Sport

Fékk sér tattú af Tom Brady á rassinn | Mynd

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Andlitið á Tom Brady er á rassinum á ónefndum manni í Boston.
Andlitið á Tom Brady er á rassinum á ónefndum manni í Boston. vísir/getty
Íbúar Boston voru að sjálfsögðu í skýjunum eftir ótrúlegan sigur New England Patriots í Ofurskálinni fyrir tæpum tveimur vikum.

Ofurskálin fór fram 5. febrúar og tveimur dögum síðar var mikil sigurhátíð í Boston.

Það var nóg að gera á húðflúrstofunni Boston Barber & Tattoo Co. þennan dag.

Ein beiðnin sem starfsmenn stofunnar fengu þennan dag var sérstakari en aðrar. Maður, íklæddur treyju Toms Brady, bað nefnilega um að fá Brady flúraðan á rassinn á sér.

Að sögn Emily Arsenault, starfsmanns húðflúrstofunnar, ákvað maðurinn kvöldið áður að fá sér Brady á vinstri rasskinnina.

Það tók um 2-3 tíma að klára verkið en afraksturinn má sjá hér að neðan.

NFL

Tengdar fréttir

Meisturunum fagnað í snjókomu og kulda | Myndir

Snjókoma og fimbulkuldi kom ekki í veg fyrir að þúsundir stuðningsmanna New England Patriots færu út á götur Boston í dag til þess að fagna NFL-meisturum New England Patriots.

Trump heldur með Tom Brady

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna heldur með Tom Brady og liði hans New England Patriots, í Super Bowl, úrslitaleik NFL-deildarinnar sem fram fer í nótt.

Lék í auglýsingu með fimm hringa | Myndband

Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots, var óhræddur við að taka upp auglýsingu fyrir Super Bowl þar sem hann var með fimm hringa en hann átti "aðeins“ fjóra fyrir leikinn nýliðna nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×