Tilnefnir nýjan hæstaréttardómara í kvöld: Trump boðar tvo dómara til Washington atli ísleifsson skrifar 31. janúar 2017 21:53 Thomas Hardiman og Neil Gorsuch eru taldir líklegastir. Donald Trump Bandaríkjaforseti mun tilkynna um hvern hann tilnefnir sem nýjan dómara við hæstarétt Bandaríkjanna í kvöld. Trump hefur boðað þá tvo sem til greina koma, dómarana Neil Gorsuch og Thomas Hardiman, til Washington.CNN greinir frá þessu, en samkvæmt heimildum þeirra þykir Goruch líklegri kosturinn á þessari stundu. Vitað er að Gorsuch er í Washington og þá sást til Hardiman yfirgefa Pittsburgh í morgun og aka í austurátt, áleiðis til höfuðborgarinnar. Í frétt SVT kemur fram að hinn 49 ára Gorsuch sé þekktur fyrir skörp og vel rökstudd álit sín og sé álitinn bókstafstrúarmaður þegar kemur að túlkun stjórnarskrárinnar. Hann túlkar því texta stjórnarskrárinnar frá 1789 mjög bókstaflega. Gorsuch starfar við alríkisdómstólinn í Dener og hefur ítrekað verið mikill málsvari trúfrelsis. Gorsuch hefur meðal annars sett sig upp á móti þeim hluta sjúkratryggingakerfis Barack Obama sem felur í sér að starfsmannatryggingar atvinnuveitenda skuli einnig taka til getnaðarvarna, sem trúarhópar hafa margir gagnrýnt. Hinn 51 árs Hardiman starfar við alríkisdómstólinn í Philadelphia og hafa íhaldsmenn margir mært hann fyrir ritverk sín þar sem hann hefur varið rétt fólks til að bera vopn. Staða í hæstarétti Bandaríkjanna losnaði þegar hinn íhaldssami Antonin Scalia féll óvænt frá fyrir um ári. Barack Obama Bandaríkjaforseti tilnefndi Merrick Garland sem nýjan dómara, en öldungadeild Bandaríkjaþings, þar sem Repúblikanar voru og eru í meirihluta, neituðu að staðfesta tilnefninguna.I have made my decision on who I will nominate for The United States Supreme Court. It will be announced live on Tuesday at 8:00 P.M. (W.H.)— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 30, 2017 Donald Trump Tengdar fréttir Hver er Merrick Garland? Barack Obama hefur tilnefnt Merrick Garland sem nýjan dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna. 16. mars 2016 14:55 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti mun tilkynna um hvern hann tilnefnir sem nýjan dómara við hæstarétt Bandaríkjanna í kvöld. Trump hefur boðað þá tvo sem til greina koma, dómarana Neil Gorsuch og Thomas Hardiman, til Washington.CNN greinir frá þessu, en samkvæmt heimildum þeirra þykir Goruch líklegri kosturinn á þessari stundu. Vitað er að Gorsuch er í Washington og þá sást til Hardiman yfirgefa Pittsburgh í morgun og aka í austurátt, áleiðis til höfuðborgarinnar. Í frétt SVT kemur fram að hinn 49 ára Gorsuch sé þekktur fyrir skörp og vel rökstudd álit sín og sé álitinn bókstafstrúarmaður þegar kemur að túlkun stjórnarskrárinnar. Hann túlkar því texta stjórnarskrárinnar frá 1789 mjög bókstaflega. Gorsuch starfar við alríkisdómstólinn í Dener og hefur ítrekað verið mikill málsvari trúfrelsis. Gorsuch hefur meðal annars sett sig upp á móti þeim hluta sjúkratryggingakerfis Barack Obama sem felur í sér að starfsmannatryggingar atvinnuveitenda skuli einnig taka til getnaðarvarna, sem trúarhópar hafa margir gagnrýnt. Hinn 51 árs Hardiman starfar við alríkisdómstólinn í Philadelphia og hafa íhaldsmenn margir mært hann fyrir ritverk sín þar sem hann hefur varið rétt fólks til að bera vopn. Staða í hæstarétti Bandaríkjanna losnaði þegar hinn íhaldssami Antonin Scalia féll óvænt frá fyrir um ári. Barack Obama Bandaríkjaforseti tilnefndi Merrick Garland sem nýjan dómara, en öldungadeild Bandaríkjaþings, þar sem Repúblikanar voru og eru í meirihluta, neituðu að staðfesta tilnefninguna.I have made my decision on who I will nominate for The United States Supreme Court. It will be announced live on Tuesday at 8:00 P.M. (W.H.)— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 30, 2017
Donald Trump Tengdar fréttir Hver er Merrick Garland? Barack Obama hefur tilnefnt Merrick Garland sem nýjan dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna. 16. mars 2016 14:55 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Hver er Merrick Garland? Barack Obama hefur tilnefnt Merrick Garland sem nýjan dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna. 16. mars 2016 14:55