Spenna og öruggur sigur Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. febrúar 2017 06:00 Fyrirliðar liðanna fjögurra sem keppa í undanúrslitum Maltbikarskeppni karla í dag. Frá vinstri eru Benedikt Blöndal, Val, Þorleifur Ólafsson, Grindavík, Emil Karel Einarsson, Þór, og Brynjar Þór Björnsson, KR. Fréttablaðið/Eyþór Undanúrslitaleikir Maltbikars karla í körfubolta fara fram í Laugardalshöll í dag en þar mætast Reykjavíkurliðin KR og Valur annars vegar og Grindavík og Þór Þorlákshöfn hins vegar. KR-ingar eru ríkjandi bikarmeistarar eftir sigur á Þórsurum í fyrra en þeir unnu þá sinn ellefta titil á meðan Þorlákshafnarliðið var að komast í úrslitaleikinn í fyrsta sinn. Í ár er í fyrsta sinn úrslitavika spiluð þar sem undanúrslitin og úrslitaleikurinn fara fram í sömu vikunni. Liðin eru komin í Höllina en þurfa að vinna einn leik til þess að komast á stóra ballið.Auðvelt fyrir KR Flestir búast við öruggum sigri KR í Reykjavíkurslagnum enda liðið Íslands- og bikarmeistari á meðan Valur er í næstefstu deild. KR-liðið hefur verið að hiksta að undanförnu en þó ekki svo mikið að það tapar ekki leik og trónir á toppi Domino’s-deildarinnar. „Það er mjög auðvelt að spá KR sigri því það er mun betra lið. Ef KR-ingar mæta rétt stemmdir til leiks því þeir gera alveg örugglega þá vinna þeir leikinn. Ég hef engar áhyggjur af því að KR vanmeti Val því það er búið að lenda í vandræðum upp á síðkastið eins og gegn Hetti í bikarnum,“ segir Friðrik Ingi Rúnarsson, nýráðinn þjálfari Keflavíkur, um leikinn en Fréttablaðið fékk hann til þess að spá í spilin. „Þetta er algjört ævintýri hjá Val að vinna þrjú lið úr efstu deild sem er ótrúlegt. Ég sagði við Gústa [Ágúst Björgvinsson, þjálfara Vals] um daginn að hann þyrfti að passa að missa ekki sjónar á aðalmarkmiðinu sem er auðvitað að koma Val upp í efstu deild. Það getur verið erfitt fyrir unga leikmenn að dragast inn í þetta bikarævintýri en ég held að KR fari með sigur af hólmi nokkuð örugglega.“Má búast við spennu Þórsarar stigu sín fyrstu skref í Höllinni í fyrra en Grindavíkingar hafa töluvert meiri reynslu. Grindavík á fimm bikarmeistaratitla að baki í átta ferðum í úrslitaleikinn. „Grindavík er tiltölulega gott bikarlið og hefur verið mjög oft í Höllinni. Ég þekki það nú sjálfur eftir að vinna tvisvar sinnum með Grindvíkinga,“ segir Friðrik Ingi. „Þórsararnir voru þarna í fyrra og spiluðu á löngum köflum vel í þeim leik. Alltaf þegar lið eru búin að gera eitthvað einu sinni hleðst upp ákveðin reynsla þannig að þeir vita meira út í hvað þeir eru að fara núna. Þetta er algjör 50-50 leikur. Ég á mjög erfitt með að spá um sigurvegara. Þetta er eiginlega bara eins og að varpa hlutkesti. Ég myndi segja svona 51 á Þór og 49 á Grindavík.“ Dominos-deild karla Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Man United telur sig hafa verið óréttlátlega refsað Enski boltinn Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Fleiri fréttir Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Sjá meira
Undanúrslitaleikir Maltbikars karla í körfubolta fara fram í Laugardalshöll í dag en þar mætast Reykjavíkurliðin KR og Valur annars vegar og Grindavík og Þór Þorlákshöfn hins vegar. KR-ingar eru ríkjandi bikarmeistarar eftir sigur á Þórsurum í fyrra en þeir unnu þá sinn ellefta titil á meðan Þorlákshafnarliðið var að komast í úrslitaleikinn í fyrsta sinn. Í ár er í fyrsta sinn úrslitavika spiluð þar sem undanúrslitin og úrslitaleikurinn fara fram í sömu vikunni. Liðin eru komin í Höllina en þurfa að vinna einn leik til þess að komast á stóra ballið.Auðvelt fyrir KR Flestir búast við öruggum sigri KR í Reykjavíkurslagnum enda liðið Íslands- og bikarmeistari á meðan Valur er í næstefstu deild. KR-liðið hefur verið að hiksta að undanförnu en þó ekki svo mikið að það tapar ekki leik og trónir á toppi Domino’s-deildarinnar. „Það er mjög auðvelt að spá KR sigri því það er mun betra lið. Ef KR-ingar mæta rétt stemmdir til leiks því þeir gera alveg örugglega þá vinna þeir leikinn. Ég hef engar áhyggjur af því að KR vanmeti Val því það er búið að lenda í vandræðum upp á síðkastið eins og gegn Hetti í bikarnum,“ segir Friðrik Ingi Rúnarsson, nýráðinn þjálfari Keflavíkur, um leikinn en Fréttablaðið fékk hann til þess að spá í spilin. „Þetta er algjört ævintýri hjá Val að vinna þrjú lið úr efstu deild sem er ótrúlegt. Ég sagði við Gústa [Ágúst Björgvinsson, þjálfara Vals] um daginn að hann þyrfti að passa að missa ekki sjónar á aðalmarkmiðinu sem er auðvitað að koma Val upp í efstu deild. Það getur verið erfitt fyrir unga leikmenn að dragast inn í þetta bikarævintýri en ég held að KR fari með sigur af hólmi nokkuð örugglega.“Má búast við spennu Þórsarar stigu sín fyrstu skref í Höllinni í fyrra en Grindavíkingar hafa töluvert meiri reynslu. Grindavík á fimm bikarmeistaratitla að baki í átta ferðum í úrslitaleikinn. „Grindavík er tiltölulega gott bikarlið og hefur verið mjög oft í Höllinni. Ég þekki það nú sjálfur eftir að vinna tvisvar sinnum með Grindvíkinga,“ segir Friðrik Ingi. „Þórsararnir voru þarna í fyrra og spiluðu á löngum köflum vel í þeim leik. Alltaf þegar lið eru búin að gera eitthvað einu sinni hleðst upp ákveðin reynsla þannig að þeir vita meira út í hvað þeir eru að fara núna. Þetta er algjör 50-50 leikur. Ég á mjög erfitt með að spá um sigurvegara. Þetta er eiginlega bara eins og að varpa hlutkesti. Ég myndi segja svona 51 á Þór og 49 á Grindavík.“
Dominos-deild karla Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Man United telur sig hafa verið óréttlátlega refsað Enski boltinn Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Fleiri fréttir Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Sjá meira