"Stolt vesturlands er undir“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. febrúar 2017 14:30 Gunnhildur og Guðrún mætast á vellinum í kvöld. Vísir/Eyþór Það má búast við miklum baráttuleik þegar Skallagrímur og Snæfell mætast í fyrri undanúrslitaleik dagsins í Maltbikar kvenna. Þetta eru tvö efstu lið Domino's-deildar kvenna og þó svo að Skallagrímur sé nýliði byrjaði liðið tímabilið á því að skella Íslandsmeisturum Snæfells. Leikurinn hefst klukkan 17.00 í Laugardalshöllinni og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Gunnhildur Gunnarsdóttir er fyriliði ríkjandi bikarmeistara Snæfells og segir að þar á bæ vilji menn vitaskuld endurtaka leikinn frá því í fyrra. „Þetta var geggjaður dagur. Snæfell varð bikarmeistari í fyrsta sinn í fyrra en nú er ný bikarkeppni og við þurfum að koma okkur í gegnum Skallagrím til að fá sæti í úrslitaleiknum um helgina,“ segir hún. „Það hefur verið löng leið að leiknum í undanúrslitum. Leikirnir gegn Val og Stjörnunni voru erfiðir og nú er planið að toppa okkur með því að vinna Skallagrím.“ Hún á von á því að það verði erfiðara en venjulega að spila í undanúrslitum og úrslitum með skömmu millibili en um nýtt fyrirkomulag á bikarkeppninni er að ræða að þessu leyti. „Hingað til hefur vikan öll einkennst af því að undirbúa sig fyrir stóra úrslitaleikinn um helgina. En núna hefur liðið sem vinnur í dag bara tvo daga til að undirbúa sig fyrir úrslitin.“ Gunnhildur segir að rígurinn við Skallagrím sé mjög mikill enda bæði lið frá vesturlandinu. „Ég vona bara að Snæfellingar fylli allar rútu og láti í sér heyra því ég veit að Borgnesingar munu gera það.“ Guðrún Ósk Ámundadóttir, fyrirliði Skallagríms, játar því að þetta verði stór stund fyrir félögin. „Það verður gaman að fá vesturlandsslag. Í þessum leik mun harkan inni á vellinum og dagsformið ráða úrslitum,“ segir hún. Guðrún Ósk segir að Borgnesingar ætli fyrst og fremst að njóta stundarinnar og berjast fyrir sigrinum. „Vörnin mun skipta mjög miklu máli og baráttan. Stolt vesturlands er undir.“ Dominos-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Sjá meira
Það má búast við miklum baráttuleik þegar Skallagrímur og Snæfell mætast í fyrri undanúrslitaleik dagsins í Maltbikar kvenna. Þetta eru tvö efstu lið Domino's-deildar kvenna og þó svo að Skallagrímur sé nýliði byrjaði liðið tímabilið á því að skella Íslandsmeisturum Snæfells. Leikurinn hefst klukkan 17.00 í Laugardalshöllinni og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Gunnhildur Gunnarsdóttir er fyriliði ríkjandi bikarmeistara Snæfells og segir að þar á bæ vilji menn vitaskuld endurtaka leikinn frá því í fyrra. „Þetta var geggjaður dagur. Snæfell varð bikarmeistari í fyrsta sinn í fyrra en nú er ný bikarkeppni og við þurfum að koma okkur í gegnum Skallagrím til að fá sæti í úrslitaleiknum um helgina,“ segir hún. „Það hefur verið löng leið að leiknum í undanúrslitum. Leikirnir gegn Val og Stjörnunni voru erfiðir og nú er planið að toppa okkur með því að vinna Skallagrím.“ Hún á von á því að það verði erfiðara en venjulega að spila í undanúrslitum og úrslitum með skömmu millibili en um nýtt fyrirkomulag á bikarkeppninni er að ræða að þessu leyti. „Hingað til hefur vikan öll einkennst af því að undirbúa sig fyrir stóra úrslitaleikinn um helgina. En núna hefur liðið sem vinnur í dag bara tvo daga til að undirbúa sig fyrir úrslitin.“ Gunnhildur segir að rígurinn við Skallagrím sé mjög mikill enda bæði lið frá vesturlandinu. „Ég vona bara að Snæfellingar fylli allar rútu og láti í sér heyra því ég veit að Borgnesingar munu gera það.“ Guðrún Ósk Ámundadóttir, fyrirliði Skallagríms, játar því að þetta verði stór stund fyrir félögin. „Það verður gaman að fá vesturlandsslag. Í þessum leik mun harkan inni á vellinum og dagsformið ráða úrslitum,“ segir hún. Guðrún Ósk segir að Borgnesingar ætli fyrst og fremst að njóta stundarinnar og berjast fyrir sigrinum. „Vörnin mun skipta mjög miklu máli og baráttan. Stolt vesturlands er undir.“
Dominos-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Sjá meira