Innan tískubransans hefur verið aukin meðvitund um umhverfisvæna framleiðsu og tískufyrirtæki eru sífellt að vinna að því að komast til móts við strangari umhverfiskröfur neytenda.
„Efni sundbolanna og framleiðsla þeirra fer fram í sama héraði á Ítalíu með áherslu á lágmarks áhrif á umhverfið. Innblásturinn fékk ég úr reglulegum sundferðum í mína hverfislaug og heimsóknum í viðarsánuna,“ segir Erna.

Erna segir að áherslan sé lögð á að láta konum líða vel og að það sé gagnsæi yfir allt framleiðsluferlið - eða frá teikningu til lokaafurðar.
Sundbolir Swimslow verða kynntir á næstkomandi HönnunarMars og verða fáanlegir eftir það á swimslow.com. Hægt er að fylgjast með Swimslow á instagram síðu merkisins.
Ljósmyndirnar hér fyrir neðan voru myndaðar af Sögu Sig. Um förðunina sá Fríða María Harðardóttir og fyrirsætan er Stefanía Eysteinsdóttir frá Eskimo.
