Harry Bretaprins og Megan Markle hugguleg á stefnumóti Ritstjórn skrifar 6. febrúar 2017 11:45 Harry og Megan hittust fyrst í maí í fyrra. Mynd/TMZ Harry Bretaprins og Megan Markle, kærastan hans, sáust á stefnumóti í London um helgina. Þau fóru út að borða og náðust myndir af þeim yfirgefa staðinn. Það hefur lítið sem ekkert sést til parsins síðan að fréttir bárust seinasta haust að þau væru að stinga saman nefjum. Parið hittust fyrst í maí í fyrra í gegnum sameiginlegan vin. Samkvæmt breskum fjölmiðlum náðu þau strax vel saman og hafa verið nánast óaðskiljanleg síðan. Talið er að hún búi megnið af tímanum hjá honum í Kensington Palace sem staðsett er miðsvæðis í London. Megan fer með eitt aðalhlutverkið í þáttunum Suits en um þessar mundir er hlé á tökum. Hún er því að njóta lífsins í London ásamt kærastanum. Talið er að þau munu birtast saman opinberlega í fyrsta sinn í brúðkaupi Pippa Middleton, systur Kate Middleton, í maí. Megan hefur nú þegar hitt Kate og William en ekki er vitað hvort hún hafi enn hitt Elísabetu drottningu. Mest lesið Miklu meira en bara fataverslun Glamour „Lítur út eins og 75 ára gömul kona frá Miami.“ Glamour Beyonce mætt með stelpugengið sitt í nýju herferð Ivy Park Glamour Givenchy gefur út línu af barnafötum Glamour Óskiljanleg tískustefna Kim Kardashian Glamour Íris Björk og Chris Pine saman á rauða dreglinum Glamour Kylie litar sig aftur dökkhærða Glamour Harper Beckham hannar sína fyrstu flík aðeins 4 ára gömul Glamour Veldu réttan lit af naglalakki fyrir hátíðarnar Glamour Þetta eru fyrirsæturnar sem ganga í Victorias Secret tískusýningunni Glamour
Harry Bretaprins og Megan Markle, kærastan hans, sáust á stefnumóti í London um helgina. Þau fóru út að borða og náðust myndir af þeim yfirgefa staðinn. Það hefur lítið sem ekkert sést til parsins síðan að fréttir bárust seinasta haust að þau væru að stinga saman nefjum. Parið hittust fyrst í maí í fyrra í gegnum sameiginlegan vin. Samkvæmt breskum fjölmiðlum náðu þau strax vel saman og hafa verið nánast óaðskiljanleg síðan. Talið er að hún búi megnið af tímanum hjá honum í Kensington Palace sem staðsett er miðsvæðis í London. Megan fer með eitt aðalhlutverkið í þáttunum Suits en um þessar mundir er hlé á tökum. Hún er því að njóta lífsins í London ásamt kærastanum. Talið er að þau munu birtast saman opinberlega í fyrsta sinn í brúðkaupi Pippa Middleton, systur Kate Middleton, í maí. Megan hefur nú þegar hitt Kate og William en ekki er vitað hvort hún hafi enn hitt Elísabetu drottningu.
Mest lesið Miklu meira en bara fataverslun Glamour „Lítur út eins og 75 ára gömul kona frá Miami.“ Glamour Beyonce mætt með stelpugengið sitt í nýju herferð Ivy Park Glamour Givenchy gefur út línu af barnafötum Glamour Óskiljanleg tískustefna Kim Kardashian Glamour Íris Björk og Chris Pine saman á rauða dreglinum Glamour Kylie litar sig aftur dökkhærða Glamour Harper Beckham hannar sína fyrstu flík aðeins 4 ára gömul Glamour Veldu réttan lit af naglalakki fyrir hátíðarnar Glamour Þetta eru fyrirsæturnar sem ganga í Victorias Secret tískusýningunni Glamour