Skotsilfur Markaðarins: Heitt undir Höskuldi og Ragna Árna ekki á útleið RITSTJÓRN MARKAÐARINS skrifar 20. janúar 2017 13:56 Tilkynnt verður um nýjan bankastjóra Landsbankans á allra næstu dögum. Björgvin Skúli Sigurðsson, framkvæmdastjóri markaðs- og viðskipta- þróunar Landsvirkjunar, er sterklega orðaður við bankastjórastólinn en hann var um þriggja ára skeið framkvæmdastjóri hjá Deutsche Bank í London. Þar áður starfaði hann um árabil fyrir bandaríska fjárfestingabankann Lehman Brothers. Lilja Björk Einarsdóttir, sem stýrði eignaumsýslu gamla Landsbankans í London 2010-2016, er einnig sögð líkleg til að hreppa starfið. Þau Björgvin Skúli þekkjast vel en þau voru saman í námi í verkfræðideildinni í HÍ.Heitt undir Höskuldi Mikilvægt er að fyrirhugað útboð Arion heppnist vel, ekki síst vegna mikilla fjárhagslegra hagsmuna ríkisins, en væntingar eru um að erlendir fjárfestar muni sýna útboðinu mikinn áhuga. Þá er mikið undir hjá Höskuldi Ólafssyni, bankastjóra Arion banka, en að sögn kunnugra kunna dagar hans í starfi að vera taldir ef ekki tekst að selja stóran hlut í útboðinu. Vitað er að áhrifamestu kröfuhafar Kaupþings, sem fer með 87 prósenta hlut í Arion banka, hafa oft verið ósammála stjórnendum um stefnu bankans. Þeir hafa hins vegar haft fá úrræði til að koma óánægju sinni á framfæri. Það var ekki fyrr en í september í fyrra sem Kaupþing fékk í fyrsta sinn mann í stjórn bankans. Skömmu síðar var ákveðið að segja upp samtals 46 starfsmönnumRagna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar.Ragna ekki að fara neitt Sterkur orðrómur var á kreiki í kringum áramót um að Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, væri búin að segja starfi sínu lausu. Fylgdi sögunni að hún væri einn umsækjenda um bankastjórastöðu Landsbankans. Þegar Markaðurinn náði tali af Rögnu í síðustu viku varð hins vegar fljótt ljóst að flökkusagan var á sandi byggð. Rögnu var skemmt en augljóst að það kom henni á óvart hversu víða sagan hafði ratað.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Skotsilfur Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Tilkynnt verður um nýjan bankastjóra Landsbankans á allra næstu dögum. Björgvin Skúli Sigurðsson, framkvæmdastjóri markaðs- og viðskipta- þróunar Landsvirkjunar, er sterklega orðaður við bankastjórastólinn en hann var um þriggja ára skeið framkvæmdastjóri hjá Deutsche Bank í London. Þar áður starfaði hann um árabil fyrir bandaríska fjárfestingabankann Lehman Brothers. Lilja Björk Einarsdóttir, sem stýrði eignaumsýslu gamla Landsbankans í London 2010-2016, er einnig sögð líkleg til að hreppa starfið. Þau Björgvin Skúli þekkjast vel en þau voru saman í námi í verkfræðideildinni í HÍ.Heitt undir Höskuldi Mikilvægt er að fyrirhugað útboð Arion heppnist vel, ekki síst vegna mikilla fjárhagslegra hagsmuna ríkisins, en væntingar eru um að erlendir fjárfestar muni sýna útboðinu mikinn áhuga. Þá er mikið undir hjá Höskuldi Ólafssyni, bankastjóra Arion banka, en að sögn kunnugra kunna dagar hans í starfi að vera taldir ef ekki tekst að selja stóran hlut í útboðinu. Vitað er að áhrifamestu kröfuhafar Kaupþings, sem fer með 87 prósenta hlut í Arion banka, hafa oft verið ósammála stjórnendum um stefnu bankans. Þeir hafa hins vegar haft fá úrræði til að koma óánægju sinni á framfæri. Það var ekki fyrr en í september í fyrra sem Kaupþing fékk í fyrsta sinn mann í stjórn bankans. Skömmu síðar var ákveðið að segja upp samtals 46 starfsmönnumRagna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar.Ragna ekki að fara neitt Sterkur orðrómur var á kreiki í kringum áramót um að Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, væri búin að segja starfi sínu lausu. Fylgdi sögunni að hún væri einn umsækjenda um bankastjórastöðu Landsbankans. Þegar Markaðurinn náði tali af Rögnu í síðustu viku varð hins vegar fljótt ljóst að flökkusagan var á sandi byggð. Rögnu var skemmt en augljóst að það kom henni á óvart hversu víða sagan hafði ratað.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum.
Skotsilfur Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira