Eiginkonan vill að Tom Brady hætti: „Því miður elskan, ég er að skemmta mér of vel“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. febrúar 2017 15:15 Tom Brady og Gisele Bundchen giftu sig árið 2009. vísir/afp Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots, lokaði umræðunni um hver er besti leikstjórnandi allra tíma í NFL-deildinni í amerískum fótbolta þegar hann vann sinn fimmta Super Bowl-titil eftir ævintýralegan sigur á Atlanta Falcons aðfaranótt mánudags. Enginn leikmaður hefur unnið Super Bowl fimm sinnum og enginn verið kjörinn mikilvægasti maður leiksins, MVP, fjórum sinnum. Brady verður fertugur áður en næsta tímabil hefst í september en hann er í betra formi en nokkru sinni fyrr. Eiginkona hans, ofurmódelið fyrrverandi Gisele Bundchen, þráir samt ekkert heitar en að Brady leggi skóna á hilluna og bað hann um það í miðjum fagnaðarlátunum á sunnudaginn. „Ef eiginkonan fengi að ráða myndi ég hætta í dag. Hún bað mig um að hætta þrisvar sinnum í nótt,“ sagði Tom Brady í útvarpsviðtali daginn eftir Super Bowl-sigurinn. Það kemur aftur á móti ekki til greina hjá Brady að hætta núna á meðan hann hefur heilsu til að spila. „Ég sagði bara því miður elskan, ég er að skemmta mér of vel.“ „Mér líður enn eins og ég geti spilað. Ég elska það sem ég geri og ég get spilað áfram þannig ég held að mér myndi bara leiðast ef ég væri ekki að spila vitandi að ég gæti enn þá verið úti á vellinum. Ég ætla bara að leggja enn meira á mig og halda áfram að spila í mörg ár í viðbót.“ Gisele hefur áhyggjur af manninum sínum í hverjum leik þar sem í hinu liðinu er haugur af 100-150 kílóa drekum sem vinna við það eitt að fella leikstjórnendur og helst meiða þá. Brady opinberaði í viðtalinu í gær að Gisele gaf honum hálsmen sem á að hafa krafta til þess að verja eiginmanninn. „Hún er mjög ánægð með að ég nota hálsmenið því hún vill ekki að neinn felli mig. Hún segir mér alltaf að kasta boltanum frá mér rosalega hratt. Ég reyni að fara eftir því,“ segir Tom Brady. My everything A photo posted by Tom Brady (@tombrady) on Feb 6, 2017 at 7:07am PST NFL Tengdar fréttir Týnd treyja Brady gæti verið meira en 50 milljóna króna virði Svo virðist sem að einhver hafi stolið treyju Tom Brady eftir að hann vann sinn fimmta meistaratitil í NFL-deildinni á sunnudag. 7. febrúar 2017 11:30 Meisturunum fagnað í snjókomu og kulda | Myndir Snjókoma og fimbulkuldi kom ekki í veg fyrir að þúsundir stuðningsmanna New England Patriots færu út á götur Boston í dag til þess að fagna NFL-meisturum New England Patriots. 7. febrúar 2017 23:15 Sjáðu eina ótrúlegustu senu í sögu Super Bowl sem leiddi til sigurs Patriots Fáránlegur gripinn bolti í lokasókn New England Patriots hjálpaði liðinu að vinna fimmta Super Bowl-titilinn. 6. febrúar 2017 13:45 Boston Globe játaði ósigur Patriots Kvöldútgáfa blaðsins fór í prent áður en Super Bowl lauk. 7. febrúar 2017 22:30 Edelman um tilþrifin ótrúlegu: 70 prósent heppni Bill Belichick og Julian Edelman fóru á kostum í spjallþætti Jimmy Fallon. 8. febrúar 2017 12:00 Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sjá meira
Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots, lokaði umræðunni um hver er besti leikstjórnandi allra tíma í NFL-deildinni í amerískum fótbolta þegar hann vann sinn fimmta Super Bowl-titil eftir ævintýralegan sigur á Atlanta Falcons aðfaranótt mánudags. Enginn leikmaður hefur unnið Super Bowl fimm sinnum og enginn verið kjörinn mikilvægasti maður leiksins, MVP, fjórum sinnum. Brady verður fertugur áður en næsta tímabil hefst í september en hann er í betra formi en nokkru sinni fyrr. Eiginkona hans, ofurmódelið fyrrverandi Gisele Bundchen, þráir samt ekkert heitar en að Brady leggi skóna á hilluna og bað hann um það í miðjum fagnaðarlátunum á sunnudaginn. „Ef eiginkonan fengi að ráða myndi ég hætta í dag. Hún bað mig um að hætta þrisvar sinnum í nótt,“ sagði Tom Brady í útvarpsviðtali daginn eftir Super Bowl-sigurinn. Það kemur aftur á móti ekki til greina hjá Brady að hætta núna á meðan hann hefur heilsu til að spila. „Ég sagði bara því miður elskan, ég er að skemmta mér of vel.“ „Mér líður enn eins og ég geti spilað. Ég elska það sem ég geri og ég get spilað áfram þannig ég held að mér myndi bara leiðast ef ég væri ekki að spila vitandi að ég gæti enn þá verið úti á vellinum. Ég ætla bara að leggja enn meira á mig og halda áfram að spila í mörg ár í viðbót.“ Gisele hefur áhyggjur af manninum sínum í hverjum leik þar sem í hinu liðinu er haugur af 100-150 kílóa drekum sem vinna við það eitt að fella leikstjórnendur og helst meiða þá. Brady opinberaði í viðtalinu í gær að Gisele gaf honum hálsmen sem á að hafa krafta til þess að verja eiginmanninn. „Hún er mjög ánægð með að ég nota hálsmenið því hún vill ekki að neinn felli mig. Hún segir mér alltaf að kasta boltanum frá mér rosalega hratt. Ég reyni að fara eftir því,“ segir Tom Brady. My everything A photo posted by Tom Brady (@tombrady) on Feb 6, 2017 at 7:07am PST
NFL Tengdar fréttir Týnd treyja Brady gæti verið meira en 50 milljóna króna virði Svo virðist sem að einhver hafi stolið treyju Tom Brady eftir að hann vann sinn fimmta meistaratitil í NFL-deildinni á sunnudag. 7. febrúar 2017 11:30 Meisturunum fagnað í snjókomu og kulda | Myndir Snjókoma og fimbulkuldi kom ekki í veg fyrir að þúsundir stuðningsmanna New England Patriots færu út á götur Boston í dag til þess að fagna NFL-meisturum New England Patriots. 7. febrúar 2017 23:15 Sjáðu eina ótrúlegustu senu í sögu Super Bowl sem leiddi til sigurs Patriots Fáránlegur gripinn bolti í lokasókn New England Patriots hjálpaði liðinu að vinna fimmta Super Bowl-titilinn. 6. febrúar 2017 13:45 Boston Globe játaði ósigur Patriots Kvöldútgáfa blaðsins fór í prent áður en Super Bowl lauk. 7. febrúar 2017 22:30 Edelman um tilþrifin ótrúlegu: 70 prósent heppni Bill Belichick og Julian Edelman fóru á kostum í spjallþætti Jimmy Fallon. 8. febrúar 2017 12:00 Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sjá meira
Týnd treyja Brady gæti verið meira en 50 milljóna króna virði Svo virðist sem að einhver hafi stolið treyju Tom Brady eftir að hann vann sinn fimmta meistaratitil í NFL-deildinni á sunnudag. 7. febrúar 2017 11:30
Meisturunum fagnað í snjókomu og kulda | Myndir Snjókoma og fimbulkuldi kom ekki í veg fyrir að þúsundir stuðningsmanna New England Patriots færu út á götur Boston í dag til þess að fagna NFL-meisturum New England Patriots. 7. febrúar 2017 23:15
Sjáðu eina ótrúlegustu senu í sögu Super Bowl sem leiddi til sigurs Patriots Fáránlegur gripinn bolti í lokasókn New England Patriots hjálpaði liðinu að vinna fimmta Super Bowl-titilinn. 6. febrúar 2017 13:45
Boston Globe játaði ósigur Patriots Kvöldútgáfa blaðsins fór í prent áður en Super Bowl lauk. 7. febrúar 2017 22:30
Edelman um tilþrifin ótrúlegu: 70 prósent heppni Bill Belichick og Julian Edelman fóru á kostum í spjallþætti Jimmy Fallon. 8. febrúar 2017 12:00