Heimir: Þetta er miklu meira en einhver vináttuleikur fyrir Mexíkó Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. febrúar 2017 09:00 Heimir Hallgrímsson býst við erfiðum leik. vísir/getty Íslenska landsliðið í fótbolta mætir Mexíkó í vináttulandsleik á fimmtudaginn en leikurinn fer fram í Las Vegas. Það verður sérstök stund fyrir Mexíkóa að spila í Bandaríkjunum á þessum tíma í ljósi framtíðaráforma Bandaríkjaforseta. Donald Trump byggði stóran hluta kosningabaráttu sinnar á hugmynd um risastóran og langan vegg sem hann ætlar að láta reisa á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó til að takmarka og helst stöðva ólöglega innflytjendur þaðan. Eðlilega finnst Mexíkóum þeir ekki vera velkomnir í landi hinna frjálsu með Trump í hvíta húsinu.Sjá einnig:Heimir: Lars hefur áhyggjur af því að Íslendingum þyki ekki vænt um hann lengur Það virðist ljóst að Mexíkó sýnir þessum leik og þessum viðburði mikla virðingu en í hópnum eru reynsluboltar á borð við Rafael Marquez, fyrrverandi leikmanna Barcelona. „Við erum raunsæir,“ segir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, aðspurður í Akraborginni hverjar vonir og væntingar þjálfarateymisins til leiksins eru. „Helgi [Kolviðsson, aðstoðarþjálfari] tók saman landsleiki Mexíkóa. Þeir eru með yfir 500 landsleiki á meðan við rétt slefum í 20. Það er ólíku saman að jafna.“ „Það verða miklar tilfinningar í þessum leik hjá Mexíkó fyrst þeir eru að spila í Bandaríkjunum. Það verður mikil samstaða hjá þeim. Þetta er miklu meira en bara einhver vináttuleikur fyrir þá,“ segir Heimir. Landsliðsþjálfarinn segist gera sér grein fyrir að um erfiðan leik verður að ræða og vonast bara til að íslensku strákarnir sýni honum eitthvað í Las Vegas. „Væntingarnar eru meira upp á frammistöðu en úrslit hjá okkur. Við viljum sjá leikmenn sýna sitt besta. Meira förum við ekki fram á,“ segir Heimir Hallgrímsson. Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan. Donald Trump HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Heimir: Lars hefur áhyggjur af því að Íslendingum þyki ekki vænt um hann lengur Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck ræddu saman í morgun í fyrsta sinn eftir að Lars Lagerbäck tók við þjálfun norska landsliðsins. Lars Lagerbäck hafði áhyggjur af dómstóli götunnar á Íslandi. 2. febrúar 2017 17:15 Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Sjá meira
Íslenska landsliðið í fótbolta mætir Mexíkó í vináttulandsleik á fimmtudaginn en leikurinn fer fram í Las Vegas. Það verður sérstök stund fyrir Mexíkóa að spila í Bandaríkjunum á þessum tíma í ljósi framtíðaráforma Bandaríkjaforseta. Donald Trump byggði stóran hluta kosningabaráttu sinnar á hugmynd um risastóran og langan vegg sem hann ætlar að láta reisa á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó til að takmarka og helst stöðva ólöglega innflytjendur þaðan. Eðlilega finnst Mexíkóum þeir ekki vera velkomnir í landi hinna frjálsu með Trump í hvíta húsinu.Sjá einnig:Heimir: Lars hefur áhyggjur af því að Íslendingum þyki ekki vænt um hann lengur Það virðist ljóst að Mexíkó sýnir þessum leik og þessum viðburði mikla virðingu en í hópnum eru reynsluboltar á borð við Rafael Marquez, fyrrverandi leikmanna Barcelona. „Við erum raunsæir,“ segir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, aðspurður í Akraborginni hverjar vonir og væntingar þjálfarateymisins til leiksins eru. „Helgi [Kolviðsson, aðstoðarþjálfari] tók saman landsleiki Mexíkóa. Þeir eru með yfir 500 landsleiki á meðan við rétt slefum í 20. Það er ólíku saman að jafna.“ „Það verða miklar tilfinningar í þessum leik hjá Mexíkó fyrst þeir eru að spila í Bandaríkjunum. Það verður mikil samstaða hjá þeim. Þetta er miklu meira en bara einhver vináttuleikur fyrir þá,“ segir Heimir. Landsliðsþjálfarinn segist gera sér grein fyrir að um erfiðan leik verður að ræða og vonast bara til að íslensku strákarnir sýni honum eitthvað í Las Vegas. „Væntingarnar eru meira upp á frammistöðu en úrslit hjá okkur. Við viljum sjá leikmenn sýna sitt besta. Meira förum við ekki fram á,“ segir Heimir Hallgrímsson. Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan.
Donald Trump HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Heimir: Lars hefur áhyggjur af því að Íslendingum þyki ekki vænt um hann lengur Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck ræddu saman í morgun í fyrsta sinn eftir að Lars Lagerbäck tók við þjálfun norska landsliðsins. Lars Lagerbäck hafði áhyggjur af dómstóli götunnar á Íslandi. 2. febrúar 2017 17:15 Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Sjá meira
Heimir: Lars hefur áhyggjur af því að Íslendingum þyki ekki vænt um hann lengur Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck ræddu saman í morgun í fyrsta sinn eftir að Lars Lagerbäck tók við þjálfun norska landsliðsins. Lars Lagerbäck hafði áhyggjur af dómstóli götunnar á Íslandi. 2. febrúar 2017 17:15