Betsy DeVos: Hvað skýrir óvinsældir hennar? atli ísleifsson skrifar 8. febrúar 2017 11:47 Betsy DeVos hefur lengi dælt peningum í Repúblikanaflokksins. Vísir/AFP Af öllum þeim umdeildu mönnum sem Donald Trump tilnefndi í ríkisstjórn og aðrar æðstu stöður bandaríska ríkisins, virðist enginn njóta jafn mikilla óvinsælda og nýskipaður menntamálaráðherra, Betsy DeVos. Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti í gær DeVos í ráðherraembætti, þar sem atkvæðin féllu á þann veg að 51 greiddi atkvæði með en fimmtíu á móti. Varaforsetinn Mike Pence þurfti þar með að nýta atkvæðisrétt sinn þar sem tveir þingmenn Repúblikana lögðust gegn skipuninni sem gerði það að verkum að jafnt var í fylkingum. Afar fátítt er að varaforseti nýti atkvæðisrétt sinn og var þetta til að mynda í fyrsta sinn sem slíkt gerist þar sem höggvið er á hnút í öldungadeildinni vegna tilnefningar í ríkisstjórn.„Snjall og ástríðufullur talsmaður menntunar“Trump tilnefndi DeVos í nóvember þar sem hann kallaði hana „snjallan og ástríðufullan talsmann menntunar“. DeVos mætti svo fyrir þingnefnd í janúar þar sem frammistaða hennar þótti afar misjöfn, sem varð meðal annars til þess að tveir þingmenn Repúblikana neituðu að styðja hana. Þá lögðust verkalýðsfélög, samtök kennara og ýmis réttindasamtök gegn skipuninni. Í frétt BBC er farið yfir ástæður þess að hin 59 ára DeVos virðist njóta lítilla vinsælda. DeVos er mjög auðug og hefur dælt fjármagni í Repúblikanaflokkinn, auk þess að vera fyrrverandi formaður flokksins í Michigan-ríki. Segir að hún hafi lengi barist fyrir umbótum á sviði menntamála í ríkinu. DeVos er gift Dick DeVos, fyrrverandi framkvæmdastjóri snyrti- og næringarefnarisans Amway, og á eiga þau fjögur börn. Bróðir hennar er Erik Prince, stofnandi hinnar umdeildu öryggisþjónustu Blackwater.Congratulations to our new Education Secretary, @BetsyDeVos! pic.twitter.com/w7jE6G2x0p— President Trump (@POTUS) February 7, 2017 Lýsti Trump sem boðflennuDeVos-fjölskyldan studdi til að byrja með framboð Jeb Bush og Scott Walker í forkosningum Repúblikana um hver yrði forsetaefni flokksins. Í mars síðastliðinn lýsti DeVos Trump sem „boðflennu sem væri ekki málsvari Repúblikanaflokksins“. Mikið af þeirri gagnrýni sem hefur beinst að DeVos snýr að stuðningi hennar við skóla sem reknir eru af einstaklingum eða félagasamtökum en njóta fjárstuðnings hins opinbera (e. charter schools). Hafa réttindasamtök á borð við ACLU harðlega gagnrýnt DeVos og rekstur slíkra skóla, sem valda ríkisreknum skólum miklum skaða og ótvíræðar sannarnir liggi fyrir um að slíkir skólar séu á engan hátt fremri „venjulegum ríkisskólum“. Þá hefur DeVos barist fyrir því að draga úr eftirliti með umræddum skólum, þó að sú barátta hafi enn ekki skilað árangri. Gagnrýnendur segja að með því að draga úr eftirliti yrði það umræddum skólum í sjálfsvald sett hvernig námskrá liti út og óttast að þannig væri hægt að prédika sköpunarkenninguna og margt fleira.Að neðan má sjá brot úr yfirheyslu þingmanna þar sem Elizabeth Warren spyr DeVos spurninga.Sögð skorta reynslu af ríkisskólum Einn þeirra þingmanna Repúblikana sem greiddi atkvæði gegn DeVos, Susan Collins frá Maine, sagðist hafa áhyggjur af því að DeVos skorti reynslu af ríkisskólum og að sú staðreynd myndi gera henni erfitt að skilja, greina og aðstoða við þær áskoranir sem skólarnir standa frammi fyrir, sér í lagi á landsbyggðinni. Í yfirheyrslu þingnefndarinnar sýndi DeVos auk þess engin merki þess að vera kunnugt um lög sem krefast þess að ríkisreknir skólar geri ráðstafanir til að tryggja aðgengi fyrir og réttindi fatlaðra nemenda.I appreciate the Senate's diligence & am honored to serve as @usedgov Secretary. Let's improve options & outcomes for all US students.— Betsy DeVos (@BetsyDeVos) February 7, 2017 Þar var DeVos einnig spurð um afstöðu sína til þess hvort að heimila beri nemendum að bera skotvopn. Sagði hún það ef til vill nauðsynlegt fyrir nemendur, til dæmis í Wyoming-ríki, til að verjast grábjörnum. Netverjar hafa auk þess margir gert grín að DeVos fyrir þær málfarsvillur sem voru í tísti þá væntanlegs menntamálaráðherra á innsetningardegi Trump forseta. DeVos baðst síðar afsökunar á villunum og sagði það sönnun þess að starfslið hennar væri einungis mannlegt. Donald Trump Fréttaskýringar Tengdar fréttir DeVos einu atkvæði frá því að verða ekki menntamálaráðherra í ríkisstjórn Trump Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í sögulegri kosningu í dag tilnefningu Betsy DeVos í embætti menntamálaráðherra í ríkisstjórn Donald Trump. Atkvæðin féllu þannig að 51 greiddi atkvæði með DeVos en 50 greiddu atkvæði á móti svo afar mjótt var á munum. 7. febrúar 2017 21:20 Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Sjá meira
Af öllum þeim umdeildu mönnum sem Donald Trump tilnefndi í ríkisstjórn og aðrar æðstu stöður bandaríska ríkisins, virðist enginn njóta jafn mikilla óvinsælda og nýskipaður menntamálaráðherra, Betsy DeVos. Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti í gær DeVos í ráðherraembætti, þar sem atkvæðin féllu á þann veg að 51 greiddi atkvæði með en fimmtíu á móti. Varaforsetinn Mike Pence þurfti þar með að nýta atkvæðisrétt sinn þar sem tveir þingmenn Repúblikana lögðust gegn skipuninni sem gerði það að verkum að jafnt var í fylkingum. Afar fátítt er að varaforseti nýti atkvæðisrétt sinn og var þetta til að mynda í fyrsta sinn sem slíkt gerist þar sem höggvið er á hnút í öldungadeildinni vegna tilnefningar í ríkisstjórn.„Snjall og ástríðufullur talsmaður menntunar“Trump tilnefndi DeVos í nóvember þar sem hann kallaði hana „snjallan og ástríðufullan talsmann menntunar“. DeVos mætti svo fyrir þingnefnd í janúar þar sem frammistaða hennar þótti afar misjöfn, sem varð meðal annars til þess að tveir þingmenn Repúblikana neituðu að styðja hana. Þá lögðust verkalýðsfélög, samtök kennara og ýmis réttindasamtök gegn skipuninni. Í frétt BBC er farið yfir ástæður þess að hin 59 ára DeVos virðist njóta lítilla vinsælda. DeVos er mjög auðug og hefur dælt fjármagni í Repúblikanaflokkinn, auk þess að vera fyrrverandi formaður flokksins í Michigan-ríki. Segir að hún hafi lengi barist fyrir umbótum á sviði menntamála í ríkinu. DeVos er gift Dick DeVos, fyrrverandi framkvæmdastjóri snyrti- og næringarefnarisans Amway, og á eiga þau fjögur börn. Bróðir hennar er Erik Prince, stofnandi hinnar umdeildu öryggisþjónustu Blackwater.Congratulations to our new Education Secretary, @BetsyDeVos! pic.twitter.com/w7jE6G2x0p— President Trump (@POTUS) February 7, 2017 Lýsti Trump sem boðflennuDeVos-fjölskyldan studdi til að byrja með framboð Jeb Bush og Scott Walker í forkosningum Repúblikana um hver yrði forsetaefni flokksins. Í mars síðastliðinn lýsti DeVos Trump sem „boðflennu sem væri ekki málsvari Repúblikanaflokksins“. Mikið af þeirri gagnrýni sem hefur beinst að DeVos snýr að stuðningi hennar við skóla sem reknir eru af einstaklingum eða félagasamtökum en njóta fjárstuðnings hins opinbera (e. charter schools). Hafa réttindasamtök á borð við ACLU harðlega gagnrýnt DeVos og rekstur slíkra skóla, sem valda ríkisreknum skólum miklum skaða og ótvíræðar sannarnir liggi fyrir um að slíkir skólar séu á engan hátt fremri „venjulegum ríkisskólum“. Þá hefur DeVos barist fyrir því að draga úr eftirliti með umræddum skólum, þó að sú barátta hafi enn ekki skilað árangri. Gagnrýnendur segja að með því að draga úr eftirliti yrði það umræddum skólum í sjálfsvald sett hvernig námskrá liti út og óttast að þannig væri hægt að prédika sköpunarkenninguna og margt fleira.Að neðan má sjá brot úr yfirheyslu þingmanna þar sem Elizabeth Warren spyr DeVos spurninga.Sögð skorta reynslu af ríkisskólum Einn þeirra þingmanna Repúblikana sem greiddi atkvæði gegn DeVos, Susan Collins frá Maine, sagðist hafa áhyggjur af því að DeVos skorti reynslu af ríkisskólum og að sú staðreynd myndi gera henni erfitt að skilja, greina og aðstoða við þær áskoranir sem skólarnir standa frammi fyrir, sér í lagi á landsbyggðinni. Í yfirheyrslu þingnefndarinnar sýndi DeVos auk þess engin merki þess að vera kunnugt um lög sem krefast þess að ríkisreknir skólar geri ráðstafanir til að tryggja aðgengi fyrir og réttindi fatlaðra nemenda.I appreciate the Senate's diligence & am honored to serve as @usedgov Secretary. Let's improve options & outcomes for all US students.— Betsy DeVos (@BetsyDeVos) February 7, 2017 Þar var DeVos einnig spurð um afstöðu sína til þess hvort að heimila beri nemendum að bera skotvopn. Sagði hún það ef til vill nauðsynlegt fyrir nemendur, til dæmis í Wyoming-ríki, til að verjast grábjörnum. Netverjar hafa auk þess margir gert grín að DeVos fyrir þær málfarsvillur sem voru í tísti þá væntanlegs menntamálaráðherra á innsetningardegi Trump forseta. DeVos baðst síðar afsökunar á villunum og sagði það sönnun þess að starfslið hennar væri einungis mannlegt.
Donald Trump Fréttaskýringar Tengdar fréttir DeVos einu atkvæði frá því að verða ekki menntamálaráðherra í ríkisstjórn Trump Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í sögulegri kosningu í dag tilnefningu Betsy DeVos í embætti menntamálaráðherra í ríkisstjórn Donald Trump. Atkvæðin féllu þannig að 51 greiddi atkvæði með DeVos en 50 greiddu atkvæði á móti svo afar mjótt var á munum. 7. febrúar 2017 21:20 Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Sjá meira
DeVos einu atkvæði frá því að verða ekki menntamálaráðherra í ríkisstjórn Trump Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í sögulegri kosningu í dag tilnefningu Betsy DeVos í embætti menntamálaráðherra í ríkisstjórn Donald Trump. Atkvæðin féllu þannig að 51 greiddi atkvæði með DeVos en 50 greiddu atkvæði á móti svo afar mjótt var á munum. 7. febrúar 2017 21:20