Ricardo Tisci yfirgefur Givenchy Ritstjórn skrifar 2. febrúar 2017 17:15 Mikill missir fyrir Givenchy. Mynd/Getty Fyrir stuttu var sagt frá því að Ricardo Tisci væri mögulega að hætta hjá Givenchy og á leiðinni yfir til Versace. Þetta voru þó aðeins óstaðfestar sögusagnir en í dag fóru þær aftur á flug. Givenchy tilkynnti í dag að Ricardo væri búinn að yfirgefa tískuhúsið þar sem hann hefur verið yfirhönnuður í 12 ár. Það þykir langur tími í tískubransanum en á þessum tíma hefur hann gjörbreytt ímynd Givenchy og komið merkinu upp á allt annan stall en það var áður fyrr. Hann er einn virtasti fatahönnuður heimsins í dag. Seinasta sýningin sem hann sýndi var núna í janúar á tískuviku karla í París þann 20.janúar. Enn hefur ekki komið nein tilkynning frá honum svo ekki er víst hvert framhaldið hjá Tisci verður. Mest lesið Opnunarhóf, tískuvaka og nýjar fatalínur Glamour Paris Hilton í hlutverk Kim Kardashian Glamour Laverne Cox fékk óvænta gjöf frá Beyoncé Glamour Svartklæddur rauður dregill á MTV-verðlaununum Glamour ASOS selur choker fyrir stráka Glamour Klæðast rauðu og svörtu á Eddunni í ár Glamour Hvítt þema á Critic's Choice Awards Glamour Kristen Stewart á forsíðu októberblaðs Glamour Glamour Danirnir kunna að klæða sig Glamour #IAmSizeSexy Glamour
Fyrir stuttu var sagt frá því að Ricardo Tisci væri mögulega að hætta hjá Givenchy og á leiðinni yfir til Versace. Þetta voru þó aðeins óstaðfestar sögusagnir en í dag fóru þær aftur á flug. Givenchy tilkynnti í dag að Ricardo væri búinn að yfirgefa tískuhúsið þar sem hann hefur verið yfirhönnuður í 12 ár. Það þykir langur tími í tískubransanum en á þessum tíma hefur hann gjörbreytt ímynd Givenchy og komið merkinu upp á allt annan stall en það var áður fyrr. Hann er einn virtasti fatahönnuður heimsins í dag. Seinasta sýningin sem hann sýndi var núna í janúar á tískuviku karla í París þann 20.janúar. Enn hefur ekki komið nein tilkynning frá honum svo ekki er víst hvert framhaldið hjá Tisci verður.
Mest lesið Opnunarhóf, tískuvaka og nýjar fatalínur Glamour Paris Hilton í hlutverk Kim Kardashian Glamour Laverne Cox fékk óvænta gjöf frá Beyoncé Glamour Svartklæddur rauður dregill á MTV-verðlaununum Glamour ASOS selur choker fyrir stráka Glamour Klæðast rauðu og svörtu á Eddunni í ár Glamour Hvítt þema á Critic's Choice Awards Glamour Kristen Stewart á forsíðu októberblaðs Glamour Glamour Danirnir kunna að klæða sig Glamour #IAmSizeSexy Glamour