Öryggisgæsla forsetans kostar fúlgur fjár Samúel Karl Ólason skrifar 17. febrúar 2017 11:30 Melania og Donald Trump stíga út úr flugvél forsetans. Vísir/Getty Kostnaður ríkisins vegna lífstíls Donald Trump og fjölskyldu hans veldur miklum vandræðum fyrir lífverði forsetans (Secret Service) og kostar ríkið óhemju af peningum. Kostnaðurinn mun vera töluvert hærri en kostnaðurinn vegna fyrri forseta. Þá rennur hluti kostnaðarins beint í vasa Trump fjölskyldunnar. Nú í dag mun Trump fara til Flórída með allt sitt fylgdarlið til að verja helginni í sveitaklúbbi sínum Mar-a-Lago. Þetta er þriðja helgin í röð sem Trump heldur til í Mar-a-Lago. Embættismenn í Palm Beach sýslu, þar sem klúbburinn er, ætla sér að senda yfirvöldum í Washington reikninginn fyrir öryggisvörslu lögregluþjóna þeirra í kringum Mar-a-Lago. Kostnaður New York borgar, vegna öryggisgæslu í og við Trump Tower, þar sem Melania Trump og sonur þeirra Barron búa er um hálf milljón dala á dag. Þá munu synir Trump, þeir Eric og Don yngri fara til Sameinuðu arabísku furstadæmanna um helgina til að opna nýjan Trump-golfvöll. Lífverðir Secret service fylgja þeim með tilheyrandi kostnaði. Eric ferðaðist nýverið til Úrúgvæ þar sem hann var að kynna nýjan Trump turn og samkvæmt frétt Washington Post, kostaði hótelgistingin fyrir lífverði hans nærri því hundrað þúsund dali. Þá fór hann einnig til Dóminíska lýðveldisins og mun fara til Kanada á næstunni. Samtökin Judicial Watch fylgdust náið með ferðakostnaði Barack Obama og áætluðu að yfir átta ár hafi kostnaður vegna ferðalaga hans og fjölskyldu hans verið um 97 milljónir dala. Fyrstu fjórar vikur Donald Trump í embætti gefa hins vegar í skyn að kostnaður muni nema hundruðum milljóna dala á kjörtímabilinu.Washington Post bendir á að hluti þess kostnaðar ríkisins sem fer í að vernda hann og hýsa endar í hans eigin vasa. Sem dæmi hafi Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna og Secret service íhugað að leigja hæð í Trump Tower í New York sem kostar allt að eina og hálfa milljón dala á ári. Þar að auki bætist auglýsingargildi umfjöllunarinnar um Trump og eignir hans við. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Kostnaður ríkisins vegna lífstíls Donald Trump og fjölskyldu hans veldur miklum vandræðum fyrir lífverði forsetans (Secret Service) og kostar ríkið óhemju af peningum. Kostnaðurinn mun vera töluvert hærri en kostnaðurinn vegna fyrri forseta. Þá rennur hluti kostnaðarins beint í vasa Trump fjölskyldunnar. Nú í dag mun Trump fara til Flórída með allt sitt fylgdarlið til að verja helginni í sveitaklúbbi sínum Mar-a-Lago. Þetta er þriðja helgin í röð sem Trump heldur til í Mar-a-Lago. Embættismenn í Palm Beach sýslu, þar sem klúbburinn er, ætla sér að senda yfirvöldum í Washington reikninginn fyrir öryggisvörslu lögregluþjóna þeirra í kringum Mar-a-Lago. Kostnaður New York borgar, vegna öryggisgæslu í og við Trump Tower, þar sem Melania Trump og sonur þeirra Barron búa er um hálf milljón dala á dag. Þá munu synir Trump, þeir Eric og Don yngri fara til Sameinuðu arabísku furstadæmanna um helgina til að opna nýjan Trump-golfvöll. Lífverðir Secret service fylgja þeim með tilheyrandi kostnaði. Eric ferðaðist nýverið til Úrúgvæ þar sem hann var að kynna nýjan Trump turn og samkvæmt frétt Washington Post, kostaði hótelgistingin fyrir lífverði hans nærri því hundrað þúsund dali. Þá fór hann einnig til Dóminíska lýðveldisins og mun fara til Kanada á næstunni. Samtökin Judicial Watch fylgdust náið með ferðakostnaði Barack Obama og áætluðu að yfir átta ár hafi kostnaður vegna ferðalaga hans og fjölskyldu hans verið um 97 milljónir dala. Fyrstu fjórar vikur Donald Trump í embætti gefa hins vegar í skyn að kostnaður muni nema hundruðum milljóna dala á kjörtímabilinu.Washington Post bendir á að hluti þess kostnaðar ríkisins sem fer í að vernda hann og hýsa endar í hans eigin vasa. Sem dæmi hafi Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna og Secret service íhugað að leigja hæð í Trump Tower í New York sem kostar allt að eina og hálfa milljón dala á ári. Þar að auki bætist auglýsingargildi umfjöllunarinnar um Trump og eignir hans við.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira