Erlent

Staðfestu Sessions sem nýjan dómsmálaráðherra

atli ísleifsson skrifar
Dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings hefur staðfest Jeff Sessions sem nýjan dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Donald Trump.

Ellefu þingmenn Repúblikana greiddu atkvæði með tilnefningunni, en níu þingmenn Demókrata gegn.

Sessions er öldungadeildarþingmaður frá Alabama og var tilnefningin ein sú umdeildasta þegar Trump var að raða fólk í ráðherrastöður.

Andstæðingar Sessions hafa bent á að hann hafi áður látið rasísk ummæli falla í tengslum við dómsmál gegn liðsmönnum Ku Klux Klan á níunda áratugnum.

Sessions hefur sjálfur sagt að umrædd ummæli hafi verið grín og að hann sé ekki rasisti.


Tengdar fréttir

Trump sakar Demókrata um að flækjast fyrir sér

Segir Demókrata vísvitandi tefja fyrir því að nýir ráðherrar geti tekið til starfa. Demókratar neita að mæta til atkvæðagreiðslu í þingnefndum þar sem ráðherravalið er til staðfestingar. Búast má við að val Trumps á nýjum hæst




Fleiri fréttir

Sjá meira


×