Sport

Vængja kappátið var fyrirboði | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
New England Patriots vann Atlanta Falcons, 34-28, í ótrúlegum Super Bowl-leik í nótt þar sem Tom Brady vann sinn fimmta meistaratitil.

Leikurinn var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD en upphitun fyrir leikinn hófst 70 mínútum fyrir leik. Þar var farið yfir allt það helsta og slegið á létta strengi.

Til að hita upp fyrir leikinn voru stuðningsmenn liðanna fengnir í kappát á American Bar þar sem þeir þurftu að hesthúsa eins mörgum vængjum frá Dirty Burger and Ribs og mögulegt var og svala niður einum ísköldum á einni mínútu.

Snapchat-stjarnan Magnús Guðmundsson, betur þekktur sem Maggi Peran, keppti á móti vini sínum Lofti Birgissyni en báðir eru miklir matmenn. Peran heldur með Falcons en Loftur með New England.

Innslagið má sjá hér að ofan en skemmst er frá því að segja að það var fyrirboði fyrir það sem gerðist svo um kvöldið.

NFL

Tengdar fréttir

Super Bowl: Senda Trump tóninn

Fyrirtækin Lumber 84, Budweiser og Airbnb hafa vakið sérstaklega athygli fyrir auglýsiningar sínar, sem virðast hafa verið beinlínis framleiddar með meinta einangrunarstefnu Donald Trump í huga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×