Fótbolti

UEFA vill fá 16 sæti í 48 liða HM

Eiríkur Stefán Ásgeirssson skrifar
Gianni Infantino, forseti FIFA, og Aleksander Ceferin bregða á leik.
Gianni Infantino, forseti FIFA, og Aleksander Ceferin bregða á leik. Vísir/AFP
Aleksander Ceferin, forseti Knattspyrnusambands Evrópu, mun fara fram á að Evrópa fái sextán sæti í þeirra í 48 liða heimsmeistarakeppni sem hefur verið boðið frá og með HM 2026.

Evrópa er sem stendur með þrettán sæti í hefðbundinni 32 liða keppni og yrði því aðeins um þrjú aukasæti að ræða.

Ceferin sagði þetta á fundi framkvæmdastjórnar UEFA í Nyon í Sviss en allir meðlimir stjórnarinnar samþykktu tillögur forsetans.

Sjá einnig: 48 liða HM samþykkt hjá FIFA

Ekki hefur verið tilkynnt hvernig aukasætunum verði skipt á milli heimsálfa en fyrirfram er reiknað með því að hlutfallslega verði aukningin mest í Asíu og Afríku.

Ceferin sagði í viðtali á BBC að það væri raunhæft að Evrópa fengi þrjú aukasæti. Þá vill UEFA enn fremur að evrópsku liðunum verði haldið aðskildum í riðlakeppninni.

Líklegt er að liðunum 48 verði skipt í 16 þriggja liða riðla á HM. Samkvæmt því yrði ein Evrópuþjóð í hverjum riðli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×