Aðalritari Sameinuðu þjóðanna varar við landamæraeftirliti sem byggir á fordómum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 31. janúar 2017 23:30 Antonio Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, segir að leggja þurfi áherslu á að landamæraeftirlit mismuni ekki fólki. Vísir/AFP Antonio Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, segir að leggja þurfi áherslu á að landamæraeftirlit mismuni ekki fólki. Talið er að með yfirlýsingu sinni vilji Guterres gagnrýna tilskipun Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem meinar ríkisborgurum sjö múslimalanda að ferðast til Bandaríkjanna. Tilskipunina undirritaði Trump síðastliðinn föstudag og sagði að um tímabundar aðgerðir væri að ræða. Hún meinar öllum ríkisborgurum Íraks, Írans, Líbíu, Sómalíu, Súdans, Sýrlands og Jemens inngöngu í Bandaríkin og gildir slíkt einnig um fólk frá þessum ríkjum sem eru handhafar græna kortsins. „Lönd hafa rétt á, og jafnvel ber þeim skylda til, að haga landamæraeftirliti á þann hátt að hryðjuverkasamtök nái ekki að skjóta þar rótum,“ sagði Guterres í dag. „Þetta má þó ekki byggja á nokkurs konar mismunun byggðri á trúarbrögðum, kynþætti eða þjóðerni. Það stríðir gegn þeim grundvallargildum sem samfélög okkar eru byggð á.“ Þó að Guterres hafi ekki nefnt Donald Trump Bandaríkjaforseta á nafn er talið að yfirlýsing Guterres sé viðbrgað við tilskipun Trump sem meinar ríkisborgunum sjö múslimalanda að ferðast til Bandaríkjanna. „Aðgerðir sem eru gerðar í blindni, en ekki byggðar á haldbærum gögnum, eiga það til að vera árangurslausar vegna þess að háþróuð hryðjuverkasamtök geta sneitt hjá þeim.“ sagði Guterres. Hann varaði einnig við því að aðgerðir sem byggðar eru á mismunun gæti vakið ótta og reiði sem gæti greitt veginn fyrir áróður hryðjuverkasamtaka. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna rekinn Sally Yates, hafði dregið lögmæti "múslimabannsins“ í efa. 31. janúar 2017 09:01 „Hef áhyggjur af því að forseti Bandaríkjanna sé fasisti, kvenhatari og rasisti“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, lýsir yfir áhyggjum vegna Bandaríkjaforseta. 31. janúar 2017 15:14 Íslensk stjórnvöld mótmæla tilskipun Trump Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur komið á framfæri mótmælum íslenskra stjórnvalda við tilskipun Bandaríkjaforseta um bann við komu flóttafólks og borgara sjö ríkja til Bandaríkjanna. 31. janúar 2017 12:48 Tusk segir ríkisstjórn Trump ógna ESB Setur Trump í sama flokk og Kína, Rússa og íslamista. 31. janúar 2017 15:46 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridgeskíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira
Antonio Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, segir að leggja þurfi áherslu á að landamæraeftirlit mismuni ekki fólki. Talið er að með yfirlýsingu sinni vilji Guterres gagnrýna tilskipun Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem meinar ríkisborgurum sjö múslimalanda að ferðast til Bandaríkjanna. Tilskipunina undirritaði Trump síðastliðinn föstudag og sagði að um tímabundar aðgerðir væri að ræða. Hún meinar öllum ríkisborgurum Íraks, Írans, Líbíu, Sómalíu, Súdans, Sýrlands og Jemens inngöngu í Bandaríkin og gildir slíkt einnig um fólk frá þessum ríkjum sem eru handhafar græna kortsins. „Lönd hafa rétt á, og jafnvel ber þeim skylda til, að haga landamæraeftirliti á þann hátt að hryðjuverkasamtök nái ekki að skjóta þar rótum,“ sagði Guterres í dag. „Þetta má þó ekki byggja á nokkurs konar mismunun byggðri á trúarbrögðum, kynþætti eða þjóðerni. Það stríðir gegn þeim grundvallargildum sem samfélög okkar eru byggð á.“ Þó að Guterres hafi ekki nefnt Donald Trump Bandaríkjaforseta á nafn er talið að yfirlýsing Guterres sé viðbrgað við tilskipun Trump sem meinar ríkisborgunum sjö múslimalanda að ferðast til Bandaríkjanna. „Aðgerðir sem eru gerðar í blindni, en ekki byggðar á haldbærum gögnum, eiga það til að vera árangurslausar vegna þess að háþróuð hryðjuverkasamtök geta sneitt hjá þeim.“ sagði Guterres. Hann varaði einnig við því að aðgerðir sem byggðar eru á mismunun gæti vakið ótta og reiði sem gæti greitt veginn fyrir áróður hryðjuverkasamtaka.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna rekinn Sally Yates, hafði dregið lögmæti "múslimabannsins“ í efa. 31. janúar 2017 09:01 „Hef áhyggjur af því að forseti Bandaríkjanna sé fasisti, kvenhatari og rasisti“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, lýsir yfir áhyggjum vegna Bandaríkjaforseta. 31. janúar 2017 15:14 Íslensk stjórnvöld mótmæla tilskipun Trump Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur komið á framfæri mótmælum íslenskra stjórnvalda við tilskipun Bandaríkjaforseta um bann við komu flóttafólks og borgara sjö ríkja til Bandaríkjanna. 31. janúar 2017 12:48 Tusk segir ríkisstjórn Trump ógna ESB Setur Trump í sama flokk og Kína, Rússa og íslamista. 31. janúar 2017 15:46 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridgeskíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira
Starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna rekinn Sally Yates, hafði dregið lögmæti "múslimabannsins“ í efa. 31. janúar 2017 09:01
„Hef áhyggjur af því að forseti Bandaríkjanna sé fasisti, kvenhatari og rasisti“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, lýsir yfir áhyggjum vegna Bandaríkjaforseta. 31. janúar 2017 15:14
Íslensk stjórnvöld mótmæla tilskipun Trump Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur komið á framfæri mótmælum íslenskra stjórnvalda við tilskipun Bandaríkjaforseta um bann við komu flóttafólks og borgara sjö ríkja til Bandaríkjanna. 31. janúar 2017 12:48
Tusk segir ríkisstjórn Trump ógna ESB Setur Trump í sama flokk og Kína, Rússa og íslamista. 31. janúar 2017 15:46