Rannsóknarhagsmunir og viðskiptahagsmunir Sigríður Á. Andersen skrifar 9. febrúar 2017 07:00 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sendi mér kveðju hér í blaðinu í fyrradag. Tilefnið er að ég hafði í stuttu máli lýst athugun sem fram fór á vegum innanríkisráðuneytisins, ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á árunum 2012 - 2013 á fyrirkomulagi lífsýnarannsókna í sakamálum. Niðurstaða þeirrar skoðunar var þá að halda áfram samstarfi við sænska rannsóknarstofu á þessu sviði. Ég nefndi einnig að það gæti verið kostur fremur en galli að framkvæma svo viðkvæmar og sérhæfðar rannsóknir erlendis en ekki hér í fámenninu þar sem allir þekkja alla. Orðin sem Kári notar um þessa upprifjun eru „ráðherrabull“, „ábyrgðarlaust blaður“, „minnimáttarkennd“, „fáfræði“, „glapræði“ auk þess sem hann telur störf mín „ruddaleg“ og „ofbeldisfull“. Það er auðvitað ekki nýtt að handhafar sannleikans þurfi að nota svo stór orð um hinn léttvæga málstað andstæðingsins. En ástæðan sem Kári gefur upp fyrir reiðilestri sínum er að hann vill fá þessar rannsóknir á lífssýnum í sakamálum inn í fyrirtæki sitt. Sem dómsmálaráðherra vil ég taka af allan vafa um það að rannsóknarhagsmunir verða ávallt í fyrsta sæti þegar kemur að málum sem þessum. Viðskiptahagsmunir Kára Stefánssonar og annarra munu alltaf víkja fyrir því meginmarkmiði að tryggja skjóta og umfram allt örugga og óháða rannsókn sakamála.Áhyggjuefni Forstjórinn lýsir því í greininni að fyrirtæki hans gæti „sagt með nokkurri vissu úr hvaða einstaklingi lífsýnið sé án þess að þurfa samanburð eða frekari vitnanna við. Þetta gætum við vegna þeirrar reynslu, þekkingar og gagna sem við höfum aflað á rúmlega tuttugu árum.“ Hann skýrir að vísu ekki nánar, með hvaða hætti hann hyggst sakbenda menn með þessum hætti. Svo virðist sem hann hugsi sér að nota í þessa vinnslu þau gögn sem honum hafa verið lögð til af og um þátttakendur í vísindarannsóknum sem stundaðar eru af fyrirtæki hans. Ef svo er þá er það mikið áhyggjuefni. Þeirra upplýsinga á að hafa verið aflað í samræmi við skilyrði í leyfum frá Persónuvernd, áður tölvunefnd og á grundvelli upplýsts samþykkis þátttakenda sem hafa tekið þátt í rannsóknum hans í góðri trú um að sú þátttaka myndi ekki hafa neikvæð áhrif á réttindi þeirra eða ættmenna þeirra í framtíðinni. Þá er það sannarlega óvarfærið af forstjóranum að setja þessar hugmyndir sínar fram í samhengi við þann harmleik sem nýlega hefur átt sér stað hér á landi. Slíkar tilvísanir leiða tæpast til yfirvegaðra ákvarðana, byggðar á skynsemi og rökum. Ég flutti á síðasta kjörtímabili frumvarp um brotfall laga sem veita fjármálaráðherra heimild til að veita bandarísku fyrirtæki að nafni DeCODE Genetics Inc. ríkisábyrgð fyrir allt að 200 milljónir Bandaríkjadala vegna aukinnar starfsemi dótturfélags, Íslenskar erfðagreiningar, hér á landi. Frumvarpið náði ekki fram að ganga fyrir þinglok. Heimildin til 23 milljarða króna ríkisábyrgðarinnar á þessum viðskiptaævintýrum Kára Stefánssonar stendur því enn óhögguð í íslenskum lögum. Til samanburðar má nefna að 23 milljarðar eru um það bil helmingur af rekstrarkostnaði Landspítalans á ári. Þetta nefni ég nú bara hér í ljósi tilboðs Kára um þjónustu Íslenskrar erfðagreiningar við að „hysja gagnlegar upplýsingar upp úr lífsýnum“ af vettvangi glæps; „ókeypis“. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Á. Andersen Mest lesið Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sendi mér kveðju hér í blaðinu í fyrradag. Tilefnið er að ég hafði í stuttu máli lýst athugun sem fram fór á vegum innanríkisráðuneytisins, ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á árunum 2012 - 2013 á fyrirkomulagi lífsýnarannsókna í sakamálum. Niðurstaða þeirrar skoðunar var þá að halda áfram samstarfi við sænska rannsóknarstofu á þessu sviði. Ég nefndi einnig að það gæti verið kostur fremur en galli að framkvæma svo viðkvæmar og sérhæfðar rannsóknir erlendis en ekki hér í fámenninu þar sem allir þekkja alla. Orðin sem Kári notar um þessa upprifjun eru „ráðherrabull“, „ábyrgðarlaust blaður“, „minnimáttarkennd“, „fáfræði“, „glapræði“ auk þess sem hann telur störf mín „ruddaleg“ og „ofbeldisfull“. Það er auðvitað ekki nýtt að handhafar sannleikans þurfi að nota svo stór orð um hinn léttvæga málstað andstæðingsins. En ástæðan sem Kári gefur upp fyrir reiðilestri sínum er að hann vill fá þessar rannsóknir á lífssýnum í sakamálum inn í fyrirtæki sitt. Sem dómsmálaráðherra vil ég taka af allan vafa um það að rannsóknarhagsmunir verða ávallt í fyrsta sæti þegar kemur að málum sem þessum. Viðskiptahagsmunir Kára Stefánssonar og annarra munu alltaf víkja fyrir því meginmarkmiði að tryggja skjóta og umfram allt örugga og óháða rannsókn sakamála.Áhyggjuefni Forstjórinn lýsir því í greininni að fyrirtæki hans gæti „sagt með nokkurri vissu úr hvaða einstaklingi lífsýnið sé án þess að þurfa samanburð eða frekari vitnanna við. Þetta gætum við vegna þeirrar reynslu, þekkingar og gagna sem við höfum aflað á rúmlega tuttugu árum.“ Hann skýrir að vísu ekki nánar, með hvaða hætti hann hyggst sakbenda menn með þessum hætti. Svo virðist sem hann hugsi sér að nota í þessa vinnslu þau gögn sem honum hafa verið lögð til af og um þátttakendur í vísindarannsóknum sem stundaðar eru af fyrirtæki hans. Ef svo er þá er það mikið áhyggjuefni. Þeirra upplýsinga á að hafa verið aflað í samræmi við skilyrði í leyfum frá Persónuvernd, áður tölvunefnd og á grundvelli upplýsts samþykkis þátttakenda sem hafa tekið þátt í rannsóknum hans í góðri trú um að sú þátttaka myndi ekki hafa neikvæð áhrif á réttindi þeirra eða ættmenna þeirra í framtíðinni. Þá er það sannarlega óvarfærið af forstjóranum að setja þessar hugmyndir sínar fram í samhengi við þann harmleik sem nýlega hefur átt sér stað hér á landi. Slíkar tilvísanir leiða tæpast til yfirvegaðra ákvarðana, byggðar á skynsemi og rökum. Ég flutti á síðasta kjörtímabili frumvarp um brotfall laga sem veita fjármálaráðherra heimild til að veita bandarísku fyrirtæki að nafni DeCODE Genetics Inc. ríkisábyrgð fyrir allt að 200 milljónir Bandaríkjadala vegna aukinnar starfsemi dótturfélags, Íslenskar erfðagreiningar, hér á landi. Frumvarpið náði ekki fram að ganga fyrir þinglok. Heimildin til 23 milljarða króna ríkisábyrgðarinnar á þessum viðskiptaævintýrum Kára Stefánssonar stendur því enn óhögguð í íslenskum lögum. Til samanburðar má nefna að 23 milljarðar eru um það bil helmingur af rekstrarkostnaði Landspítalans á ári. Þetta nefni ég nú bara hér í ljósi tilboðs Kára um þjónustu Íslenskrar erfðagreiningar við að „hysja gagnlegar upplýsingar upp úr lífsýnum“ af vettvangi glæps; „ókeypis“. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun