Skýrsla Kidda Gun: Í ljósum logum inní miðju herberginu við hlið bleika fílsins Kristinn Geir Friðriksson skrifar 20. janúar 2017 11:00 Hlynur Bæringsson í baráttunni undir körfunni í gær. Vísir/Eyþór Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik Stjörnunnar og Njarðvíkur í fjórtándu umferð Domino´s deildar karla í körfubolta sem fór fram í Garðabænum í gær. Leik Stjörnunnar og Njarðvíkur verður seint minnst sem fallegum boltaleik. Njarðvíkingar munu líklega geyma hann í minningunni vegna þess að þetta var jú leikurinn þegar liðið var í 10.sæti Domino‘s-deildarinnar og sigraði efsta lið þess, Stjörnuna, 72-74.Ósamræmdur sóknarleikur Leikurinn fór rólega af stað og ljóst frá fyrstu mínútu að liðin yrðu hæg í gang í sínum sóknarleik. Eftir fyrstu tvo hlutana varð hinsvegar ljóst að hvorugu liðinu myndi takast að koma vélinni úr hægagangi. Skyttur heimamanna voru í miklum vandræðum í fyrri hálfleik; Tómas Heiðar Tómasson, Arnþór Guðmundsson, Marvin Valdimarsson og nýi leikmaður liðsins, Anthony Odunsi, voru saman með 1/14 í skotum! Ef ekki hefði verið fyrir Hlyn Bæringsson og Eystein Bjarna Ævarsson hefði liðið vart séð til sólar í sóknarleik sínum í þessum fyrri hálfleik. Þessir tveir leikmenn voru þeir einu sem spiluðu af eðlilegri sóknargetu á meðan sóknarflæði liðsins náði aldrei að smella sér saman. Varnarleikur beggja liða var hinsvegar alltaf kröftugur og baráttan oftast til fyrirmyndar. Það má kenna varnarleiknum um einhvern hluta af slæmu gengi liðanna í sókn en hann útskýrir aldrei alla söguna. Leikmenn beggja liða hittu einfaldlega ekki úr sínum opnu skotum og voru þeir flestir mjög samtaka í því getuleysi. Logi Gunnarsson var eina skyttan inná vellinum sem var í rétta gírnum; Björn Kristjánsson fékk fá tækifæri til langskota en hann stjórnaði leiknum prýðilega lengst af fyrir gestina. Njarðvík hitti t.a.m. aðeins úr 3/12 þristum í fyrri hálfleik og Stjarnan 2/11! Flest skotin voru opin og góð en áran yfir þessum leik var duttlungafull og náði að smeygja sér inní leikmenn beggja liða með þessum hætti; leikmenn „hittu ekki hliðina á hlöðu“ eins og ónefndur sveitadurgur með sólbrenndan háls frá smábýli í Indiana-fylki hefur líklega fyrstur orðað. Þrátt fyrir þessa slæmu hittni voru liðin alltaf nálægt hvor öðru á töflunni og aldrei hætta á að annað myndi stinga af.Vísir/Eyþór Tárvotur söknuður í Shouse Hvorugu liðinu tókst að ná góðri stjórn á leiknum. Njarðvík átti spretti, Stjarnan átti spretti. Aldrei tókst þetta með afgerandi hætti hjá liðunum og oft aðeins tilviljanir sem réðu gangi leiksins. Björn og Jón Arnór Sverrisson náðu að stjórna Njarðvíkurliðinu ágætlega á köflum en sóknarvopnin voru ekki nægilega mörg. Oftar en ekki ríkti ákveðin glundroði í sóknarleik heimamanna, þrátt fyrir mörg beitt vopn. Odunsi, sem var fenginn til þess að opna leik liðsins og styðja við leikstjórnun Justin Shouse, náði ekki nægilegum tökum á síðarnefnda hlutverki sínu. Hann keyrði oft vel upp að körfu og fann oft samherja opin. Þessu skot fóru einfaldlega ekki niður og við það riðlaðist sóknarleikur liðsins meir og meir. Eftir fyrri hálfleikinn var kappinn kominn með fjögur stig, allt úr vítum, og þrjár stoðsendingar. Til að setja þetta í samhengi vil ég segja þetta: Odunsi endaði leikinn með þrjár stoðsendingar! Stjörnuliðið var með ellefu slíkar í fyrri hálfleik, í leikslok voru þær fimmtán! Þrátt fyrir þessa fáránlegu tölfræði áttu heimamenn alla möguleika á að vinna leikinn, og voru í raun algjörir klaufar að klára leikinn ekki betur en raun bar vitni. Odunsi kom Stjörnunni yfir, 72-70, með frábærri körfu eftir mjög kröftugt sóknarfrákast þegar aðeins mínúta var eftir. Það fór ekki á milli mála að sóknarleikur Stjörnunnar var með því versta sem liðið hefur sýnt í vetur. Ástæðurnar fyrir því liggja í ljósum logum inní miðju herberginu, við hlið bleika fílsins, Justin Shouse, sem ekki spilaði sökum heilahristings. Ég þori að fullyrða að ef hans hefði notið við í þessum leik hefðu úrslitin orðið önnur. Jújú, Stjarnan gerði næstum því nóg til að vinna leikinn og gaf sér öll tækifærin til þess en liðið gerði það spilandi óskipulagðan og tilviljunarkenndan sóknarleik, eitthvað sem hefði ekki gerst með skipstjóra með óútrunnið pungaprófið. Odunsi er ekki um að kenna í þessu hinsvegar heldur er það liðsheildin og þá sérstaklega lykilmenn innan hennar. Eini maðurinn sem átti eðlilegan leik var Hlynur; hann skoraði 24 stig, tók 18 fráköst og skilaði 42 af 90 framlagspunktum liðsins! Aðrir lykilmenn þess brugðust sjálfum sér, liðinu og áhorfendum. Tómas Tómasson og Arnþór Guðmundsson eru t.d. með saman 1/16 í skotum yfir allan leikinn og saman sex stig, fimm fráköst og sjö stoðsendingar! Þetta væru lágar tölur hjá öðrum hvorum yfir heilan leik, hvað þá báðum! Liðsheildin virkaði ekki í þessu umhverfi; leikstjórnandi liðsins var ekki á staðnum og enginn gat valdið hlutverkinu og liðsheildin gerði ekki nægilega mikið til að fela þessa vandræðalegu staðreynd.Vísir/Eyþór Betri er einn Björn í skógi en... Njarðvík voru alveg á pari með Stjörnunni þegar kom að lélegum sóknarleik en tilþrif kvöldsins átti Björn Kristjánsson í stöðunni 72-70 þegar 43 sekúndur lifðu leiks. Björn fær hindrun og fær við það Hlyn Bærings á sig; svellkaldur björninn reynir ekki að keyra á Hlyn, sem hefði verið skynsamlegast, heldur dregur hann upp í skot langt fyrir utan þriggja stiga línuna og smellir í andlitið á Hlyn, sem var þó með höndina í grillinu á Birni! Þetta skot var það sem skildi liðin að á endanum, flóknara var það ekki. Hinsvegar áttu heimamenn mjög gott tækifæri til að jafna þegar Tómas Tómasson brenndi úr upplögðu færi, skot sem hann myndi setja í níu af hverjum tíu tilraunum á eðlilegum degi.Vísir/Eyþór Leikmenn og lið Það er oft stutt í pirring og einbeitingarleysi þegar lið detta í svona undarlega frammistöðu. Hjá Stjörnumönnum vottaði fyrir klaufaskap og einbeitingarleysi undir blálokin og þar kristallaðist leikur liðsins: Tómas klikkar úr skotinu til að jafna og þegar sjö sekúndur voru eftir nær Ágúst Angantýsson frákasti, rekur boltann upp völlinn, nær ekki að gefa boltann og lítur aldrei á körfuna til að skjóta og tíminn rennur út!? Njarðvík á hrós skilið fyrir stálpunginn sem þurfti til að klára þennan erfiða leik. Logi átti skínandi leik, sérstaklega í fyrri hálfleik; Dempsey átti ágæta spretti í seinni en maður leiksins var Björn Kristjánsson, sem stjórnaði liðinu vel í erfiðum kringumstæðum og átti frábæran seinni hálfleik. Varnarelja liðsins á hrós skilið en hún var grunnurinn að sigrinum. Innkoma Dempsey inní liðið er verulega góð fyrir liðið; hún hefur opnað fyrir fleiri víddir í leik liðsins og í stað ákafs þriggja stiga bolta virðist liðið mun jarðtengdara í sínum leik. Leikmenn voru skynsamir á réttum augnablikum í gær og tóku hugrakkar ákvarðanir á réttum tímum. Þrátt fyrir slælegt gengi sem af er vetri býr mun meira í liðinu nú en fyrir áramót. Njarðvíkingar geta núna sagt: Við spiluðum illa á útivelli gegn efsta liðinu í deildinni og við unnum! Þetta er það eina sem leikmenn liðsins þurfa að vita fyrir framhaldið. Hlynur Bæringsson var langbestur heimamanna og bar liðið uppi á báðum endum vallarins; tók átta sóknarfráköst á meðan allt Njarðvíkurliðið tók tíu! Eysteinn Bjarni Ævarsson átti flotta innkomu í fyrri hálfleik. Odunsi var áberandi í leik liðsins en hafði ekki árangur sem erfiði, fyrir utan góðan sprett í þriðja hluta, og þarf að gera mun betur. Ekkert að kvarta yfir varnarleik liðsins en illa ígrundaður sóknarleikur liðsins lunga leiks hlýtur að vekja upp vangaveltur. Þegar jafn vel mannað lið og Stjarnan tapar tveimur leikjum í röð er hægt að ræða um krísu. Hafa ber hinsvegar í huga að breytingar hafa verið gerðar og liðið saknaði tilfinnanlega Justin Shouse í þessum leik. Þrátt fyrir það mun Stjörnuliðið þurfa að svara ýmsum spurningum í næstu leikjum: Er Anthony Odunsi rétti maðurinn fyrir liðið? Getur liðið misst lykilmann út án þess að sóknarleikurinn fari í bál og brand? Er liðsheildin nægilega sterk til að landa titli? Núna þarf mannskapurinn að kafa djúpt og sýna úr hverju liðið er gert. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Skýrsla Kidda Gun: Fjögurra mínútna dvöl í helvíti Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik Grindavíkur og Þórs frá Akureyri í fjórðu umferða Dominos-deildar karla í körfubolta sem fór fram í gær. 28. október 2016 08:30 Skýrsla Kidda Gun: Minnir ögn á „Sully“ hans Tom Hanks Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik Stjörnunnar og Grindavíkur í níundu umferð Domino´s deildar karla í körfubolta sem fór fram í Garðabænum í gær. 2. desember 2016 14:14 Skýrsla Kidda Gun: Tindastóll með öll tromp gegn ÍR Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik ÍR og Tindastóls í Dominos-deild karla í körfubolta. 20. október 2016 23:36 Skýrsla Kidda Gun: Njarðvíkingar fórnarlömb vofunnar Kristinn G. Friðriksson gerir upp stórleik Keflavíkur og Njarðvíkur á sinn einstaka hátt. 6. janúar 2017 09:45 Skýrsla Kidda: Stjörnuprýtt lið Stjörnunnar í vandræðum Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik Stjörnunnar og ÍR í 2. umferð Domino's deildar karla. ÍR var grátlega nálægt því að stela sigri í Ásgarði 13. október 2016 23:28 Skýrsla Kidda Gun: Andlegt þrot hjá leikmönnum KR Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik Stjörnunnar og KR í 16. umferð Domino´s deildar karla í körfubolta sem fór fram í Garðabænum í gær. 16. desember 2016 09:00 Skýrsla Kidda Gun um leik KR og Njarðvíkur: Eins og í þætti af Twilight Zone Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik KR og Njarðvíkur í áttundu umferð Domino´s deildar karla í körfubolta sem fór fram í Vesturbænum í gær. 25. nóvember 2016 10:30 Skýrsla Kidda: Leikmenn Njarðvíkur starfa í skelfilegu atvinnuumhverfi ÍR rasskellti Njarðvík í Hellinum í gærkvöldi en Ljónin eru í allskonar vandræðum í sínum leik þessa dagana. 9. desember 2016 09:00 Skýrsla Kidda: Grindavík vinnur grannaslaginn á lokasekúndum Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik Grindavíkur og Þórs Þ. í 1. umferð Domino's deildar karla. 6. október 2016 23:06 Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Körfubolti Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Fleiri fréttir Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Sjá meira
Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik Stjörnunnar og Njarðvíkur í fjórtándu umferð Domino´s deildar karla í körfubolta sem fór fram í Garðabænum í gær. Leik Stjörnunnar og Njarðvíkur verður seint minnst sem fallegum boltaleik. Njarðvíkingar munu líklega geyma hann í minningunni vegna þess að þetta var jú leikurinn þegar liðið var í 10.sæti Domino‘s-deildarinnar og sigraði efsta lið þess, Stjörnuna, 72-74.Ósamræmdur sóknarleikur Leikurinn fór rólega af stað og ljóst frá fyrstu mínútu að liðin yrðu hæg í gang í sínum sóknarleik. Eftir fyrstu tvo hlutana varð hinsvegar ljóst að hvorugu liðinu myndi takast að koma vélinni úr hægagangi. Skyttur heimamanna voru í miklum vandræðum í fyrri hálfleik; Tómas Heiðar Tómasson, Arnþór Guðmundsson, Marvin Valdimarsson og nýi leikmaður liðsins, Anthony Odunsi, voru saman með 1/14 í skotum! Ef ekki hefði verið fyrir Hlyn Bæringsson og Eystein Bjarna Ævarsson hefði liðið vart séð til sólar í sóknarleik sínum í þessum fyrri hálfleik. Þessir tveir leikmenn voru þeir einu sem spiluðu af eðlilegri sóknargetu á meðan sóknarflæði liðsins náði aldrei að smella sér saman. Varnarleikur beggja liða var hinsvegar alltaf kröftugur og baráttan oftast til fyrirmyndar. Það má kenna varnarleiknum um einhvern hluta af slæmu gengi liðanna í sókn en hann útskýrir aldrei alla söguna. Leikmenn beggja liða hittu einfaldlega ekki úr sínum opnu skotum og voru þeir flestir mjög samtaka í því getuleysi. Logi Gunnarsson var eina skyttan inná vellinum sem var í rétta gírnum; Björn Kristjánsson fékk fá tækifæri til langskota en hann stjórnaði leiknum prýðilega lengst af fyrir gestina. Njarðvík hitti t.a.m. aðeins úr 3/12 þristum í fyrri hálfleik og Stjarnan 2/11! Flest skotin voru opin og góð en áran yfir þessum leik var duttlungafull og náði að smeygja sér inní leikmenn beggja liða með þessum hætti; leikmenn „hittu ekki hliðina á hlöðu“ eins og ónefndur sveitadurgur með sólbrenndan háls frá smábýli í Indiana-fylki hefur líklega fyrstur orðað. Þrátt fyrir þessa slæmu hittni voru liðin alltaf nálægt hvor öðru á töflunni og aldrei hætta á að annað myndi stinga af.Vísir/Eyþór Tárvotur söknuður í Shouse Hvorugu liðinu tókst að ná góðri stjórn á leiknum. Njarðvík átti spretti, Stjarnan átti spretti. Aldrei tókst þetta með afgerandi hætti hjá liðunum og oft aðeins tilviljanir sem réðu gangi leiksins. Björn og Jón Arnór Sverrisson náðu að stjórna Njarðvíkurliðinu ágætlega á köflum en sóknarvopnin voru ekki nægilega mörg. Oftar en ekki ríkti ákveðin glundroði í sóknarleik heimamanna, þrátt fyrir mörg beitt vopn. Odunsi, sem var fenginn til þess að opna leik liðsins og styðja við leikstjórnun Justin Shouse, náði ekki nægilegum tökum á síðarnefnda hlutverki sínu. Hann keyrði oft vel upp að körfu og fann oft samherja opin. Þessu skot fóru einfaldlega ekki niður og við það riðlaðist sóknarleikur liðsins meir og meir. Eftir fyrri hálfleikinn var kappinn kominn með fjögur stig, allt úr vítum, og þrjár stoðsendingar. Til að setja þetta í samhengi vil ég segja þetta: Odunsi endaði leikinn með þrjár stoðsendingar! Stjörnuliðið var með ellefu slíkar í fyrri hálfleik, í leikslok voru þær fimmtán! Þrátt fyrir þessa fáránlegu tölfræði áttu heimamenn alla möguleika á að vinna leikinn, og voru í raun algjörir klaufar að klára leikinn ekki betur en raun bar vitni. Odunsi kom Stjörnunni yfir, 72-70, með frábærri körfu eftir mjög kröftugt sóknarfrákast þegar aðeins mínúta var eftir. Það fór ekki á milli mála að sóknarleikur Stjörnunnar var með því versta sem liðið hefur sýnt í vetur. Ástæðurnar fyrir því liggja í ljósum logum inní miðju herberginu, við hlið bleika fílsins, Justin Shouse, sem ekki spilaði sökum heilahristings. Ég þori að fullyrða að ef hans hefði notið við í þessum leik hefðu úrslitin orðið önnur. Jújú, Stjarnan gerði næstum því nóg til að vinna leikinn og gaf sér öll tækifærin til þess en liðið gerði það spilandi óskipulagðan og tilviljunarkenndan sóknarleik, eitthvað sem hefði ekki gerst með skipstjóra með óútrunnið pungaprófið. Odunsi er ekki um að kenna í þessu hinsvegar heldur er það liðsheildin og þá sérstaklega lykilmenn innan hennar. Eini maðurinn sem átti eðlilegan leik var Hlynur; hann skoraði 24 stig, tók 18 fráköst og skilaði 42 af 90 framlagspunktum liðsins! Aðrir lykilmenn þess brugðust sjálfum sér, liðinu og áhorfendum. Tómas Tómasson og Arnþór Guðmundsson eru t.d. með saman 1/16 í skotum yfir allan leikinn og saman sex stig, fimm fráköst og sjö stoðsendingar! Þetta væru lágar tölur hjá öðrum hvorum yfir heilan leik, hvað þá báðum! Liðsheildin virkaði ekki í þessu umhverfi; leikstjórnandi liðsins var ekki á staðnum og enginn gat valdið hlutverkinu og liðsheildin gerði ekki nægilega mikið til að fela þessa vandræðalegu staðreynd.Vísir/Eyþór Betri er einn Björn í skógi en... Njarðvík voru alveg á pari með Stjörnunni þegar kom að lélegum sóknarleik en tilþrif kvöldsins átti Björn Kristjánsson í stöðunni 72-70 þegar 43 sekúndur lifðu leiks. Björn fær hindrun og fær við það Hlyn Bærings á sig; svellkaldur björninn reynir ekki að keyra á Hlyn, sem hefði verið skynsamlegast, heldur dregur hann upp í skot langt fyrir utan þriggja stiga línuna og smellir í andlitið á Hlyn, sem var þó með höndina í grillinu á Birni! Þetta skot var það sem skildi liðin að á endanum, flóknara var það ekki. Hinsvegar áttu heimamenn mjög gott tækifæri til að jafna þegar Tómas Tómasson brenndi úr upplögðu færi, skot sem hann myndi setja í níu af hverjum tíu tilraunum á eðlilegum degi.Vísir/Eyþór Leikmenn og lið Það er oft stutt í pirring og einbeitingarleysi þegar lið detta í svona undarlega frammistöðu. Hjá Stjörnumönnum vottaði fyrir klaufaskap og einbeitingarleysi undir blálokin og þar kristallaðist leikur liðsins: Tómas klikkar úr skotinu til að jafna og þegar sjö sekúndur voru eftir nær Ágúst Angantýsson frákasti, rekur boltann upp völlinn, nær ekki að gefa boltann og lítur aldrei á körfuna til að skjóta og tíminn rennur út!? Njarðvík á hrós skilið fyrir stálpunginn sem þurfti til að klára þennan erfiða leik. Logi átti skínandi leik, sérstaklega í fyrri hálfleik; Dempsey átti ágæta spretti í seinni en maður leiksins var Björn Kristjánsson, sem stjórnaði liðinu vel í erfiðum kringumstæðum og átti frábæran seinni hálfleik. Varnarelja liðsins á hrós skilið en hún var grunnurinn að sigrinum. Innkoma Dempsey inní liðið er verulega góð fyrir liðið; hún hefur opnað fyrir fleiri víddir í leik liðsins og í stað ákafs þriggja stiga bolta virðist liðið mun jarðtengdara í sínum leik. Leikmenn voru skynsamir á réttum augnablikum í gær og tóku hugrakkar ákvarðanir á réttum tímum. Þrátt fyrir slælegt gengi sem af er vetri býr mun meira í liðinu nú en fyrir áramót. Njarðvíkingar geta núna sagt: Við spiluðum illa á útivelli gegn efsta liðinu í deildinni og við unnum! Þetta er það eina sem leikmenn liðsins þurfa að vita fyrir framhaldið. Hlynur Bæringsson var langbestur heimamanna og bar liðið uppi á báðum endum vallarins; tók átta sóknarfráköst á meðan allt Njarðvíkurliðið tók tíu! Eysteinn Bjarni Ævarsson átti flotta innkomu í fyrri hálfleik. Odunsi var áberandi í leik liðsins en hafði ekki árangur sem erfiði, fyrir utan góðan sprett í þriðja hluta, og þarf að gera mun betur. Ekkert að kvarta yfir varnarleik liðsins en illa ígrundaður sóknarleikur liðsins lunga leiks hlýtur að vekja upp vangaveltur. Þegar jafn vel mannað lið og Stjarnan tapar tveimur leikjum í röð er hægt að ræða um krísu. Hafa ber hinsvegar í huga að breytingar hafa verið gerðar og liðið saknaði tilfinnanlega Justin Shouse í þessum leik. Þrátt fyrir það mun Stjörnuliðið þurfa að svara ýmsum spurningum í næstu leikjum: Er Anthony Odunsi rétti maðurinn fyrir liðið? Getur liðið misst lykilmann út án þess að sóknarleikurinn fari í bál og brand? Er liðsheildin nægilega sterk til að landa titli? Núna þarf mannskapurinn að kafa djúpt og sýna úr hverju liðið er gert.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Skýrsla Kidda Gun: Fjögurra mínútna dvöl í helvíti Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik Grindavíkur og Þórs frá Akureyri í fjórðu umferða Dominos-deildar karla í körfubolta sem fór fram í gær. 28. október 2016 08:30 Skýrsla Kidda Gun: Minnir ögn á „Sully“ hans Tom Hanks Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik Stjörnunnar og Grindavíkur í níundu umferð Domino´s deildar karla í körfubolta sem fór fram í Garðabænum í gær. 2. desember 2016 14:14 Skýrsla Kidda Gun: Tindastóll með öll tromp gegn ÍR Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik ÍR og Tindastóls í Dominos-deild karla í körfubolta. 20. október 2016 23:36 Skýrsla Kidda Gun: Njarðvíkingar fórnarlömb vofunnar Kristinn G. Friðriksson gerir upp stórleik Keflavíkur og Njarðvíkur á sinn einstaka hátt. 6. janúar 2017 09:45 Skýrsla Kidda: Stjörnuprýtt lið Stjörnunnar í vandræðum Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik Stjörnunnar og ÍR í 2. umferð Domino's deildar karla. ÍR var grátlega nálægt því að stela sigri í Ásgarði 13. október 2016 23:28 Skýrsla Kidda Gun: Andlegt þrot hjá leikmönnum KR Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik Stjörnunnar og KR í 16. umferð Domino´s deildar karla í körfubolta sem fór fram í Garðabænum í gær. 16. desember 2016 09:00 Skýrsla Kidda Gun um leik KR og Njarðvíkur: Eins og í þætti af Twilight Zone Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik KR og Njarðvíkur í áttundu umferð Domino´s deildar karla í körfubolta sem fór fram í Vesturbænum í gær. 25. nóvember 2016 10:30 Skýrsla Kidda: Leikmenn Njarðvíkur starfa í skelfilegu atvinnuumhverfi ÍR rasskellti Njarðvík í Hellinum í gærkvöldi en Ljónin eru í allskonar vandræðum í sínum leik þessa dagana. 9. desember 2016 09:00 Skýrsla Kidda: Grindavík vinnur grannaslaginn á lokasekúndum Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik Grindavíkur og Þórs Þ. í 1. umferð Domino's deildar karla. 6. október 2016 23:06 Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Körfubolti Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Fleiri fréttir Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Sjá meira
Skýrsla Kidda Gun: Fjögurra mínútna dvöl í helvíti Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik Grindavíkur og Þórs frá Akureyri í fjórðu umferða Dominos-deildar karla í körfubolta sem fór fram í gær. 28. október 2016 08:30
Skýrsla Kidda Gun: Minnir ögn á „Sully“ hans Tom Hanks Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik Stjörnunnar og Grindavíkur í níundu umferð Domino´s deildar karla í körfubolta sem fór fram í Garðabænum í gær. 2. desember 2016 14:14
Skýrsla Kidda Gun: Tindastóll með öll tromp gegn ÍR Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik ÍR og Tindastóls í Dominos-deild karla í körfubolta. 20. október 2016 23:36
Skýrsla Kidda Gun: Njarðvíkingar fórnarlömb vofunnar Kristinn G. Friðriksson gerir upp stórleik Keflavíkur og Njarðvíkur á sinn einstaka hátt. 6. janúar 2017 09:45
Skýrsla Kidda: Stjörnuprýtt lið Stjörnunnar í vandræðum Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik Stjörnunnar og ÍR í 2. umferð Domino's deildar karla. ÍR var grátlega nálægt því að stela sigri í Ásgarði 13. október 2016 23:28
Skýrsla Kidda Gun: Andlegt þrot hjá leikmönnum KR Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik Stjörnunnar og KR í 16. umferð Domino´s deildar karla í körfubolta sem fór fram í Garðabænum í gær. 16. desember 2016 09:00
Skýrsla Kidda Gun um leik KR og Njarðvíkur: Eins og í þætti af Twilight Zone Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik KR og Njarðvíkur í áttundu umferð Domino´s deildar karla í körfubolta sem fór fram í Vesturbænum í gær. 25. nóvember 2016 10:30
Skýrsla Kidda: Leikmenn Njarðvíkur starfa í skelfilegu atvinnuumhverfi ÍR rasskellti Njarðvík í Hellinum í gærkvöldi en Ljónin eru í allskonar vandræðum í sínum leik þessa dagana. 9. desember 2016 09:00
Skýrsla Kidda: Grindavík vinnur grannaslaginn á lokasekúndum Kristinn Geir Friðriksson, körfuboltasérfræðingur 365, fer yfir leik Grindavíkur og Þórs Þ. í 1. umferð Domino's deildar karla. 6. október 2016 23:06
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti