Síðasti dagur Baracks Obama í embætti Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. janúar 2017 07:00 Obama á sínum síðasta blaðamannafundi sem forseti. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sver embættiseið klukkan fimm að íslenskum tíma í dag. Stuttu áður sver Mike Pence embættiseið varaforseta. Athöfnin fer fram á tröppum þinghússins í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna. Forseti hæstaréttar, John Roberts, mun sverja Trump og Pence í embætti. Því næst munu fráfarandi forsetahjónin, Barack og Michelle Obama, yfirgefa svæðið í þyrlu. Trump heldur því næst innsetningarræðu sína og hlýðir á tónlist. Um kvöldið verða svo fjölmargar veislur. Obama, sem hefur gegnt embættinu í átta ár, hélt sinn síðasta blaðamannafund í gær. Þar stiklaði hann á stóru og óskaði forsetahjónunum fyrrverandi, George H. W. Bush og Barböru Bush, skjóts bata en þau voru lögð inn á spítala í vikunni. „Ég hef notið þess að vinna með ykkur. Það þýðir þó ekki að ég hafi notið hverrar einustu fréttar sem þið hafið flutt en það er eðli fjölmiðla. Þið eigið ekki að vera aðdáendur heldur gagnrýnendur. Þið eigið að spyrja krefjandi spurninga,“ sagði Obama við blaðamenn. Aðspurður um framtíð Bandaríkjanna undir stjórn Trumps sagði Obama: „Ég held að þetta verði allt í lagi.“ Rík hefð er fyrir því að fyrrverandi forsetar skipti sér ekki af verkum eftirmanna sinna. Obama sagðist þó tjá sig ef hann teldi grunngildum Bandaríkjanna ógnað.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sver embættiseið klukkan fimm að íslenskum tíma í dag. Stuttu áður sver Mike Pence embættiseið varaforseta. Athöfnin fer fram á tröppum þinghússins í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna. Forseti hæstaréttar, John Roberts, mun sverja Trump og Pence í embætti. Því næst munu fráfarandi forsetahjónin, Barack og Michelle Obama, yfirgefa svæðið í þyrlu. Trump heldur því næst innsetningarræðu sína og hlýðir á tónlist. Um kvöldið verða svo fjölmargar veislur. Obama, sem hefur gegnt embættinu í átta ár, hélt sinn síðasta blaðamannafund í gær. Þar stiklaði hann á stóru og óskaði forsetahjónunum fyrrverandi, George H. W. Bush og Barböru Bush, skjóts bata en þau voru lögð inn á spítala í vikunni. „Ég hef notið þess að vinna með ykkur. Það þýðir þó ekki að ég hafi notið hverrar einustu fréttar sem þið hafið flutt en það er eðli fjölmiðla. Þið eigið ekki að vera aðdáendur heldur gagnrýnendur. Þið eigið að spyrja krefjandi spurninga,“ sagði Obama við blaðamenn. Aðspurður um framtíð Bandaríkjanna undir stjórn Trumps sagði Obama: „Ég held að þetta verði allt í lagi.“ Rík hefð er fyrir því að fyrrverandi forsetar skipti sér ekki af verkum eftirmanna sinna. Obama sagðist þó tjá sig ef hann teldi grunngildum Bandaríkjanna ógnað.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Sjá meira