Erlent

Svíar krefjast skýringa á fullyrðingum Bandaríkjaforseta

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Donald Trump.
Donald Trump. Vísir/AFP
Sendiráð Svíþjóðar í Washington hefur farið fram á skýringar á fullyrðingum Donalds Trump Bandaríkjaforseta um nýlegar árásir í Svíþjóð. Trump talaði á fjöldafundi í gær um tengsl milli komu flóttamanna og hryðjuverka og vísað máli sínu til stuðnings til árásar sem átti að hafa gerst í Svíþjóð á föstudag – árásar sem Svíar kannast ekki við.

Svíar hafa furðað sig mjög á þessum ummælum og hafa samfélagsmiðlar logað vegna málsins. Carl Bildt, fyrrum utanríkisráðherra Svíþjóðar, segist steinhissa á orðum Trump. „Svíþjóð? Hryðjuverkaárás? Hvað var maðurinn að reykja?“ segir Bildt í færslu á Twitter.

Talsmaður utanríkisráðuneytisins hefur séð ástæðu til þess að leiðrétta ummæli Trump og haft er eftir honum í erlendum fjölmiðlum að ekkert hafi gerst sem gefi stjórnvöldum ástæðu til þess að hækka hættustig vegna hryðjuverkaógnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×