Íslenski boltinn

Út hjá KSÍ, inn hjá FIFA

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Geir hefur starfað hjá KSÍ rúma tvo áratugi.
Geir hefur starfað hjá KSÍ rúma tvo áratugi. vísir/stefán
Geir Þorsteinsson, fráfarandi formaður KSÍ, hefur verið skipaður í nefnd hjá FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandinu.

Samkvæmt frétt á ksi.is hefur FIFA unnið að endurskipulagningu á hlutverki nefnda sambandsins og fjölda þeirra undanfarna mánuði.

Nefndunum var fækkað úr 24 niður í níu og nýverið var skipað í þessar nefndir. Geir var skipaður í Member Association Committe tímabilið 2017-21. Nefndin fjallar um málefni aðildarsambanda FIFA.

Geir hefur verið formaður KSÍ frá 2007. Í byrjun þessa árs tilkynnti Geir að hann ætlaði ekki að gefa áfram kost á sér til formennsku.

Björn Einarsson og Guðni Bergsson eru í framboði til formanns en kosið verður á ársþingi KSÍ í Vestmannaeyjum 11. febrúar næstkomandi.


Tengdar fréttir

Geir gefur ekki kost á sér til formanns KSÍ

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, hefur ákveðið að gefa ekki áfram kost á sér til formanns KSÍ. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá honum sem er má sjá í heild sinni hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×