Hvaðan fær Trump valdið til að setja forsetatilskipanir? Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. janúar 2017 14:00 Donald Trump með eina af forsetatilskipunum sínum. Nordicphotos/AFP Fyrsta vika forsetatíðar Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur helst markast af tvennu. Ágreiningi og tilskipunum Donald Trump hefur ávallt verið umdeildur og því ætti hann að vera vanur því að um hann og gjörðir hans sé deilt. Hann er þó ekki vanur því að hafa heila ríkisstjórn og fjölmargar ríkisstofnanir undir sínum hatti. Eitt af því sem fylgir því að vera forseti Bandaríkjanna er að geta sett tilskipanir sem ríkisstjórnin og ríkisstofnanir vinna eftir. Trump hefur látið til sín taka á fyrstu dögum hans sem forseti og alls sett sex tilskipanir, hver annarri umdeildari. Á vef Washington Post og BBC er reynt að svara því hvað slíkar tilskipanir fela í sér, hver sé saga þeirra og hvaðan forsetinn fái heimild til þess að leggja fram slíkar tilskipanir.Helstu verk Donald Trump frá embættistökuHvað er forsetatilskipun? Tilskipun er í raun stefnuyfirlýsing forseta til ríkisstjórnar sinnar eða ríkisstofnanna þar sem kemur fram á hvaða hátt hún eða þær eigi að starfa í tiltekum málum. Með tilskipun er forsetinn ekki að setja ný lög eða veita stofnunum aukið fjármagn til þess að sinna sínum verkefnum, það er hlutverk Bandaríkjaþings. Sem dæmi má nefna að tilskipun Donald Trump um að byggja skuli umdeildan múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó felur eingöngu í sér að því er lýst yfir að bygging slíks múrs sé forgangsverkefni ríkistjórnarinnar og viðeigandi ráðuneyti skuli nýta hluta af fjármagni sínu til þess að koma verkefninu af stað. Vilji Donald Trump fá fjármagn til þess að reisa múrinn sjálfan þarf þingið hins vegar að koma til enda hefur það fjárveitingarvald í Bandaríkjunum. Vald forseta til þess að leggja fram tilskipun kemur frá 2. grein bandarísku stjórnarskrárinnar þar sem segir að „[f]ramkvæmdarvaldið skal vera falið forseta Bandaríkja Ameríku.“ Tilskipanir geta í raun fjallað um allt milli himins og jarðar, allt frá umdeildum tilskipunum Donald Trump til tilskipun Barack Obama, forvera Trump í starfi, um að ríkisstofnanir ættu að vera lokaðar eftir hádegi á aðfangadag 2015. Bandaríkjaþing getur sett lög sem nemur hverja tilskipun fyrir sig úr gildi en forseti getur fellt þau úr gildi með neitunarvaldi sínu.Eru afar umdeildarÓhætt er að segja að þær tilskipanir sem Donald Trump hefur þegar lagt fram séu umdeildar. Tilskipanirnar eru þó í eðli sínu umdeildar, óháð umfjöllunarefni. Gagnrýni á tilskipanir forseta grundvallast fyrst og fremst á því að með þeim sé forsetinn að fara út fyrir valdsvið sitt. Umdeildasta tilskipun Trump, um ferðabann frá tilteknum löndum til Bandaríkjanna sem og ótímabundið bann á móttöku flóttamanna frá Sýrlandi, hefur einnig verið gagnrýnd á sömu nótum, auk þess sem að hún hefur verið gagnrýnd út frá mannúðarsjónarmiðum. Alríkisdómari hefur enda komið í veg fyrir að Bandaríkin geti vísað fólki á brott vegna forsetatilskipunarinnar vegna þess að grunur sé um að verið sé að brjóta á rétti þeirra sem um ræðir. Barack Obama var til að mynda harðlega gagnrýndur af andstæðingum sínum þegar hann gaf út tilskipun þess efnis að ekki væri hægt að reka börn ólöglegra innflytjenda úr landi. Héldu þeir fram að Obama væri í raun að fara út fyrir valdsvið sitt og að tilskipunin væri ígildi lagasetningar.Obama gaf út fleiri tilskipanir en Trump á fyrstu dögunumÞrátt fyrir að svo virðist sem að Donald Trump hafi verið afar skilvirkur í að gefa út tilskipanir er alls ekki óalgengt að forsetar nýti fyrstu dagana til þess að gefa út slíkar tilskipanir. Trump hefur til þessa gefið út sex tilskipanir en árið 2009 gaf Obama út níu tilskipanir á fyrstu níu dögum sínum í embætti. Alls gaf hann út sextán tilskipanir á fyrstu tveimur mánuðunum í embætti.Hér má sjá lista yfir fjölda tilskipina eftir forseta og má þar sjá að Franklin Delano Roosevelt var langatkvæðamestur þegar kemur að tilskipunum en hann gaf alls út 3721 tilskipun. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump: Blátt bann við komu 134 milljóna múslima til Bandaríkjanna Tilskipun sem forseti Bandaríkjanna undirritaði í gær nær einnig til flóttafólks og handhafa græna kortsins. 28. janúar 2017 20:21 Dómari greip inn í tilskipun Trump Kom í veg fyrir að hægt væri að vísa fólki á brott um tíma. 29. janúar 2017 08:37 Íslenskir þingmenn fordæma tilskipun Bandaríkjaforseta Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, mun koma áleiðis skýrum skilaboðum stjórnvalda sem fordæma tilskipun forseta Bandaríkjanna sem bannar ríkisborgurum sjö þjóða að koma til landsins. 30. janúar 2017 05:00 Mótmælt víða um Bandaríkin Mótmæla ákvörðun Bandaríkjaforseta um að loka landamærum fyrir innflytjendum. 29. janúar 2017 22:15 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Fyrsta vika forsetatíðar Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur helst markast af tvennu. Ágreiningi og tilskipunum Donald Trump hefur ávallt verið umdeildur og því ætti hann að vera vanur því að um hann og gjörðir hans sé deilt. Hann er þó ekki vanur því að hafa heila ríkisstjórn og fjölmargar ríkisstofnanir undir sínum hatti. Eitt af því sem fylgir því að vera forseti Bandaríkjanna er að geta sett tilskipanir sem ríkisstjórnin og ríkisstofnanir vinna eftir. Trump hefur látið til sín taka á fyrstu dögum hans sem forseti og alls sett sex tilskipanir, hver annarri umdeildari. Á vef Washington Post og BBC er reynt að svara því hvað slíkar tilskipanir fela í sér, hver sé saga þeirra og hvaðan forsetinn fái heimild til þess að leggja fram slíkar tilskipanir.Helstu verk Donald Trump frá embættistökuHvað er forsetatilskipun? Tilskipun er í raun stefnuyfirlýsing forseta til ríkisstjórnar sinnar eða ríkisstofnanna þar sem kemur fram á hvaða hátt hún eða þær eigi að starfa í tiltekum málum. Með tilskipun er forsetinn ekki að setja ný lög eða veita stofnunum aukið fjármagn til þess að sinna sínum verkefnum, það er hlutverk Bandaríkjaþings. Sem dæmi má nefna að tilskipun Donald Trump um að byggja skuli umdeildan múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó felur eingöngu í sér að því er lýst yfir að bygging slíks múrs sé forgangsverkefni ríkistjórnarinnar og viðeigandi ráðuneyti skuli nýta hluta af fjármagni sínu til þess að koma verkefninu af stað. Vilji Donald Trump fá fjármagn til þess að reisa múrinn sjálfan þarf þingið hins vegar að koma til enda hefur það fjárveitingarvald í Bandaríkjunum. Vald forseta til þess að leggja fram tilskipun kemur frá 2. grein bandarísku stjórnarskrárinnar þar sem segir að „[f]ramkvæmdarvaldið skal vera falið forseta Bandaríkja Ameríku.“ Tilskipanir geta í raun fjallað um allt milli himins og jarðar, allt frá umdeildum tilskipunum Donald Trump til tilskipun Barack Obama, forvera Trump í starfi, um að ríkisstofnanir ættu að vera lokaðar eftir hádegi á aðfangadag 2015. Bandaríkjaþing getur sett lög sem nemur hverja tilskipun fyrir sig úr gildi en forseti getur fellt þau úr gildi með neitunarvaldi sínu.Eru afar umdeildarÓhætt er að segja að þær tilskipanir sem Donald Trump hefur þegar lagt fram séu umdeildar. Tilskipanirnar eru þó í eðli sínu umdeildar, óháð umfjöllunarefni. Gagnrýni á tilskipanir forseta grundvallast fyrst og fremst á því að með þeim sé forsetinn að fara út fyrir valdsvið sitt. Umdeildasta tilskipun Trump, um ferðabann frá tilteknum löndum til Bandaríkjanna sem og ótímabundið bann á móttöku flóttamanna frá Sýrlandi, hefur einnig verið gagnrýnd á sömu nótum, auk þess sem að hún hefur verið gagnrýnd út frá mannúðarsjónarmiðum. Alríkisdómari hefur enda komið í veg fyrir að Bandaríkin geti vísað fólki á brott vegna forsetatilskipunarinnar vegna þess að grunur sé um að verið sé að brjóta á rétti þeirra sem um ræðir. Barack Obama var til að mynda harðlega gagnrýndur af andstæðingum sínum þegar hann gaf út tilskipun þess efnis að ekki væri hægt að reka börn ólöglegra innflytjenda úr landi. Héldu þeir fram að Obama væri í raun að fara út fyrir valdsvið sitt og að tilskipunin væri ígildi lagasetningar.Obama gaf út fleiri tilskipanir en Trump á fyrstu dögunumÞrátt fyrir að svo virðist sem að Donald Trump hafi verið afar skilvirkur í að gefa út tilskipanir er alls ekki óalgengt að forsetar nýti fyrstu dagana til þess að gefa út slíkar tilskipanir. Trump hefur til þessa gefið út sex tilskipanir en árið 2009 gaf Obama út níu tilskipanir á fyrstu níu dögum sínum í embætti. Alls gaf hann út sextán tilskipanir á fyrstu tveimur mánuðunum í embætti.Hér má sjá lista yfir fjölda tilskipina eftir forseta og má þar sjá að Franklin Delano Roosevelt var langatkvæðamestur þegar kemur að tilskipunum en hann gaf alls út 3721 tilskipun.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump: Blátt bann við komu 134 milljóna múslima til Bandaríkjanna Tilskipun sem forseti Bandaríkjanna undirritaði í gær nær einnig til flóttafólks og handhafa græna kortsins. 28. janúar 2017 20:21 Dómari greip inn í tilskipun Trump Kom í veg fyrir að hægt væri að vísa fólki á brott um tíma. 29. janúar 2017 08:37 Íslenskir þingmenn fordæma tilskipun Bandaríkjaforseta Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, mun koma áleiðis skýrum skilaboðum stjórnvalda sem fordæma tilskipun forseta Bandaríkjanna sem bannar ríkisborgurum sjö þjóða að koma til landsins. 30. janúar 2017 05:00 Mótmælt víða um Bandaríkin Mótmæla ákvörðun Bandaríkjaforseta um að loka landamærum fyrir innflytjendum. 29. janúar 2017 22:15 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Trump: Blátt bann við komu 134 milljóna múslima til Bandaríkjanna Tilskipun sem forseti Bandaríkjanna undirritaði í gær nær einnig til flóttafólks og handhafa græna kortsins. 28. janúar 2017 20:21
Dómari greip inn í tilskipun Trump Kom í veg fyrir að hægt væri að vísa fólki á brott um tíma. 29. janúar 2017 08:37
Íslenskir þingmenn fordæma tilskipun Bandaríkjaforseta Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, mun koma áleiðis skýrum skilaboðum stjórnvalda sem fordæma tilskipun forseta Bandaríkjanna sem bannar ríkisborgurum sjö þjóða að koma til landsins. 30. janúar 2017 05:00
Mótmælt víða um Bandaríkin Mótmæla ákvörðun Bandaríkjaforseta um að loka landamærum fyrir innflytjendum. 29. janúar 2017 22:15