Geta ekki haldið skipverjanum lengur en þrjá mánuði án ákæru Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. febrúar 2017 21:16 Lögregla leiðir sakborninginn í málinu úr Héraðsdómi Reykjaness síðastliðinn fimmtudag. Vísir/Anton Brink Lögregla og ákæruvald geta ekki haldið skipverjanum af grænlenska togaranum Polar Nanoq sem grunaður er um að hafa myrt Birnu Brjánsdóttur í gæsluvarðhaldi lengur en þrjá mánuði, það er tólf vikur, án ákæru. Manninum er nú haldið á grundvelli rannsóknarhagsmuna og er ekki hægt að halda honum lengur en tólf vikur vegna þeirra.Samkvæmt 2. málsgrein 95. greinar laga um meðferð sakamála má hins vegar halda einstaklingi lengur í gæsluvarðhaldi sé hann grunaður um brot sem varðar allt að 10 ára fangelsi. Er það þá gert á grundvelli almannahagsmuna en ákæruvald verður þó að gefa út ákæru áður en til þess kemur, það er innan tólf vikna. Sé það ekki gert verður að sleppa viðkomandi úr haldi að sögn Jóns H. B. Snorrasonar, yfirsaksóknara hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn, sem setið hefur í gæsluvarðhaldi síðan þann 19. janúar síðastliðinn, er grunaður um manndráp og varðar það allt að 16 ára fangelsi. Hann sætir einangrun á Litla-Hrauni en í liðinni viku var hann úrskurðaður í áframhaldandi tveggja vikna varðhald í Héraðsdómi Reykjaness, eða til 16. febrúar. Verjandi mannsins kærði þann úrskurð til Hæstaréttar sem enn á eftir að kveða upp sinn dóm en reikna má með að það verði gert á morgun.Greint var frá því fyrr í kvöld að lögreglan telji að dánarorsök Birnu hafi verið drukknun. Þá voru áverkar á líki hennar sem benda til þess að þrengt hafi verið að hálsi hennar. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins, vildi ekki tjá sig um dánarorsökina þegar Vísir leitaði eftir því fyrr í kvöld. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Segir manninn hafa verið samstarfsfúsan frá upphafi Verjandi mannsins, sem grunaður var um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana en er nú laus úr haldi, segir hann hafa verið samstarfsfúsan frá upphafi. Einangrunin og málið í heild hafi reynst honum afar erfitt. Hann sé að vinna úr sínum málum á Grænlandi með aðstoð fjölskyldu og fagaðila. 6. febrúar 2017 20:30 Telja dánarorsök Birnu vera drukknun Lögreglan telur að dánarorsök Birnu Brjánsdóttur, sem fannst látin við Selvogsvita þann 22. janúar síðastliðinn, hafi verið drukknun. 6. febrúar 2017 19:06 Birna var á lífi við komuna á bryggjuna Lögreglan rannsakar hvort Birnu Brjánsdóttur hafi verið ráðinn bani við bryggjusporðinn á Hafnarfjarðarhöfn. Gengið er út frá því að Birnu hafi ekki verið unninn miski fyrr en eftir að hún var ein í bílnum með Thomas Møller Olsen. 6. febrúar 2017 04:00 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Lögregla og ákæruvald geta ekki haldið skipverjanum af grænlenska togaranum Polar Nanoq sem grunaður er um að hafa myrt Birnu Brjánsdóttur í gæsluvarðhaldi lengur en þrjá mánuði, það er tólf vikur, án ákæru. Manninum er nú haldið á grundvelli rannsóknarhagsmuna og er ekki hægt að halda honum lengur en tólf vikur vegna þeirra.Samkvæmt 2. málsgrein 95. greinar laga um meðferð sakamála má hins vegar halda einstaklingi lengur í gæsluvarðhaldi sé hann grunaður um brot sem varðar allt að 10 ára fangelsi. Er það þá gert á grundvelli almannahagsmuna en ákæruvald verður þó að gefa út ákæru áður en til þess kemur, það er innan tólf vikna. Sé það ekki gert verður að sleppa viðkomandi úr haldi að sögn Jóns H. B. Snorrasonar, yfirsaksóknara hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn, sem setið hefur í gæsluvarðhaldi síðan þann 19. janúar síðastliðinn, er grunaður um manndráp og varðar það allt að 16 ára fangelsi. Hann sætir einangrun á Litla-Hrauni en í liðinni viku var hann úrskurðaður í áframhaldandi tveggja vikna varðhald í Héraðsdómi Reykjaness, eða til 16. febrúar. Verjandi mannsins kærði þann úrskurð til Hæstaréttar sem enn á eftir að kveða upp sinn dóm en reikna má með að það verði gert á morgun.Greint var frá því fyrr í kvöld að lögreglan telji að dánarorsök Birnu hafi verið drukknun. Þá voru áverkar á líki hennar sem benda til þess að þrengt hafi verið að hálsi hennar. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins, vildi ekki tjá sig um dánarorsökina þegar Vísir leitaði eftir því fyrr í kvöld.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Segir manninn hafa verið samstarfsfúsan frá upphafi Verjandi mannsins, sem grunaður var um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana en er nú laus úr haldi, segir hann hafa verið samstarfsfúsan frá upphafi. Einangrunin og málið í heild hafi reynst honum afar erfitt. Hann sé að vinna úr sínum málum á Grænlandi með aðstoð fjölskyldu og fagaðila. 6. febrúar 2017 20:30 Telja dánarorsök Birnu vera drukknun Lögreglan telur að dánarorsök Birnu Brjánsdóttur, sem fannst látin við Selvogsvita þann 22. janúar síðastliðinn, hafi verið drukknun. 6. febrúar 2017 19:06 Birna var á lífi við komuna á bryggjuna Lögreglan rannsakar hvort Birnu Brjánsdóttur hafi verið ráðinn bani við bryggjusporðinn á Hafnarfjarðarhöfn. Gengið er út frá því að Birnu hafi ekki verið unninn miski fyrr en eftir að hún var ein í bílnum með Thomas Møller Olsen. 6. febrúar 2017 04:00 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Segir manninn hafa verið samstarfsfúsan frá upphafi Verjandi mannsins, sem grunaður var um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana en er nú laus úr haldi, segir hann hafa verið samstarfsfúsan frá upphafi. Einangrunin og málið í heild hafi reynst honum afar erfitt. Hann sé að vinna úr sínum málum á Grænlandi með aðstoð fjölskyldu og fagaðila. 6. febrúar 2017 20:30
Telja dánarorsök Birnu vera drukknun Lögreglan telur að dánarorsök Birnu Brjánsdóttur, sem fannst látin við Selvogsvita þann 22. janúar síðastliðinn, hafi verið drukknun. 6. febrúar 2017 19:06
Birna var á lífi við komuna á bryggjuna Lögreglan rannsakar hvort Birnu Brjánsdóttur hafi verið ráðinn bani við bryggjusporðinn á Hafnarfjarðarhöfn. Gengið er út frá því að Birnu hafi ekki verið unninn miski fyrr en eftir að hún var ein í bílnum með Thomas Møller Olsen. 6. febrúar 2017 04:00