Lady Gaga leikur í Super Bowl auglýsingu Tiffany & Co
Ritstjórn skrifar
Lady Gaga er nýjasta andlit skartgripaframleiðandans Tiffany & Co. Söngkonan kemur fyrir í Super Bowl auglýsingu fyrirtækisins en hún er einnig aðal númerið í hálfleikssýningu þessa stærsta íþróttaviðburðar ársins í Bandaríkjunum.
Þetta verður í fyrsta skiptið sem að Tiffany & Co sýnir auglýsingu í kringum Super Bowl leikinn. Þetta er þó í annað skiptið sem að Lady Gaga kemur fram á Super Bowl leiknum en hún söng þjóðsöng Bandaríkjana fyrir leikinn á seinasta ári.