Trump hneykslaður á umfjöllun dómstóla um ferðabannið og segir þá „svo pólítíska“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. febrúar 2017 22:15 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/EPA Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er hneykslaður á þeim tíma sem áfrýjunardómstóllinn í San Francisco í Bandaríkjunum hefur tekið sér til þess að fjalla um umdeilt ferðabann forsetans. „Mér finnst það ótrúlegt að við séum með dómsmál sem taki svona langan tíma,“ sagði Trump um umfjöllun dómstólsins á fundi með löggæslumönnum í Washington í dag. Dómstóllinn íhugar nú hvort að ferðabann til Bandaríkjanna sem Donald Trump forseti setti á íbúa sjö ríkja á dögunum standist lög. Þrír dómarar eru í dómnum og hafa þeir nú hlustað á rök lögmanna beggja aðila, en dómari í Washington ríki úrskurðaði á dögunum að bannið skyldi afnumið. Á fundinum vitnaði Trump í texta tilskipunarinnar sem fjallar um ferðabannið og sagði Trump að tilskipunin væri vel samin og að jafnvel illa læs grunnskólanemi gæti skilið hana.Trump sagðist hafa fylgst með umfjöllun dómstólsins um ferðabannið og að hann hafi vart trúað sínum eigin eyrum. „Ég vil ekki segja að dómstóll sé hlutdrægur, þannig að ég ætla ekki að segja að hann sé hlutdrægur. Dómstólar virðast samt vera svo pólítiskir og það væri frábært fyrir réttarkerfið okkar ef þeir gætu lesið yfirlýsingu og gert það sem er rétt,“ sagði Trump. Ekki er búist við að áfrýjunardómstóllinn kveði upp dóm sinn fyrr en í fyrsta lagi á morgun. Hver svo sem niðurstaðan verður er þó fastlega gert ráð fyrir því að bannið muni að lokum fara fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump ósáttur við verslunarkeðju sem hætti að selja fatalínu Ivönku Donald Trump Bandaríkjaforseti gagnrýndi í dag verslunarkeðjuna Nordstrom sem hætt hefur við að selja fatalínu Ivönku Trump, dóttur forsetans 8. febrúar 2017 17:47 Ekki sannfærðir um að ferðabann hafi verið ólöglegt Dómarar við áfrýjunardómstólinn í San Francisco í Bandaríkjunum íhuga nú hvort ferðabann til Bandaríkjanna sem Donald Trump forseti setti á íbúa sjö ríkja á dögunum standist lög. 8. febrúar 2017 08:23 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er hneykslaður á þeim tíma sem áfrýjunardómstóllinn í San Francisco í Bandaríkjunum hefur tekið sér til þess að fjalla um umdeilt ferðabann forsetans. „Mér finnst það ótrúlegt að við séum með dómsmál sem taki svona langan tíma,“ sagði Trump um umfjöllun dómstólsins á fundi með löggæslumönnum í Washington í dag. Dómstóllinn íhugar nú hvort að ferðabann til Bandaríkjanna sem Donald Trump forseti setti á íbúa sjö ríkja á dögunum standist lög. Þrír dómarar eru í dómnum og hafa þeir nú hlustað á rök lögmanna beggja aðila, en dómari í Washington ríki úrskurðaði á dögunum að bannið skyldi afnumið. Á fundinum vitnaði Trump í texta tilskipunarinnar sem fjallar um ferðabannið og sagði Trump að tilskipunin væri vel samin og að jafnvel illa læs grunnskólanemi gæti skilið hana.Trump sagðist hafa fylgst með umfjöllun dómstólsins um ferðabannið og að hann hafi vart trúað sínum eigin eyrum. „Ég vil ekki segja að dómstóll sé hlutdrægur, þannig að ég ætla ekki að segja að hann sé hlutdrægur. Dómstólar virðast samt vera svo pólítiskir og það væri frábært fyrir réttarkerfið okkar ef þeir gætu lesið yfirlýsingu og gert það sem er rétt,“ sagði Trump. Ekki er búist við að áfrýjunardómstóllinn kveði upp dóm sinn fyrr en í fyrsta lagi á morgun. Hver svo sem niðurstaðan verður er þó fastlega gert ráð fyrir því að bannið muni að lokum fara fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump ósáttur við verslunarkeðju sem hætti að selja fatalínu Ivönku Donald Trump Bandaríkjaforseti gagnrýndi í dag verslunarkeðjuna Nordstrom sem hætt hefur við að selja fatalínu Ivönku Trump, dóttur forsetans 8. febrúar 2017 17:47 Ekki sannfærðir um að ferðabann hafi verið ólöglegt Dómarar við áfrýjunardómstólinn í San Francisco í Bandaríkjunum íhuga nú hvort ferðabann til Bandaríkjanna sem Donald Trump forseti setti á íbúa sjö ríkja á dögunum standist lög. 8. febrúar 2017 08:23 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Trump ósáttur við verslunarkeðju sem hætti að selja fatalínu Ivönku Donald Trump Bandaríkjaforseti gagnrýndi í dag verslunarkeðjuna Nordstrom sem hætt hefur við að selja fatalínu Ivönku Trump, dóttur forsetans 8. febrúar 2017 17:47
Ekki sannfærðir um að ferðabann hafi verið ólöglegt Dómarar við áfrýjunardómstólinn í San Francisco í Bandaríkjunum íhuga nú hvort ferðabann til Bandaríkjanna sem Donald Trump forseti setti á íbúa sjö ríkja á dögunum standist lög. 8. febrúar 2017 08:23