Jeff Sessions: Þótti ekki hæfur í dómarasæti en er nú dómsmálaráðherra Samúel Karl Ólason skrifar 9. febrúar 2017 12:00 Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Vísir/AFP Öldungadeildarþingmaðurinn umdeildi, Jeff Sessions, frá Alabama var í gær staðfestur sem dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Þingmenn kusu að mestu eftir flokkslínum, en einn demókrati studdi Sessions og atkvæðagreiðslan fór 52 gegn 47. Sessions er mjög umdeildur maður í bandarískum stjórnmálum. Áður en hann varð þingmaður var hann dómsmálaráðherra Alabama og var hann lengi sakaður um rasisma. Hann sóttist einnig eftir sæti alríkisdómara árið 1986 en nefnd öldungadeildarþingmanna neitaði Sessions um sætið. Meðal annars vegna rasískra ummæla sem Sessions mun hafa sagt. Meðal þess sem hann hefur verið sakaður um er að hafa gert allt sem hann gat til að koma í veg fyrir að svartir gætu kosið þegar hann var dómsmálaráðherra Alabama. Þá hefur hann einnig verið gagnrýndur harðlega fyrir gamlan brandara um Ku Klux Klan. Þar sagði hann að samtökin væru „allt í lagi“ þar til hann komst að því að þeir neyttu marijúana. Hann hefur meðal annars einnig verið sakaður um að kalla svartan saksóknara „dreng“ eða „boy“ og sagt honum að passa sig á því hvernig hann talaði við hvítt fólk. Sessions hefur ávallt neitað fyrir rasisma og segir ásakanir um að hann hafi stutt KKK vera alfarið rangar. Hann segir þá mynd sem hefur verið dregin upp af honum vera ranga. Meðal þeirra sem hafa fagnað staðfestingu Sessions er David Duke, þjóðernissinni og fyrrverandi leiðtogi KKK.Law & Order, welcome back...#GOODNEWS #AmericaFirst #MAGA pic.twitter.com/q5MozT0wMv— David Duke (@DrDavidDuke) February 9, 2017Sessions varð dómsmálaráðherra Alabama eftir að áðurnefnd þingnefnd neitaði að gera hann að dómara og árið 1996 var hann fyrst kjörinn á öldungadeild Bandaríkjaþings. Árið 2013 leiddi hann átak þingmanna til að koma í veg fyrir endurbætur á innflytjendakerfi Bandaríkjanna. Samkvæmt Guardian mynduðust sterk tengsl á milli Sessions og Breitbart á þeim tíma. Steve Bannon, sérstakur ráðgjafi Donald Trump, var þá ritstjóri Breitbart.Þá varð Sessions einn af allra fyrstu stuðningsmönnum Trump þegar hann lýsti yfir stuðningi við forsetaframboð hans í febrúar í fyrra. Náin tengsl Sessions og Trump hafa verið áhyggjuefni meðal þingmanna demókrata þar sem þeir segjast hafa áhyggjur af því að Sessions yrði ekki nægjanlega sjálfstæður dómsmálaráðherra. Staðfesting Sessions gekk ekki greiðlega fyrir sig vegna mikilla mótmæla þingmanna Demókrataflokksins. Meðal annars var Elizabeth Warren meinað að tjá sig eftir að hún byrjaði að lesa bréf Coretta Scott King, ekkju Martin Luther King frá árinu 1986. Bréfið skrifaði hún þá til að mótmæla tilnefningu Sessions í embætti alríkisdómara vegna þess að hann hefði komið í veg fyrir að svartir Bandaríkjamenn gætu kosið. Eftir það stigu aðrir þingmenn demókrata í pontu og lásu sama bréf upp.Sessions hefur varið umtalsverðum hluta af ferli sínum í að berjast gegn því að innflytjendur, jafnt löglegir sem ólöglegir, komi til Bandaríkjanna. Samkvæmt BBC hefur hann sagt að draga eigi verulega úr fjölda löglegra innflytjenda til Bandaríkjanna til að vernda störf. Hann hefur lýst yfir stuðningi við byggingu veggs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Árið 2015 skrifaði hann handbók fyrir þingmenn Repúblikana varðandi innflytjendur þar sem hann segir innflytjendur valda lægri launum þar í landi, hærra atvinnuleysi og hærri skattbyrði. Sessions, eins og svo margir aðrir repúblikanar, er mótfallinn lögleiðingu hjónabanda samkynhneigðra og er andsnúinn auknum réttindum LGBT-fólks yfir höfuð. Á árunum 2000 og 2009 kaus hann gegn frumvörpum sem hefðu fellt ofbeldi sem byggir á kynhneigð undir hatursglæpalög. Þá lýsti hann yfir mikilli andstöðu við niðurstöðu Hæstaréttar Bandaríkjanna árið 2015, að leyfa hjónabönd samkynhneigðra. Árið 1996 barðist hann harðlega gegn því að samtök LGBT-fólks héldi ráðstefnu í háskóla í Alabama. Meðal annars hótaði hann að lögsækja forsvarsmenn skólans á grundvelli laga frá 1992. Þau lög bönnuðu opinberum skólum að fjármagna samtök eða hópa sem stuðla að hátterni sem lög um „saurlífi og óviðeigandi kynferðislegu hátterni“ banna. Á þriðjudaginn hét hann því þó að fylgja lögum varðandi réttindi LGBT-fólks. Hér að neðan má sjá ræðu Sessions frá því í gær, eftir að atkvæðagreiðslan hafði farið fram. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Sjá meira
Öldungadeildarþingmaðurinn umdeildi, Jeff Sessions, frá Alabama var í gær staðfestur sem dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Þingmenn kusu að mestu eftir flokkslínum, en einn demókrati studdi Sessions og atkvæðagreiðslan fór 52 gegn 47. Sessions er mjög umdeildur maður í bandarískum stjórnmálum. Áður en hann varð þingmaður var hann dómsmálaráðherra Alabama og var hann lengi sakaður um rasisma. Hann sóttist einnig eftir sæti alríkisdómara árið 1986 en nefnd öldungadeildarþingmanna neitaði Sessions um sætið. Meðal annars vegna rasískra ummæla sem Sessions mun hafa sagt. Meðal þess sem hann hefur verið sakaður um er að hafa gert allt sem hann gat til að koma í veg fyrir að svartir gætu kosið þegar hann var dómsmálaráðherra Alabama. Þá hefur hann einnig verið gagnrýndur harðlega fyrir gamlan brandara um Ku Klux Klan. Þar sagði hann að samtökin væru „allt í lagi“ þar til hann komst að því að þeir neyttu marijúana. Hann hefur meðal annars einnig verið sakaður um að kalla svartan saksóknara „dreng“ eða „boy“ og sagt honum að passa sig á því hvernig hann talaði við hvítt fólk. Sessions hefur ávallt neitað fyrir rasisma og segir ásakanir um að hann hafi stutt KKK vera alfarið rangar. Hann segir þá mynd sem hefur verið dregin upp af honum vera ranga. Meðal þeirra sem hafa fagnað staðfestingu Sessions er David Duke, þjóðernissinni og fyrrverandi leiðtogi KKK.Law & Order, welcome back...#GOODNEWS #AmericaFirst #MAGA pic.twitter.com/q5MozT0wMv— David Duke (@DrDavidDuke) February 9, 2017Sessions varð dómsmálaráðherra Alabama eftir að áðurnefnd þingnefnd neitaði að gera hann að dómara og árið 1996 var hann fyrst kjörinn á öldungadeild Bandaríkjaþings. Árið 2013 leiddi hann átak þingmanna til að koma í veg fyrir endurbætur á innflytjendakerfi Bandaríkjanna. Samkvæmt Guardian mynduðust sterk tengsl á milli Sessions og Breitbart á þeim tíma. Steve Bannon, sérstakur ráðgjafi Donald Trump, var þá ritstjóri Breitbart.Þá varð Sessions einn af allra fyrstu stuðningsmönnum Trump þegar hann lýsti yfir stuðningi við forsetaframboð hans í febrúar í fyrra. Náin tengsl Sessions og Trump hafa verið áhyggjuefni meðal þingmanna demókrata þar sem þeir segjast hafa áhyggjur af því að Sessions yrði ekki nægjanlega sjálfstæður dómsmálaráðherra. Staðfesting Sessions gekk ekki greiðlega fyrir sig vegna mikilla mótmæla þingmanna Demókrataflokksins. Meðal annars var Elizabeth Warren meinað að tjá sig eftir að hún byrjaði að lesa bréf Coretta Scott King, ekkju Martin Luther King frá árinu 1986. Bréfið skrifaði hún þá til að mótmæla tilnefningu Sessions í embætti alríkisdómara vegna þess að hann hefði komið í veg fyrir að svartir Bandaríkjamenn gætu kosið. Eftir það stigu aðrir þingmenn demókrata í pontu og lásu sama bréf upp.Sessions hefur varið umtalsverðum hluta af ferli sínum í að berjast gegn því að innflytjendur, jafnt löglegir sem ólöglegir, komi til Bandaríkjanna. Samkvæmt BBC hefur hann sagt að draga eigi verulega úr fjölda löglegra innflytjenda til Bandaríkjanna til að vernda störf. Hann hefur lýst yfir stuðningi við byggingu veggs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Árið 2015 skrifaði hann handbók fyrir þingmenn Repúblikana varðandi innflytjendur þar sem hann segir innflytjendur valda lægri launum þar í landi, hærra atvinnuleysi og hærri skattbyrði. Sessions, eins og svo margir aðrir repúblikanar, er mótfallinn lögleiðingu hjónabanda samkynhneigðra og er andsnúinn auknum réttindum LGBT-fólks yfir höfuð. Á árunum 2000 og 2009 kaus hann gegn frumvörpum sem hefðu fellt ofbeldi sem byggir á kynhneigð undir hatursglæpalög. Þá lýsti hann yfir mikilli andstöðu við niðurstöðu Hæstaréttar Bandaríkjanna árið 2015, að leyfa hjónabönd samkynhneigðra. Árið 1996 barðist hann harðlega gegn því að samtök LGBT-fólks héldi ráðstefnu í háskóla í Alabama. Meðal annars hótaði hann að lögsækja forsvarsmenn skólans á grundvelli laga frá 1992. Þau lög bönnuðu opinberum skólum að fjármagna samtök eða hópa sem stuðla að hátterni sem lög um „saurlífi og óviðeigandi kynferðislegu hátterni“ banna. Á þriðjudaginn hét hann því þó að fylgja lögum varðandi réttindi LGBT-fólks. Hér að neðan má sjá ræðu Sessions frá því í gær, eftir að atkvæðagreiðslan hafði farið fram.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Sjá meira