SKAM stjarna í tískuþætti í W Magazine Ritstjórn skrifar 9. febrúar 2017 10:00 Skjáskot/WMagazine Norska leikkona Josefine Frida Pettersen, sem við Íslendingar þekkjum betur sem Nooru frá sjónvarpsseríunni vinsælu SKAM, er í stóru viðtali við W Magazine. Viðtalið er tekið Osló þar sem Josefine er fengin til að klæðast fatnaði frá frægustu fatahönnuðum Noregs en þar í borg fer núna fram tískuvika. Höfundur viðtalsins talar mikið um hvernig sjónvarpsþættirnir hafi tekið Skandinavíu með stormi og Josefine viðurkennir að þessu nýtilkomna frægð sé furðuleg. Þrátt fyrir að vera ein af stjörnum þáttarins hefur hún ekki komið fram í mörgum viðtölum og þetta er fyrsta tískumyndatakan sem hún gerir. „Þetta getur verið skrýtið stundum,“ segir hún aðspurð hvernig hún tæklar frægðina og vinsældir þáttana. „Eins og þegar fólk er að taka myndir af mér sofandi á flugvelli eða þegar ég er að borða. En ef það eru svoleiðis myndir sem þú vilt, þá bara gjörðu svo vel!“ Margar konur, þvert á landamæri á Norðurlöndunum að minnsta kosti leyfum við okkur að fullyrða, hafa byrja að sækja innblástur í fatastíl Nooru sem einkennist af töffaralegum en klassískum fatnaði, stuttu hári og vörum í lit. Heyrst hefur að hárgreiðslustofur í Noregi hafi ekki undan að klippa hina svokölluðu „Nooru klippingu“. Josefine segir að það hafi verið skrýtið í fyrstu og nú þegar hún er byrjuð að safna hári aftur þá líð henni eins og hún sé að svíkja aðdáendurna. Forvitnilegt viðtal við hæfileikaríka stúlku sem hægt er að lesa í heild sinni hér. Skjáskót/WMagazine A photo posted by Noora Sætre (@loglady99) on Jun 3, 2016 at 10:21am PDT <3333333333 dekkan to as A photo posted by Josefine (@josefinpettersen) on Jun 30, 2016 at 9:01am PDT Mest lesið Að segja sig úr söfnuði ryklausra gólfa og skínandi baðkara Glamour Harry Bretaprins og Megan Markle hugguleg á stefnumóti Glamour Kortleggja öll dressin í Sex and the City Glamour Frískaðu upp á útlitið í lægðinni Glamour Madonna talaði hreinskilnislega um reynslu sína af tónlistarbransanum Glamour Nýjasta auglýsing Ikea er líka óléttupróf Glamour Leyfum sumarflíkunum að lifa í vetur Glamour Kendall Jenner komin með nýja klippingu Glamour Að verða móðir gjörbreytir lífinu og sjálfsmyndinni Glamour Sundbolamerkið Swimslow frumsýnt Glamour
Norska leikkona Josefine Frida Pettersen, sem við Íslendingar þekkjum betur sem Nooru frá sjónvarpsseríunni vinsælu SKAM, er í stóru viðtali við W Magazine. Viðtalið er tekið Osló þar sem Josefine er fengin til að klæðast fatnaði frá frægustu fatahönnuðum Noregs en þar í borg fer núna fram tískuvika. Höfundur viðtalsins talar mikið um hvernig sjónvarpsþættirnir hafi tekið Skandinavíu með stormi og Josefine viðurkennir að þessu nýtilkomna frægð sé furðuleg. Þrátt fyrir að vera ein af stjörnum þáttarins hefur hún ekki komið fram í mörgum viðtölum og þetta er fyrsta tískumyndatakan sem hún gerir. „Þetta getur verið skrýtið stundum,“ segir hún aðspurð hvernig hún tæklar frægðina og vinsældir þáttana. „Eins og þegar fólk er að taka myndir af mér sofandi á flugvelli eða þegar ég er að borða. En ef það eru svoleiðis myndir sem þú vilt, þá bara gjörðu svo vel!“ Margar konur, þvert á landamæri á Norðurlöndunum að minnsta kosti leyfum við okkur að fullyrða, hafa byrja að sækja innblástur í fatastíl Nooru sem einkennist af töffaralegum en klassískum fatnaði, stuttu hári og vörum í lit. Heyrst hefur að hárgreiðslustofur í Noregi hafi ekki undan að klippa hina svokölluðu „Nooru klippingu“. Josefine segir að það hafi verið skrýtið í fyrstu og nú þegar hún er byrjuð að safna hári aftur þá líð henni eins og hún sé að svíkja aðdáendurna. Forvitnilegt viðtal við hæfileikaríka stúlku sem hægt er að lesa í heild sinni hér. Skjáskót/WMagazine A photo posted by Noora Sætre (@loglady99) on Jun 3, 2016 at 10:21am PDT <3333333333 dekkan to as A photo posted by Josefine (@josefinpettersen) on Jun 30, 2016 at 9:01am PDT
Mest lesið Að segja sig úr söfnuði ryklausra gólfa og skínandi baðkara Glamour Harry Bretaprins og Megan Markle hugguleg á stefnumóti Glamour Kortleggja öll dressin í Sex and the City Glamour Frískaðu upp á útlitið í lægðinni Glamour Madonna talaði hreinskilnislega um reynslu sína af tónlistarbransanum Glamour Nýjasta auglýsing Ikea er líka óléttupróf Glamour Leyfum sumarflíkunum að lifa í vetur Glamour Kendall Jenner komin með nýja klippingu Glamour Að verða móðir gjörbreytir lífinu og sjálfsmyndinni Glamour Sundbolamerkið Swimslow frumsýnt Glamour