Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - KR 91-95 | Enn á ný klára KR-ingar jafnan leik Sindri Freyr Ágústsson í Iceland Glacial höllinni í Þorlákshöfn skrifar 3. febrúar 2017 21:45 Jón Arnór Stefánsson var rólegur í síðasta leik KR. vísir/eyþór KR-ingar hafa lagt í vana sinn á nýju ári að vinna hvern seiglusigurinn á fætur öðrum og það breyttist ekkert þegar Íslandsmeistarar KR unnu fjögurra stiga sigur á Þór í Þorlákshöfn, 95-91, í 16. umferð Domino´s deildar karla í körfubolta í kvöld. Sigurinn kom KR-ingum aftur í toppsæti Domino´s deildarinnar en Stjörnumenn höfðu verið þar síðan að þeir unnu Snæfell í Garðabænum í gærkvöldi. Brynjar Þór Björnsson og Jón Arnór Stefánsson skoruðu báðir 21 stig fyrir KR og Pavel Ermolinskij var með 18 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar. Nýr Bandaríkjamaður KR-inga, Philip Alawoya, var með 14 stig og 12 fráköst en öll stigin hans og 9 af fráköstunum komu í seinni hálfleiknum. KR-ingar voru sex stigum yfir eftir fyrsta leikhluta, 21-15, en frábær annar leikhluti snéri við leiknum. Þórsliðið vann annan leikhlutann 31-17 og var átta stigum yfir í hálfleik, 46-38. KR-ingar unnu sig aftur inn í leikinn í þriðja leikhlutanum og það munaði aðeins tveimur stigum á liðunum fyrir lokaleikhlutann, 68-66. KR-liðið skoraði sjö stig í röð á mikilvægum tíma um miðjan fjórða leikhluta og komst átta stigum yfir, 85-77.Það leit út fyrir að þeir væru að klára þetta en nóg átti eftir að gerast. Þórsarar gáfust aldrei upp og nýttu sér hver mistök KR-inga á fætur öðrum. KR-liðið slapp hinsvegar með skrekkinn og kláraði leikinn á vítalínunni Afhverju vann KR? Gestirnir úr vesturbæ þurftu að hafa mikið fyrir sigrinum í kvöld þegar þeir rétt unnu Þórsarana 91-95. KR náðu að vinna leikinn í lokasókninni sinni, þeir byrjuðu á því að klúðra skotinu sínu en Darri Hilmarsson náði að slá boltann í leikmann Þórsara og þaðan fór hann út af. Þetta atriði var það mikilvægasta í leiknum og þetta var það sem vann leikinn fyrir þá. Þórsarar misstu niður 8 stiga forskot sem þeir voru með í hálfleik og gestirnir náðu þá að koma með gott áhlaup og komust 10 stigum yfir þegar lítið var eftir og það dugði þeim til sigurs. Sigurvilji gestanna var líka ein af þessum aðal ástæðum fyrir því að þeir náðu að hirða þennan sigur.Bestu menn vallarins? Stór stjörnur gestanna þeir Jón Arnór, Brynjar og Pavel voru allir mjög góðir og skorðu þeir 60 stig af 95 fyrir KR. Jón Arnór var frábær allan leikinn þangað til að hann fékk sína 5 villu undir lok leiks. Jón skoraði 21 stig, gaf 6 stoðsendingar og reif niður 4 fráköst. Gaman að sjá hvað þessi leikmaður er ótrúlega góður í körfubolta. Hjá heimamönnum var það auðvitað hinn magnaði Tobin Carberry sem leiddi vagninn í kvöld en hann var stigahæstur(23), tók flest fráköst(10) og gaf flestar stoðsendingar(7) hjá heimamönnum. Halldór Garðar var einnig frábær hjá heimamönnum en hann er búinn að koma með fullt af flottum sprettum í vetur og það er klárt mál að þarna er efnilegur drengur á ferð.Hvað gekk illa? Bæði lið hefðu eflaust viljað fá minna af stigum á sig en þetta var bara þannig leikur að sóknarleikurinn var í aðalhlutverki. Bæði lið voru að tapa boltanum klaufarlega oft á tíðum en það gerist oft í svona jöfnum leikjum þannig að þjálfararnir hafa eflaust litlar áhyggjur af því.Finnur: Heilt yfir var þetta skref í rétta átt Finnur Freyr, þjálfari KR var sáttur með að ná í sigur í Þorlákshöfn í kvöld. „Þetta var bara leikur tveggja góðra liða og maður fann það alveg hversu vel æfðir þeir eru. Þeir voru að refsa okkur vel sérstaklega í öðrum og þriðja leikhluta en þegar við byrjuðum að læra aðeins betur og þá og aðeins meira inn á hvorn annan þá náðum við góðu forskoti,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson. „Við spiluðum mun betur í kvöld en við erum búnir að vera gera en við eigum fullt inn og það mikið af litlum hlutum bæði í vörn og sókn sem þarf að laga. Heilt yfir var þetta skref í rétta átt eins og í seinni hálfleik þegar við fórum að nota stóra manninn okkar aðeins meira þá fannst mér betri bragð á liðinu,“ sagði Finnur um spilamennsku liðsins.Einar Árni: Erum að vinna í ýmislegu Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórsara var svekktur að hafa tapað leiknum í kvöld. „Mér fannst við spila mjög vel á ákveðnum köflum á móti mögnuðu KR liði en það er svekkjandi að hugsa út í það að Óli gerir mjög vel með að halda Jón Arnóri í 15 stigum í fyrri hálfleik og svo skorar hann bara tvær körfu í seinni en samt töpum við,“ sagði Einar Árni. „Við settumst niður í jólafríinu og erum að vinna að ýmislegu nýju í okkar aðgerðum,“ sagði Einar Árni um hvernig þeir komu inn í árið.Brynjar: Gott að ná sigri Brynjar Þór Björnsson leikmaður KR var sáttur með sigurinn í kvöld en sagði að það mætti laga margt fyrir framhaldið. „Það var gott að ná að sigra í kvöld en við þurfum að laga okkar leik. Vörnin er kannski búin að vera allt í hingað til en við þurfum að laga margt í okkar sóknar aðgerðum.“ „P.J.Alawoya var fínn í kvöld en ég sé að hann getur hjálpað okkur mikið. Hann sýndi fína takta á köflum í kvöld og ég er spenntur að sjá hvernig hann verður í næstu leikjum,“ sagði Brynjar um nýja kanann hjá KR.Textalýsing: Þór Þ. - KR Dominos-deild karla Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Körfubolti Fleiri fréttir Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Sjá meira
KR-ingar hafa lagt í vana sinn á nýju ári að vinna hvern seiglusigurinn á fætur öðrum og það breyttist ekkert þegar Íslandsmeistarar KR unnu fjögurra stiga sigur á Þór í Þorlákshöfn, 95-91, í 16. umferð Domino´s deildar karla í körfubolta í kvöld. Sigurinn kom KR-ingum aftur í toppsæti Domino´s deildarinnar en Stjörnumenn höfðu verið þar síðan að þeir unnu Snæfell í Garðabænum í gærkvöldi. Brynjar Þór Björnsson og Jón Arnór Stefánsson skoruðu báðir 21 stig fyrir KR og Pavel Ermolinskij var með 18 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar. Nýr Bandaríkjamaður KR-inga, Philip Alawoya, var með 14 stig og 12 fráköst en öll stigin hans og 9 af fráköstunum komu í seinni hálfleiknum. KR-ingar voru sex stigum yfir eftir fyrsta leikhluta, 21-15, en frábær annar leikhluti snéri við leiknum. Þórsliðið vann annan leikhlutann 31-17 og var átta stigum yfir í hálfleik, 46-38. KR-ingar unnu sig aftur inn í leikinn í þriðja leikhlutanum og það munaði aðeins tveimur stigum á liðunum fyrir lokaleikhlutann, 68-66. KR-liðið skoraði sjö stig í röð á mikilvægum tíma um miðjan fjórða leikhluta og komst átta stigum yfir, 85-77.Það leit út fyrir að þeir væru að klára þetta en nóg átti eftir að gerast. Þórsarar gáfust aldrei upp og nýttu sér hver mistök KR-inga á fætur öðrum. KR-liðið slapp hinsvegar með skrekkinn og kláraði leikinn á vítalínunni Afhverju vann KR? Gestirnir úr vesturbæ þurftu að hafa mikið fyrir sigrinum í kvöld þegar þeir rétt unnu Þórsarana 91-95. KR náðu að vinna leikinn í lokasókninni sinni, þeir byrjuðu á því að klúðra skotinu sínu en Darri Hilmarsson náði að slá boltann í leikmann Þórsara og þaðan fór hann út af. Þetta atriði var það mikilvægasta í leiknum og þetta var það sem vann leikinn fyrir þá. Þórsarar misstu niður 8 stiga forskot sem þeir voru með í hálfleik og gestirnir náðu þá að koma með gott áhlaup og komust 10 stigum yfir þegar lítið var eftir og það dugði þeim til sigurs. Sigurvilji gestanna var líka ein af þessum aðal ástæðum fyrir því að þeir náðu að hirða þennan sigur.Bestu menn vallarins? Stór stjörnur gestanna þeir Jón Arnór, Brynjar og Pavel voru allir mjög góðir og skorðu þeir 60 stig af 95 fyrir KR. Jón Arnór var frábær allan leikinn þangað til að hann fékk sína 5 villu undir lok leiks. Jón skoraði 21 stig, gaf 6 stoðsendingar og reif niður 4 fráköst. Gaman að sjá hvað þessi leikmaður er ótrúlega góður í körfubolta. Hjá heimamönnum var það auðvitað hinn magnaði Tobin Carberry sem leiddi vagninn í kvöld en hann var stigahæstur(23), tók flest fráköst(10) og gaf flestar stoðsendingar(7) hjá heimamönnum. Halldór Garðar var einnig frábær hjá heimamönnum en hann er búinn að koma með fullt af flottum sprettum í vetur og það er klárt mál að þarna er efnilegur drengur á ferð.Hvað gekk illa? Bæði lið hefðu eflaust viljað fá minna af stigum á sig en þetta var bara þannig leikur að sóknarleikurinn var í aðalhlutverki. Bæði lið voru að tapa boltanum klaufarlega oft á tíðum en það gerist oft í svona jöfnum leikjum þannig að þjálfararnir hafa eflaust litlar áhyggjur af því.Finnur: Heilt yfir var þetta skref í rétta átt Finnur Freyr, þjálfari KR var sáttur með að ná í sigur í Þorlákshöfn í kvöld. „Þetta var bara leikur tveggja góðra liða og maður fann það alveg hversu vel æfðir þeir eru. Þeir voru að refsa okkur vel sérstaklega í öðrum og þriðja leikhluta en þegar við byrjuðum að læra aðeins betur og þá og aðeins meira inn á hvorn annan þá náðum við góðu forskoti,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson. „Við spiluðum mun betur í kvöld en við erum búnir að vera gera en við eigum fullt inn og það mikið af litlum hlutum bæði í vörn og sókn sem þarf að laga. Heilt yfir var þetta skref í rétta átt eins og í seinni hálfleik þegar við fórum að nota stóra manninn okkar aðeins meira þá fannst mér betri bragð á liðinu,“ sagði Finnur um spilamennsku liðsins.Einar Árni: Erum að vinna í ýmislegu Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórsara var svekktur að hafa tapað leiknum í kvöld. „Mér fannst við spila mjög vel á ákveðnum köflum á móti mögnuðu KR liði en það er svekkjandi að hugsa út í það að Óli gerir mjög vel með að halda Jón Arnóri í 15 stigum í fyrri hálfleik og svo skorar hann bara tvær körfu í seinni en samt töpum við,“ sagði Einar Árni. „Við settumst niður í jólafríinu og erum að vinna að ýmislegu nýju í okkar aðgerðum,“ sagði Einar Árni um hvernig þeir komu inn í árið.Brynjar: Gott að ná sigri Brynjar Þór Björnsson leikmaður KR var sáttur með sigurinn í kvöld en sagði að það mætti laga margt fyrir framhaldið. „Það var gott að ná að sigra í kvöld en við þurfum að laga okkar leik. Vörnin er kannski búin að vera allt í hingað til en við þurfum að laga margt í okkar sóknar aðgerðum.“ „P.J.Alawoya var fínn í kvöld en ég sé að hann getur hjálpað okkur mikið. Hann sýndi fína takta á köflum í kvöld og ég er spenntur að sjá hvernig hann verður í næstu leikjum,“ sagði Brynjar um nýja kanann hjá KR.Textalýsing: Þór Þ. - KR
Dominos-deild karla Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Körfubolti Fleiri fréttir Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti