Friðrik Ingi: "Njarðvík á mig ekki“ Tómas Þór Þórðarson. skrifar 8. febrúar 2017 19:00 Friðrik Ingi Rúnarsson vísir „Ég hef sótbölvað Keflvíkingum og þeir vita það,“ segir nýráðinn þjálfari Keflavíkur í Dominos-deild karla, Njarðvíkingurinn Friðrik Ingi Rúnarsson. Friðrik Ingi hefur verið tæpt ár frá Dominos-deildinni eftir að hann var látinn fara frá uppeldisfélaginu sínu Njarðvík síðasta vor. Hann tekur við starfinu hjá Keflavík af Hirti Harðarsyni sem verður honum til aðstoðar. Hann sagðist aldrei vera hættur í þjálfun en bjóst ekki við að snúa aftur fyrr en eftir tímabilið. „Ég vonaðist eftir því að fá tækifæri með sumrinu þannig að þetta var ekki þannig að ég lá með vúdúnálar í vetur. Það var ekki æskilegasta staðan að taka við núna en mér fannst þetta vera spennandi. Keflavíkurliðið er búið að vera ákveðið jójó en það er ákveðinn andi þarna eins og við vitum þannig ég var bara spenntur,“ segir Friðrik Ingi við íþróttadeild. Leikmenn úr Njarðvík hafa flykkst yfir til Keflavíkur undanfarin misseri og nú er einn sögufrægasti þjálfari þeirra grænu mættur í Sláturhúsið. Er rígurinn smám saman að minnka? „Rígurinn verður held ég alltaf til staðar. Ég hef margoft í gegnum tíðina sótbölvað Keflvíkingingum og þeir vita það. Ég held að Keflvíkingarnir séu einmitt að fá mig því þeir vita að ég er keppnismaður og er andans maður. Ég hef ástríðu fyrir körfubolta. Ég hef gert körfubolta að mínu ævistarfi eða eitthvað sem honum tengist. Njarðvík á mig ekki og menn hafa verið að fara á milli félaga þannig þetta er bara galopin bók,“ segir hann. Líklegt er að Friðrik Ingi mæti ekki Njarðvík sem þjálfari Keflavík í Ljónagryfjunni fyrr en á næsta tímabili en hvernig býst hann við að sú stund verði? „Ef ég rata réttu megin þá held ég að ég verði bara andskoti góður,“ segir Friðrik Ingi Rúnarsson. Kvöldfrétt Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan en hér að neðan má sjá allt viðtalið við Friðrik Inga Rúnarsson. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Friðrik Ingi tekinn við Keflavík Friðrik Ingi Rúnarsson var nú í kvöld ráðinn þjálfari karlaliðs Keflavíkur í Dominos-deild karla í körfubolta. 7. febrúar 2017 19:55 Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira
„Ég hef sótbölvað Keflvíkingum og þeir vita það,“ segir nýráðinn þjálfari Keflavíkur í Dominos-deild karla, Njarðvíkingurinn Friðrik Ingi Rúnarsson. Friðrik Ingi hefur verið tæpt ár frá Dominos-deildinni eftir að hann var látinn fara frá uppeldisfélaginu sínu Njarðvík síðasta vor. Hann tekur við starfinu hjá Keflavík af Hirti Harðarsyni sem verður honum til aðstoðar. Hann sagðist aldrei vera hættur í þjálfun en bjóst ekki við að snúa aftur fyrr en eftir tímabilið. „Ég vonaðist eftir því að fá tækifæri með sumrinu þannig að þetta var ekki þannig að ég lá með vúdúnálar í vetur. Það var ekki æskilegasta staðan að taka við núna en mér fannst þetta vera spennandi. Keflavíkurliðið er búið að vera ákveðið jójó en það er ákveðinn andi þarna eins og við vitum þannig ég var bara spenntur,“ segir Friðrik Ingi við íþróttadeild. Leikmenn úr Njarðvík hafa flykkst yfir til Keflavíkur undanfarin misseri og nú er einn sögufrægasti þjálfari þeirra grænu mættur í Sláturhúsið. Er rígurinn smám saman að minnka? „Rígurinn verður held ég alltaf til staðar. Ég hef margoft í gegnum tíðina sótbölvað Keflvíkingingum og þeir vita það. Ég held að Keflvíkingarnir séu einmitt að fá mig því þeir vita að ég er keppnismaður og er andans maður. Ég hef ástríðu fyrir körfubolta. Ég hef gert körfubolta að mínu ævistarfi eða eitthvað sem honum tengist. Njarðvík á mig ekki og menn hafa verið að fara á milli félaga þannig þetta er bara galopin bók,“ segir hann. Líklegt er að Friðrik Ingi mæti ekki Njarðvík sem þjálfari Keflavík í Ljónagryfjunni fyrr en á næsta tímabili en hvernig býst hann við að sú stund verði? „Ef ég rata réttu megin þá held ég að ég verði bara andskoti góður,“ segir Friðrik Ingi Rúnarsson. Kvöldfrétt Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan en hér að neðan má sjá allt viðtalið við Friðrik Inga Rúnarsson.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Friðrik Ingi tekinn við Keflavík Friðrik Ingi Rúnarsson var nú í kvöld ráðinn þjálfari karlaliðs Keflavíkur í Dominos-deild karla í körfubolta. 7. febrúar 2017 19:55 Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira
Friðrik Ingi tekinn við Keflavík Friðrik Ingi Rúnarsson var nú í kvöld ráðinn þjálfari karlaliðs Keflavíkur í Dominos-deild karla í körfubolta. 7. febrúar 2017 19:55