Íslenskir þingmenn fordæma tilskipun Bandaríkjaforseta Sveinn Arnarsson skrifar 30. janúar 2017 05:00 Tilskipun Trumps hefur verið harðlega gagnrýnd um allan heim. vísir/epa Stjórnmálaleiðtogar vítt og breitt um heiminn hafa fordæmt umdeilda tilskipun Bandaríkjaforseta um að loka landamærum tímabundið fyrir ríkisborgurum sjö þjóða. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir íslensk stjórnvöld ætla að senda skýr skilaboð og mun hann kalla forsvarsmenn bandarískra stjórnvalda á sinn fund. „Þetta er eitthvað sem veldur okkur miklum áhyggjum. Við munum koma þeim skilaboðum skýrt til bandarískra stjórnvalda á næstu dögum,“ segir Guðlaugur Þór. „Það er að teiknast upp mun ógeðslegri mynd, strax á fyrstu dögum hans í embætti, en maður gat í raun ímyndað sér í fyrstu,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, um Donald Trump Bandaríkjaforseta. „Þessi embættisverk geta verið vatn á myllu öfgasamtaka og því þurfum við að vera samstíga um sterk skilaboð frá okkur. Svona vinnubrögðum eigum við að mótmæla kröftuglega.“ Ringulreið skapaðist á flugvöllum vestanhafs í fyrrakvöld, eftir að tilskipun Bandaríkjaforseta tók gildi. Landamærum ríkisins hefur verið lokað tímabundið fyrir ríkisborgurum Jemens, Sýrlands, Sómalíu, Súdans, Íraks, Írans og Líbíu. Tilskipun forsetans nær einnig til þeirra sem þegar hafa fengið vegabréfsáritun. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir tilskipun Bandaríkjaforseta ömurlega. „Við eigum að fordæma þessa hegðun. Utanríkisráðherra hefur tekið málið föstum tökum. Við munum vinna áfram að málinu í vikunni og skýra afstöðu okkar,“ segir Benedikt. „Það er mikilvægt að íslensk stjórnvöld sendi frá sér harða gagnrýni á þetta framferði. Stjórnvöld um nær allan hinn vestræna heim hafa risið upp og fordæmt þessa hegðun. Við eigum að senda skýr skilaboð,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata. Hollande Frakklandsforseti sem og Theresa May, forsætisráðherra Breta, gagnrýndu Trump í gær. Sigurður Ingi Jóhannsson, fyrrverandi forsætisráðherra, segir tilskipun Trumps hreina og beina mannvonsku. „Þetta er niðurlægjandi fyrir alla aðila og ekki síst hann sjálfan. Á meðan munum við taka á móti sýrlensku flóttafólki sem hreint andsvar við stefnu Bandaríkjaforseta,“ segir Sigurður Ingi.Sér ekki mun á ISIS og Trump „Þetta er rasismi og við eigum ekki að vingast við svona fólk,“ segir Salmann Tamimi, formaður Félags múslima hér á landi. „Ég minni á að Hitler var kosinn í lýðræðislegum kosningum og þetta er sama hugmyndafræði, að sundra þjóðum og skipta fólki í tvo hópa, hverju á móti öðru.“ Salmann segist ekki lengur sjá mun á Trump og ISIS. Hann segir vinnubrögð Trumps heimsku sem muni koma Bandaríkjunum illa þegar fram í sækir. „Trump vill nú amerískt land fyrir Ameríkana, þetta er sama djöfulsins ruglið og í ISIS. Þetta er sorglegt, við lifum á 21. öldinni en samt lifum við tíma þar sem skipting heimsbyggðarinnar hefur aldrei verið meiri,“ bætir Salmann við.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Stjórnmálaleiðtogar vítt og breitt um heiminn hafa fordæmt umdeilda tilskipun Bandaríkjaforseta um að loka landamærum tímabundið fyrir ríkisborgurum sjö þjóða. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir íslensk stjórnvöld ætla að senda skýr skilaboð og mun hann kalla forsvarsmenn bandarískra stjórnvalda á sinn fund. „Þetta er eitthvað sem veldur okkur miklum áhyggjum. Við munum koma þeim skilaboðum skýrt til bandarískra stjórnvalda á næstu dögum,“ segir Guðlaugur Þór. „Það er að teiknast upp mun ógeðslegri mynd, strax á fyrstu dögum hans í embætti, en maður gat í raun ímyndað sér í fyrstu,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, um Donald Trump Bandaríkjaforseta. „Þessi embættisverk geta verið vatn á myllu öfgasamtaka og því þurfum við að vera samstíga um sterk skilaboð frá okkur. Svona vinnubrögðum eigum við að mótmæla kröftuglega.“ Ringulreið skapaðist á flugvöllum vestanhafs í fyrrakvöld, eftir að tilskipun Bandaríkjaforseta tók gildi. Landamærum ríkisins hefur verið lokað tímabundið fyrir ríkisborgurum Jemens, Sýrlands, Sómalíu, Súdans, Íraks, Írans og Líbíu. Tilskipun forsetans nær einnig til þeirra sem þegar hafa fengið vegabréfsáritun. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir tilskipun Bandaríkjaforseta ömurlega. „Við eigum að fordæma þessa hegðun. Utanríkisráðherra hefur tekið málið föstum tökum. Við munum vinna áfram að málinu í vikunni og skýra afstöðu okkar,“ segir Benedikt. „Það er mikilvægt að íslensk stjórnvöld sendi frá sér harða gagnrýni á þetta framferði. Stjórnvöld um nær allan hinn vestræna heim hafa risið upp og fordæmt þessa hegðun. Við eigum að senda skýr skilaboð,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata. Hollande Frakklandsforseti sem og Theresa May, forsætisráðherra Breta, gagnrýndu Trump í gær. Sigurður Ingi Jóhannsson, fyrrverandi forsætisráðherra, segir tilskipun Trumps hreina og beina mannvonsku. „Þetta er niðurlægjandi fyrir alla aðila og ekki síst hann sjálfan. Á meðan munum við taka á móti sýrlensku flóttafólki sem hreint andsvar við stefnu Bandaríkjaforseta,“ segir Sigurður Ingi.Sér ekki mun á ISIS og Trump „Þetta er rasismi og við eigum ekki að vingast við svona fólk,“ segir Salmann Tamimi, formaður Félags múslima hér á landi. „Ég minni á að Hitler var kosinn í lýðræðislegum kosningum og þetta er sama hugmyndafræði, að sundra þjóðum og skipta fólki í tvo hópa, hverju á móti öðru.“ Salmann segist ekki lengur sjá mun á Trump og ISIS. Hann segir vinnubrögð Trumps heimsku sem muni koma Bandaríkjunum illa þegar fram í sækir. „Trump vill nú amerískt land fyrir Ameríkana, þetta er sama djöfulsins ruglið og í ISIS. Þetta er sorglegt, við lifum á 21. öldinni en samt lifum við tíma þar sem skipting heimsbyggðarinnar hefur aldrei verið meiri,“ bætir Salmann við.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira