300 björgunarsveitarmenn halda áfram leit að vísbendingum í kvöld Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. janúar 2017 18:37 Frá Suðurstrandarvegi nú undir kvöld. vísir/jói k. Yfir 300 björgunarsveitarmenn munu í kvöld leita að vísbendingum í tengslum við mál Birnu Brjánsdóttur á svæði sem nær frá Grindavík að Eyrarbakka. Talið er að lík Birnu hafi fundist um klukkan 13 í dag í fjörunni við Selvogsvita en það var þyrla Landhelgisgæslunni með sérhæfðu leitarfólki frá Landsbjörg sem fann líkið. Búið er að loka veginum frá þyrpingunni í Selvogi og að Selvogsvita og eru tæknideild og rannsóknardeild að störfum á svæðinu. „Þetta er ennþá svæðaleit og náttúrulega töluvert svæði sem er enn undir. Þarna er verið að leita á vegum og vegaslóðum að vísbendingum tengst geta málinu, til að mynda ummerki eftir mannaferðir, jarðrask, hluti eða muni,“ segir Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við Vísi. Gríðarlega umfangsmikil leit hefur staðið yfir alla helgina að Birnu en alls komu um 775 sjálfboðaliðar Slysavarnafélagsins Landsbjargar að leitinni að Birnu, þar af voru 685 leitarmenn, fjörutíu aðgerðastjórnendur og fimmtíu frá slysavarnadeildum félagsins. Við leitina var svo notast við ellefu hunda, dróna, fjórhjól og nánast allan bílaflota björgunarsveitanna. Leitarfólk úr 71 björgunarsveit víðs vegar af landinu tók þátt í leitinni og slysavarnafólk úr fimm deildum félagsins. Er um að ræða umfangsmestu leit sem Landsbjörg hefur skipulagt. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Skipverjarnir vita af blóðinu en ekki líkfundinum Lögregla telur allar líkur á því að skipverjarnir tveir sem eru í einangrun á Litla-Hrauni beri ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur. 22. janúar 2017 17:46 Lífsýni úr bílnum er úr Birnu Lífsýni úr rauða Kia Rio-bílnum voru send utan til rannsóknar og liggur nú fyrir niðurstaða þeirrar rannsóknar þess efnis að lífsýnið er úr Birnu Brjánsdóttur 22. janúar 2017 11:45 Telja sig hafa fundið lík Birnu í fjörunni við Selvogsvita Frá þessu var greint á blaðamannafundi lögreglunnar sem hófst klukkan 17. 22. janúar 2017 17:06 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sjá meira
Yfir 300 björgunarsveitarmenn munu í kvöld leita að vísbendingum í tengslum við mál Birnu Brjánsdóttur á svæði sem nær frá Grindavík að Eyrarbakka. Talið er að lík Birnu hafi fundist um klukkan 13 í dag í fjörunni við Selvogsvita en það var þyrla Landhelgisgæslunni með sérhæfðu leitarfólki frá Landsbjörg sem fann líkið. Búið er að loka veginum frá þyrpingunni í Selvogi og að Selvogsvita og eru tæknideild og rannsóknardeild að störfum á svæðinu. „Þetta er ennþá svæðaleit og náttúrulega töluvert svæði sem er enn undir. Þarna er verið að leita á vegum og vegaslóðum að vísbendingum tengst geta málinu, til að mynda ummerki eftir mannaferðir, jarðrask, hluti eða muni,“ segir Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við Vísi. Gríðarlega umfangsmikil leit hefur staðið yfir alla helgina að Birnu en alls komu um 775 sjálfboðaliðar Slysavarnafélagsins Landsbjargar að leitinni að Birnu, þar af voru 685 leitarmenn, fjörutíu aðgerðastjórnendur og fimmtíu frá slysavarnadeildum félagsins. Við leitina var svo notast við ellefu hunda, dróna, fjórhjól og nánast allan bílaflota björgunarsveitanna. Leitarfólk úr 71 björgunarsveit víðs vegar af landinu tók þátt í leitinni og slysavarnafólk úr fimm deildum félagsins. Er um að ræða umfangsmestu leit sem Landsbjörg hefur skipulagt.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Skipverjarnir vita af blóðinu en ekki líkfundinum Lögregla telur allar líkur á því að skipverjarnir tveir sem eru í einangrun á Litla-Hrauni beri ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur. 22. janúar 2017 17:46 Lífsýni úr bílnum er úr Birnu Lífsýni úr rauða Kia Rio-bílnum voru send utan til rannsóknar og liggur nú fyrir niðurstaða þeirrar rannsóknar þess efnis að lífsýnið er úr Birnu Brjánsdóttur 22. janúar 2017 11:45 Telja sig hafa fundið lík Birnu í fjörunni við Selvogsvita Frá þessu var greint á blaðamannafundi lögreglunnar sem hófst klukkan 17. 22. janúar 2017 17:06 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sjá meira
Skipverjarnir vita af blóðinu en ekki líkfundinum Lögregla telur allar líkur á því að skipverjarnir tveir sem eru í einangrun á Litla-Hrauni beri ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur. 22. janúar 2017 17:46
Lífsýni úr bílnum er úr Birnu Lífsýni úr rauða Kia Rio-bílnum voru send utan til rannsóknar og liggur nú fyrir niðurstaða þeirrar rannsóknar þess efnis að lífsýnið er úr Birnu Brjánsdóttur 22. janúar 2017 11:45
Telja sig hafa fundið lík Birnu í fjörunni við Selvogsvita Frá þessu var greint á blaðamannafundi lögreglunnar sem hófst klukkan 17. 22. janúar 2017 17:06