Allar fyrirsæturnar voru klæddar í rauða skó enda voru aðal litir sýningarinnar rauður, svartur og kremaður sem tónuðu allir vel saman. Sniðin voru afslöppuð em til dæmis var mikið um síða langerma kjóla, síðar og útvíðar buxur við hettupeysur og silki skyrtur.
Þrátt fyrir að línan muni ekki lenda í búðum fyrr en í lok sumars bíðum við spenntar enda margt fallegt sem við gætum hugsað okkur að eignast. Smáatriðin sem og heildarmyndin eru einstaklega vel heppnuð að þessu sinni hjá Ganni.







