Erlent

Dómaraefnið ósátt við tíst Trump um dómskerfið

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Trump og Gorsuch.
Trump og Gorsuch. vísir/epa
Neil Gorsuch, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt sem dómara við við Hæstarétt Bandaríkjanna er ósáttur við tíst forsetans um dómskerfi Bandaríkjanna. CNN greinir frá.

Þetta kom fram í spjalli Gorsuch við öldungardeildarþingmann demókrata í Connecticut-ríki, Richard Blumenthal. Sagði Gorsuch að tíst Trump um dómskerfi Bandaríkjanna, meðal annars það þar sem Trump sagði að dómarinn sem setti lögbann á umdeilt ferðabann væri „svokallaður dómari“, væru til þess fallin til að draga kjarkinn úr dómarastéttinni og dómskerfi Bandaríkjanna.

Talsmaður Gorsuch staðfesti að hann hefði látið þess ummæli falla í samræðum Gorsuch og Blumenthal. Skoraði þingmaðurinn á Gorsuch að greina bandarísku þjóðinni frá áhyggjum sínum en dómarinn hefur til þessa lítið tjáð sig opinberlega frá því að hann var tilnefndur.

Gorsuch er 49 ára og starfar sem dómari við áfrýjunardómstól í Colorado-ríki en hljóti hann samþykki öldungadeildarinnar verður hann yngsti Hæstaréttardómari Bandaríkjanna í 25 ár.


Tengdar fréttir

Þaggað niður í gagnrýni á dómsmálaráðherraefni Trump

Nefnd öldungardeildarþingmanna í Bandaríkjunum staðfesti í dag útnefningu Donald Trump á nýjum dómsmálaráðherra, sem hefur verið sakaður um að vera haldinn kynþáttafordómum og andúð á múslimum. Öldungardeildarþingmanni demókrata var meinað að tjá sig um hinn útnefnda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×