John McCain um árásir Trump á fjölmiðla: „Það fyrsta sem einræðisherrar gera“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. febrúar 2017 17:29 Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn John McCain hefur gagnrýnt Donald Trump, Bandaríkjaforseta, harðlega, fyrir stöðugar árásir þess síðarnefnda í garð fjölmiðlamanna. Trump hefur verið afar gagnrýninn á fjölmiðla að undanförnu, sem hann segir flytja falskar fréttir og kvartaði hann sáran undan „erfiðum spurningum“ á blaðamannafundi á fimmtudag. Á föstudag skrifaði forsetinn svo á Twitter að fjölmiðlar vestanhafs, likt og NBC, ABC, CBS og CNN væru óvinir bandarísku alþýðunnar.Sjá einnig: Einstakur fréttamannafundur Trump í Hvíta húsinu„Ég hata fjölmiðla,“ sagði öldungadeildarþingmaðurinn meðal annars í viðtali á NBC fréttastöðinni. „Ég hata þig sérstaklega. En staðreyndin er sú að við þurfum á þér að halda. Við þurfum frjálsa fjölmiðla.“ „Ef þú vilt varðveita lýðræðið eins og við þekkjum það, þá verðuru að hafa frjálsa fjölmiðla og fólk með mismunandi skoðanir innan þeirra.“ „Án þeirra, er ég ansi hræddur um að við myndum glata frelsi okkar með tímanum. Á því byrja einræðisherrar.“ McCain hefur verið afar gagnrýninn á forsetann og þá stefnu sem hann hefur talað fyrir, þá sérstaklega á sviði öryggis- og utanríkismála, þrátt fyrir að þeir séu báðir í Repúblikanaflokknum. Þannig hélt McCain ræðu á öryggisráðstefnunni í Munchen á föstudag, þar sem hann sagðist telja núverandi heimsmynd vera í hættu, vegna utanríkisstefnu Trump.Sjá einnig: John McCain telur núverandi heimsmynd vera í hættuÞingmaðurinn sagði að Bandaríkjamenn yrðu að gera sér grein fyrir tengslum valdboðsstjórna við árásir á fjölmiðla. „Slíkar stjórnir byrja á því að kúga frjálsa fjölmiðla. Þegar við skoðum söguna, sjáum við að það fyrsta sem einræðisherrar gera, er að koma í veg fyrir frjálsa fjölmiðlun.“ „Ég er ekki að segja að forsetinn sé að reyna að vera einræðisherra en ég er að segja að við þurfum að þekkja söguna.“The FAKE NEWS media (failing @nytimes, @NBCNews, @ABC, @CBS, @CNN) is not my enemy, it is the enemy of the American People!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 17, 2017 Donald Trump Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Sjá meira
Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn John McCain hefur gagnrýnt Donald Trump, Bandaríkjaforseta, harðlega, fyrir stöðugar árásir þess síðarnefnda í garð fjölmiðlamanna. Trump hefur verið afar gagnrýninn á fjölmiðla að undanförnu, sem hann segir flytja falskar fréttir og kvartaði hann sáran undan „erfiðum spurningum“ á blaðamannafundi á fimmtudag. Á föstudag skrifaði forsetinn svo á Twitter að fjölmiðlar vestanhafs, likt og NBC, ABC, CBS og CNN væru óvinir bandarísku alþýðunnar.Sjá einnig: Einstakur fréttamannafundur Trump í Hvíta húsinu„Ég hata fjölmiðla,“ sagði öldungadeildarþingmaðurinn meðal annars í viðtali á NBC fréttastöðinni. „Ég hata þig sérstaklega. En staðreyndin er sú að við þurfum á þér að halda. Við þurfum frjálsa fjölmiðla.“ „Ef þú vilt varðveita lýðræðið eins og við þekkjum það, þá verðuru að hafa frjálsa fjölmiðla og fólk með mismunandi skoðanir innan þeirra.“ „Án þeirra, er ég ansi hræddur um að við myndum glata frelsi okkar með tímanum. Á því byrja einræðisherrar.“ McCain hefur verið afar gagnrýninn á forsetann og þá stefnu sem hann hefur talað fyrir, þá sérstaklega á sviði öryggis- og utanríkismála, þrátt fyrir að þeir séu báðir í Repúblikanaflokknum. Þannig hélt McCain ræðu á öryggisráðstefnunni í Munchen á föstudag, þar sem hann sagðist telja núverandi heimsmynd vera í hættu, vegna utanríkisstefnu Trump.Sjá einnig: John McCain telur núverandi heimsmynd vera í hættuÞingmaðurinn sagði að Bandaríkjamenn yrðu að gera sér grein fyrir tengslum valdboðsstjórna við árásir á fjölmiðla. „Slíkar stjórnir byrja á því að kúga frjálsa fjölmiðla. Þegar við skoðum söguna, sjáum við að það fyrsta sem einræðisherrar gera, er að koma í veg fyrir frjálsa fjölmiðlun.“ „Ég er ekki að segja að forsetinn sé að reyna að vera einræðisherra en ég er að segja að við þurfum að þekkja söguna.“The FAKE NEWS media (failing @nytimes, @NBCNews, @ABC, @CBS, @CNN) is not my enemy, it is the enemy of the American People!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 17, 2017
Donald Trump Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Sjá meira