Íhuga að kalla út þjóðvarðliðið vegna ólöglegra innflytjenda Samúel Karl Ólason skrifar 17. febrúar 2017 15:36 Meðlimir þjóðvarðliðs Bandaríkjanna. Vísir/Getty Ríkisstjórn Donald Trump er nú að skoða að kalla út allt að hundrað þúsund þjóðvarðliða til þess að safna saman ólöglegum innflytjendum í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í ellefu blaðsíðna drögum að tillögu sem AP fréttaveitan hefur komist yfir. Samkvæmt drögunum myndu þjóðvarðliðarnir grípa til aðgerða í ellefu ríkjum í Bandaríkjunum, ef ríkisstjórar þeirra samþykktu það. Talsmenn Hvíta hússins segja fregnirnar vera rangar. Um væri að ræða fordæmalausa hervæðingu löggæslustofnana sem snúa að ólöglegum innflytjendum. Þjóðvarðliðið hefur tekið þátt í innflytjendatengdum aðgerðum áður, en ekki af þessari stærðargráðu. Ríkin ellefu sem um ræðir eru þau fjögur sem eru við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó; Arizona, Kalifornía, Nýja Mexíkó og Texas. Þar að auki yrðu sjö ríki sem liggja að fyrri fjórum ríkjunum inn í aðgerðunum. Þau eru Oregon, Nevada, Utah, Colorado, Oklahoma, Arkansas og Louisiana. Talið er að rúmlega ellefu milljónir ólöglegra innflytjenda haldi til í Bandaríkjunum og nærri því helmingur þeirra býr í ríkjunum ellefu. Samkvæmt AP fréttaveitunni er skjalið dagsett þann 25. janúar og segir í því að meðlimir þjóðvarðliðsins gætu handtekið ólöglega innflytjendur og haldið þeim. Skjalið er sagt hafa verið í dreifingu meðal starfsmanna Homeland Security í tvær vikur. Talsmenn átta ríkisstjóra, af ellefu, segjast ekki hafa vitað af skjalinu enn.Segja fregnirnar vera alfarið rangar Michael Short, einn af talsmönnum Hvíta hússins, segir fréttirnar vera ósannar. Blaðamenn AP segjast þó hafa margsinnis reynt að fá Hvíta húsið til að tjá sig um skjalið áður en fréttin var birt, án árangurs. Sean Spicer, talsmaður Donald Trump, segir skjalið ekki hafa komið frá Hvíta húsinu og að þetta sé ekki til íhugunar. Hann segist þó ekki geta sagt að þetta hafi hvergi verið til umræðu innan stjórnsýslunnar.Not true. https://t.co/T8rA87kJaU— Michael C. Short (@MCShort45) February 17, 2017 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Fleiri fréttir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Sjá meira
Ríkisstjórn Donald Trump er nú að skoða að kalla út allt að hundrað þúsund þjóðvarðliða til þess að safna saman ólöglegum innflytjendum í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í ellefu blaðsíðna drögum að tillögu sem AP fréttaveitan hefur komist yfir. Samkvæmt drögunum myndu þjóðvarðliðarnir grípa til aðgerða í ellefu ríkjum í Bandaríkjunum, ef ríkisstjórar þeirra samþykktu það. Talsmenn Hvíta hússins segja fregnirnar vera rangar. Um væri að ræða fordæmalausa hervæðingu löggæslustofnana sem snúa að ólöglegum innflytjendum. Þjóðvarðliðið hefur tekið þátt í innflytjendatengdum aðgerðum áður, en ekki af þessari stærðargráðu. Ríkin ellefu sem um ræðir eru þau fjögur sem eru við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó; Arizona, Kalifornía, Nýja Mexíkó og Texas. Þar að auki yrðu sjö ríki sem liggja að fyrri fjórum ríkjunum inn í aðgerðunum. Þau eru Oregon, Nevada, Utah, Colorado, Oklahoma, Arkansas og Louisiana. Talið er að rúmlega ellefu milljónir ólöglegra innflytjenda haldi til í Bandaríkjunum og nærri því helmingur þeirra býr í ríkjunum ellefu. Samkvæmt AP fréttaveitunni er skjalið dagsett þann 25. janúar og segir í því að meðlimir þjóðvarðliðsins gætu handtekið ólöglega innflytjendur og haldið þeim. Skjalið er sagt hafa verið í dreifingu meðal starfsmanna Homeland Security í tvær vikur. Talsmenn átta ríkisstjóra, af ellefu, segjast ekki hafa vitað af skjalinu enn.Segja fregnirnar vera alfarið rangar Michael Short, einn af talsmönnum Hvíta hússins, segir fréttirnar vera ósannar. Blaðamenn AP segjast þó hafa margsinnis reynt að fá Hvíta húsið til að tjá sig um skjalið áður en fréttin var birt, án árangurs. Sean Spicer, talsmaður Donald Trump, segir skjalið ekki hafa komið frá Hvíta húsinu og að þetta sé ekki til íhugunar. Hann segist þó ekki geta sagt að þetta hafi hvergi verið til umræðu innan stjórnsýslunnar.Not true. https://t.co/T8rA87kJaU— Michael C. Short (@MCShort45) February 17, 2017
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Fleiri fréttir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Sjá meira