Blönduð einkavæðing Stjórnarmaðurinn skrifar 6. febrúar 2017 15:15 Um áramót stóðu hreinar skuldir ríkissjóðs í rúmum 750 milljörðum króna samkvæmt tölum frá fjármálaráðuneytinu. Heildarskuldastaðan var hins vegar um 1.100 milljarðar króna. Á fyrstu ellefu mánuðum síðasta árs námu vaxtagreiðslur ríkissjóðs tæpum 70 milljörðum. Ísland er lítið skuldsett land í sjálfu sér en hreinar skuldir ríkissjóðs nema rétt ríflega 30% af vergri landsframleiðslu sem telst hóflegt í alþjóðlegu samhengi. Engu að síður er áhugavert að velta því fyrir sér hvernig hagræða mætti í ríkisrekstrinum og mæta þannig æ háværari og sanngjörnum kröfum um aukin framlög til heilbrigðismála og annarra innviða sem þurfa að þola aukinn átroðning með sívaxandi ferðamannastraumi. Í því samhengi er athyglisvert að þær sömu raddir og krefjast aukinna framlaga til heilbrigðismála og annarrar grunnþjónustu mega alls ekki heyra minnst á sölu ríkiseigna og beita gjarnan fyrir sig skammaryrðinu „einkavæðing“. Það er aftur á móti ekki hið sama að aðhyllast hreina einkavæðingu annars vegar eða skynsamlega aðkomu einkaaðila að ríkisrekstri hins vegar. Þannig hefur norski olíurisinn Statoil verið skráður á markað að hluta um áratugaskeið. Félagið er 70% í eigu norska ríkisins og afgangurinn í eigu fjárfesta á markaði. Ekki hefur annað heyrst en að þessi blanda hafi reynst vel. Einkafjárfestarnir veita aðhald og koma með sérþekkingu að borðinu, auk þess sem almenningur á greiðan aðgang að félaginu sem fjárfestingarkosti gegnum hlutabréfamarkaðinn. Ríkið veitir svo kjölfestu. Ríkið á margar seljanlegar eignir. Má þar nefna hluti í bönkunum, Landsvirkjun og Isavia. Einhverjar þessara eigna mætti vafalaust selja að fullu. Aðrar eignir, eins og t.d. Landsvirkjun, mætti selja að hluta eftir norsku leiðinni. Þannig mætti kannski sætta sjónarmið og finna hinn gullna meðalveg. Greiða skuldir ríkissjóðs niður að allt að því fullu, og nota þann vaxtakostnað sem sparast til að styrkja grunnstoðirnar. Það telst varla mikil hægrimennska að vilja styrkja velferðarkerfið. Eða hvað?Uppfært kl. 16:42: Í upphaflegri útgáfu pistilsins sagði að vaxtagreiðslur ríkissjóðs á fyrstu níu mánuðum síðasta árs hefðu numið tæpum 200 milljörðum króna. Það er ekki rétt.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Stýrivextir halda áfram að lækka Viðskipti innlent Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Um áramót stóðu hreinar skuldir ríkissjóðs í rúmum 750 milljörðum króna samkvæmt tölum frá fjármálaráðuneytinu. Heildarskuldastaðan var hins vegar um 1.100 milljarðar króna. Á fyrstu ellefu mánuðum síðasta árs námu vaxtagreiðslur ríkissjóðs tæpum 70 milljörðum. Ísland er lítið skuldsett land í sjálfu sér en hreinar skuldir ríkissjóðs nema rétt ríflega 30% af vergri landsframleiðslu sem telst hóflegt í alþjóðlegu samhengi. Engu að síður er áhugavert að velta því fyrir sér hvernig hagræða mætti í ríkisrekstrinum og mæta þannig æ háværari og sanngjörnum kröfum um aukin framlög til heilbrigðismála og annarra innviða sem þurfa að þola aukinn átroðning með sívaxandi ferðamannastraumi. Í því samhengi er athyglisvert að þær sömu raddir og krefjast aukinna framlaga til heilbrigðismála og annarrar grunnþjónustu mega alls ekki heyra minnst á sölu ríkiseigna og beita gjarnan fyrir sig skammaryrðinu „einkavæðing“. Það er aftur á móti ekki hið sama að aðhyllast hreina einkavæðingu annars vegar eða skynsamlega aðkomu einkaaðila að ríkisrekstri hins vegar. Þannig hefur norski olíurisinn Statoil verið skráður á markað að hluta um áratugaskeið. Félagið er 70% í eigu norska ríkisins og afgangurinn í eigu fjárfesta á markaði. Ekki hefur annað heyrst en að þessi blanda hafi reynst vel. Einkafjárfestarnir veita aðhald og koma með sérþekkingu að borðinu, auk þess sem almenningur á greiðan aðgang að félaginu sem fjárfestingarkosti gegnum hlutabréfamarkaðinn. Ríkið veitir svo kjölfestu. Ríkið á margar seljanlegar eignir. Má þar nefna hluti í bönkunum, Landsvirkjun og Isavia. Einhverjar þessara eigna mætti vafalaust selja að fullu. Aðrar eignir, eins og t.d. Landsvirkjun, mætti selja að hluta eftir norsku leiðinni. Þannig mætti kannski sætta sjónarmið og finna hinn gullna meðalveg. Greiða skuldir ríkissjóðs niður að allt að því fullu, og nota þann vaxtakostnað sem sparast til að styrkja grunnstoðirnar. Það telst varla mikil hægrimennska að vilja styrkja velferðarkerfið. Eða hvað?Uppfært kl. 16:42: Í upphaflegri útgáfu pistilsins sagði að vaxtagreiðslur ríkissjóðs á fyrstu níu mánuðum síðasta árs hefðu numið tæpum 200 milljörðum króna. Það er ekki rétt.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Stýrivextir halda áfram að lækka Viðskipti innlent Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira