Íslenski boltinn

Alfons til Norrköping

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alfons í leik gegn KR síðasta sumar.
Alfons í leik gegn KR síðasta sumar. vísir/stefán
Breiðablik hefur samþykkt tilboð sænska úrvalsdeildarliðsins Norrköping í bakvörðinn Alfons Sampsted. Þetta kemur fram á Blikar.is, stuðningsmannavef Breiðabliks.

Alfons er búinn að skrifa undir samning við Norrköping og heldur til Svíþjóðar á sunnudaginn.

Alfons, sem er 18 ára, lék 17 leiki með Blikum í Pepsi-deildinni í fyrra. Seinni hluta tímabilsins 2015 lék hann sem lánsmaður með Þór í 1. deildinni.

Norrköping varð sænskur meistari 2015 og endaði í 3. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar í fyrra. Með liðinu leikur varnarmaðurinn Jón Guðni Fjóluson.

Alfons hefur leikið 25 leiki fyrir U-17 og U-19 ára landslið Íslands. Þá var hann valinn æfingahóp U-21 árs landsliðsins á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×