Trump sakar Demókrata um að flækjast fyrir sér Guðsteinn Bjarnason skrifar 1. febrúar 2017 07:00 Donald Trump á fundi með fulltrúum lyfja- og líftæknifyrirtækja í Washington í gær. Nordicphotos/AFP Donald Trump bíður þess nú með mikilli óþreyju að öldungadeild Bandaríkjanna samþykki Jeff Sessions í embætti dómsmálaráðherra nýrrar ríkisstjórnar sinnar. Trump rak í gær Sally Yates, starfandi dómsmálaráðherra, en hún hafði sagt að ráðuneytið myndi ekki verja nein dómsmál gegn hinu umdeilda banni við því að fólk komi til Bandaríkjanna frá Sýrlandi, Íran og nokkrum öðrum múslimaríkjum. Yates var aðstoðardómsmálaráðherra í stjórn Baracks Obama og var fengin til að stýra ráðuneytinu til bráðabirgða þangað til nýr ráðherra kæmi. Í staðinn fyrir hana var Dana Boente fenginn til þess að stýra ráðuneytinu þangað til Sessions tekur við, en Sessions er skoðanabróðir Trumps í innflytjendamálum. Trump segir að Demókratar tefji vísvitandi fyrir því að deildin samþykki Sessions í embættið, og sama megi raunar segja um aðra einstaklinga sem Trump vill hafa með sér í ríkisstjórn. „Demókratarnir eru að tefja fyrir ráðherravali mínu af pólitískum ástæðum eingöngu,“ skrifar hann á Twitter-síðu sína. „Þeir ættu að skammast sín. Engin furða að ekkert virki hér í Washington.“ Í gær bættu Demókratar svo um betur með því að mæta ekki til atkvæðagreiðslu á nefndarfundum um tvo aðra menn sem Trump vill gera að ráðherrum, en það eru þeir Steve Mnuchin sem á að verða fjármálaráðherra og Tom Price sem á að verða heilbrigðisráðherra. Með fjarveru sinni tefja Demókratar enn fyrir staðfestingarferlinu. Trump skýrði síðan frá því á mánudag að hann væri búinn að velja hvern hann vilji gera að hæstaréttardómara í staðinn fyrir Antonin Scalia, sem lést fyrir tæpu ári. Trump ætlaði að tilkynna um niðurstöðu sína í gærkvöld, en það átti að gerast eftir að Fréttablaðið fór í prentun. Öldungadeild þingsins þarf að staðfesta þá tilnefningu, rétt eins og tilnefningar í ráðherraembætti, en dregist hefur í tæpt ár að velja eftirmann Scalia í réttinn vegna þess að Repúblikanar vildu ekki láta Barack Obama ráða valinu. Á mánudaginn gerði Trump sér einnig lítið fyrir og fékk helsta ráðgjafa sínum, Steve Bannon, sæti í þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna. Þessi ráðstöfun hefur sætt harðri gagnrýni, enda er Bannon ekki síður umdeildur en Trump. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Donald Trump bíður þess nú með mikilli óþreyju að öldungadeild Bandaríkjanna samþykki Jeff Sessions í embætti dómsmálaráðherra nýrrar ríkisstjórnar sinnar. Trump rak í gær Sally Yates, starfandi dómsmálaráðherra, en hún hafði sagt að ráðuneytið myndi ekki verja nein dómsmál gegn hinu umdeilda banni við því að fólk komi til Bandaríkjanna frá Sýrlandi, Íran og nokkrum öðrum múslimaríkjum. Yates var aðstoðardómsmálaráðherra í stjórn Baracks Obama og var fengin til að stýra ráðuneytinu til bráðabirgða þangað til nýr ráðherra kæmi. Í staðinn fyrir hana var Dana Boente fenginn til þess að stýra ráðuneytinu þangað til Sessions tekur við, en Sessions er skoðanabróðir Trumps í innflytjendamálum. Trump segir að Demókratar tefji vísvitandi fyrir því að deildin samþykki Sessions í embættið, og sama megi raunar segja um aðra einstaklinga sem Trump vill hafa með sér í ríkisstjórn. „Demókratarnir eru að tefja fyrir ráðherravali mínu af pólitískum ástæðum eingöngu,“ skrifar hann á Twitter-síðu sína. „Þeir ættu að skammast sín. Engin furða að ekkert virki hér í Washington.“ Í gær bættu Demókratar svo um betur með því að mæta ekki til atkvæðagreiðslu á nefndarfundum um tvo aðra menn sem Trump vill gera að ráðherrum, en það eru þeir Steve Mnuchin sem á að verða fjármálaráðherra og Tom Price sem á að verða heilbrigðisráðherra. Með fjarveru sinni tefja Demókratar enn fyrir staðfestingarferlinu. Trump skýrði síðan frá því á mánudag að hann væri búinn að velja hvern hann vilji gera að hæstaréttardómara í staðinn fyrir Antonin Scalia, sem lést fyrir tæpu ári. Trump ætlaði að tilkynna um niðurstöðu sína í gærkvöld, en það átti að gerast eftir að Fréttablaðið fór í prentun. Öldungadeild þingsins þarf að staðfesta þá tilnefningu, rétt eins og tilnefningar í ráðherraembætti, en dregist hefur í tæpt ár að velja eftirmann Scalia í réttinn vegna þess að Repúblikanar vildu ekki láta Barack Obama ráða valinu. Á mánudaginn gerði Trump sér einnig lítið fyrir og fékk helsta ráðgjafa sínum, Steve Bannon, sæti í þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna. Þessi ráðstöfun hefur sætt harðri gagnrýni, enda er Bannon ekki síður umdeildur en Trump. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira