Bjóða 95 prósent fasteignalán: „Vonandi fyrsta skrefið í átt að því sem koma skal“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. febrúar 2017 12:10 Mikil uppbygging er á döfinni á Kársnesi í Kópavogi. Vísir/Vilhelm Talsmaður byggingarfélagsins Þaks, sem hóf á dögunum að bjóða 95% fasteignalán, segir fleiri félög hafa í hyggju að bjóða viðskiptavinum sínum upp á svipað lánshlutfall. Það sé vonandi fyrsta skrefið í átt að því sem koma skal enda sé markaðurinn erfiður ungu fólki. Félagið hefur ekki áhyggjur af því að lántakar sem þurfi að reiða sig á svo hátt lánshlutfall sé borgunarfólk, það borgi nú þegar meira í leigu. Byggingarfélagið Þak hóf á dögunum sölu á tíu íbúðum á Kársnesbraut í Kópavogi. Íbúðirnar eru 29 til 47 fermetrar að stærð og söluverð þeirra á bilinu 15,9 til 23,9 milljónir króna sem fólki býðst að fjármagna með allt að 95% láni. Því þurfa kaupendur einungis að reiða fram um 5 prósent kaupverðsins. Útborgun fyrir minnstu íbúðirnar er 795 þúsund og afborgun á mánuði um 90 þúsund krónur fyrstu 7 árin. Að þeim tíma liðnum er gert ráð fyrir að greiðslubyrðin komi til með að lækka í um 50 þúsund krónur á mánuði. Fyrir stærri íbúðirnar sé útborgunin um 1150 þúsund krónur og um 140 þúsund krónur á mánuði fyrstu 7 árin, 80 þúsund eftir það. Sverrir Einar Eiríksson hjá Byggingarfélaginu Þaki segir fólk geta valið hvort um verðtryggt eða óverðtryggt lán sé að ræða en gengið sé út frá því að tekið sé 80% verðtryggt bankalán og það sem upp á vantar, 15%, sé óverðtryggt. Seljendalánið er til allt að sjö ára og ber 9,8% vexti. Sverrir Einar EiríkssonVísir/Anton BrinkRæður við þetta ef það ræður við leigu Sverrir segir félagið ekki óttast að fólk sem þarf að reiða sig á svo hátt lánshlutfall sé ekki borgunarfólk fyrir greiðslunum. „Ef fólk getur borgað leigu í dag þá getur það borgað þetta,“ segir Sverrir. Hann tekur sem dæmi að - „ef þú ert að leigja einhvers staðar er ekki óvenjulegt að þú þurfir að borga 200 þúsund krónur á mánuði og jafnvel þrjá mánuði, 600 þúsund, í tryggingu.“ Það sé umtalsvert minna en reiknað er með í dæmunum hér að ofan. Ef allt fari á versta veg yrði félagið bara að leysa til sín íbúðirnar aftur- „en við værum ekki að bjóða upp á þetta ef við hefðum ekki fulla trú á því að fasteignarverð muni hækka,“ bætir Sverrir við. Í nýrri skýrslu greiningardeildar Arion banka er til að mynda gert ráð fyrir að húsnæðisverð muni hækka um 30% fram til ársloka 2019. Sverrir segir marga fulltrúa byggingafyrirtækja hafa hringt í hann að undanförnu sem segjast hafa í hyggju að koma upp sams konar kerfi. „Þannig að vonandi er þetta fyrsta skrefið í átt að því sem koma skal. Það er svo hryllilega erfitt fyrir ungt fólk að komast inn á markaðinn og það er sárgrætilegt að vera fastur í leigu einhvers staðar. Geta þannig ekki með nokkru móti losnað án þess að slengja út hönd og fót til þess að kaupa sér eign. Þetta er ekki skemmtilegt," segir Sverrir sem segir fyrirtækið ætla að halda ótrautt áfram ef vel gengur og byggja fleiri íbúðir á þessum kjörum. Mest lesið „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira
Talsmaður byggingarfélagsins Þaks, sem hóf á dögunum að bjóða 95% fasteignalán, segir fleiri félög hafa í hyggju að bjóða viðskiptavinum sínum upp á svipað lánshlutfall. Það sé vonandi fyrsta skrefið í átt að því sem koma skal enda sé markaðurinn erfiður ungu fólki. Félagið hefur ekki áhyggjur af því að lántakar sem þurfi að reiða sig á svo hátt lánshlutfall sé borgunarfólk, það borgi nú þegar meira í leigu. Byggingarfélagið Þak hóf á dögunum sölu á tíu íbúðum á Kársnesbraut í Kópavogi. Íbúðirnar eru 29 til 47 fermetrar að stærð og söluverð þeirra á bilinu 15,9 til 23,9 milljónir króna sem fólki býðst að fjármagna með allt að 95% láni. Því þurfa kaupendur einungis að reiða fram um 5 prósent kaupverðsins. Útborgun fyrir minnstu íbúðirnar er 795 þúsund og afborgun á mánuði um 90 þúsund krónur fyrstu 7 árin. Að þeim tíma liðnum er gert ráð fyrir að greiðslubyrðin komi til með að lækka í um 50 þúsund krónur á mánuði. Fyrir stærri íbúðirnar sé útborgunin um 1150 þúsund krónur og um 140 þúsund krónur á mánuði fyrstu 7 árin, 80 þúsund eftir það. Sverrir Einar Eiríksson hjá Byggingarfélaginu Þaki segir fólk geta valið hvort um verðtryggt eða óverðtryggt lán sé að ræða en gengið sé út frá því að tekið sé 80% verðtryggt bankalán og það sem upp á vantar, 15%, sé óverðtryggt. Seljendalánið er til allt að sjö ára og ber 9,8% vexti. Sverrir Einar EiríkssonVísir/Anton BrinkRæður við þetta ef það ræður við leigu Sverrir segir félagið ekki óttast að fólk sem þarf að reiða sig á svo hátt lánshlutfall sé ekki borgunarfólk fyrir greiðslunum. „Ef fólk getur borgað leigu í dag þá getur það borgað þetta,“ segir Sverrir. Hann tekur sem dæmi að - „ef þú ert að leigja einhvers staðar er ekki óvenjulegt að þú þurfir að borga 200 þúsund krónur á mánuði og jafnvel þrjá mánuði, 600 þúsund, í tryggingu.“ Það sé umtalsvert minna en reiknað er með í dæmunum hér að ofan. Ef allt fari á versta veg yrði félagið bara að leysa til sín íbúðirnar aftur- „en við værum ekki að bjóða upp á þetta ef við hefðum ekki fulla trú á því að fasteignarverð muni hækka,“ bætir Sverrir við. Í nýrri skýrslu greiningardeildar Arion banka er til að mynda gert ráð fyrir að húsnæðisverð muni hækka um 30% fram til ársloka 2019. Sverrir segir marga fulltrúa byggingafyrirtækja hafa hringt í hann að undanförnu sem segjast hafa í hyggju að koma upp sams konar kerfi. „Þannig að vonandi er þetta fyrsta skrefið í átt að því sem koma skal. Það er svo hryllilega erfitt fyrir ungt fólk að komast inn á markaðinn og það er sárgrætilegt að vera fastur í leigu einhvers staðar. Geta þannig ekki með nokkru móti losnað án þess að slengja út hönd og fót til þess að kaupa sér eign. Þetta er ekki skemmtilegt," segir Sverrir sem segir fyrirtækið ætla að halda ótrautt áfram ef vel gengur og byggja fleiri íbúðir á þessum kjörum.
Mest lesið „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira