum á slíkum viðburðum hafa dregið í efa fullyrðingar Spicer og í raun sagt þær vera rangar.Vilja koma frá sér öðrum „mögulegum staðreyndum“Þá hefur Kellyanne Conway, sem er ráðgjafi Donalds Trumps, einnig skotið á fjölmiðla, en það gerði hún þegar hún var spurð um það hvers vegna fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins segði fjölmiðlum ósatt. „Ef við ætlum að tala um fjölmiðlafulltrúann með þessum hætti verðum við að endurhugsa samband okkar.“ Þá var Conway gagnrýnd fyrir þá staðreynd að starfsfólk Hvíta hússins eyðir tíma sínum í að tala um hversu margir hafi mætt á innsetningarathöfn forsetans í stað þess að tala um mikilvæg mál í innanríkis- og utanríkismálum Bandaríkjanna en hún svaraði þeirri gagnrýni. „Okkur finnst mikilvægt að hreinsa loftið og koma frá okkur öðrum „mögulegum staðreyndum“.“ Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Sjá meira
Starfsmenn Donalds Trumps, forseta Bandaríkjanna, í Hvíta húsinu hafa svarið þess eið að verja forseta sinn með kjafti og klóm gegn „ósanngjörnum árásum“ fjölmiðla þar vestanhafs. Reuters greinir frá.Þetta kemur fram í máli nýs starfsmannastjóra Hvíta hússins, Reince Priebus sem gagnrýnir fjölmiðla fyrir fullyrðingar um að mun færri almennir borgara hafi mætt á innsetningarathöfn Donalds Trumps heldur en innsetningarathöfn Baracks Obama árið 2009. „Punkturinn snýst ekki um stærð mannfjöldans heldur snýst punkturinn um árásirnar og tilraunirnar til að draga úr lögmæti forsetans á einum degi. Við munum ekki sitja undir því þegandi og hljóðalaust“ segir Priebus. Hann heldur því fram að loftmyndir af mannfjöldanum á innsetningarathöfninni séu falsaðar. Áður hafði nýr fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, Sean Spicer, haldið því fram að aldrei áður hefðu jafn margir mætt til að fylgjast með innsetningarathöfn forseta. Sérfræðingar sem sérhæfa sig í mannfjöldatölum á slíkum viðburðum hafa dregið í efa fullyrðingar Spicer og í raun sagt þær vera rangar.Vilja koma frá sér öðrum „mögulegum staðreyndum“Þá hefur Kellyanne Conway, sem er ráðgjafi Donalds Trumps, einnig skotið á fjölmiðla, en það gerði hún þegar hún var spurð um það hvers vegna fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins segði fjölmiðlum ósatt. „Ef við ætlum að tala um fjölmiðlafulltrúann með þessum hætti verðum við að endurhugsa samband okkar.“ Þá var Conway gagnrýnd fyrir þá staðreynd að starfsfólk Hvíta hússins eyðir tíma sínum í að tala um hversu margir hafi mætt á innsetningarathöfn forsetans í stað þess að tala um mikilvæg mál í innanríkis- og utanríkismálum Bandaríkjanna en hún svaraði þeirri gagnrýni. „Okkur finnst mikilvægt að hreinsa loftið og koma frá okkur öðrum „mögulegum staðreyndum“.“
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Sjá meira