Trump segir fjölmiðla vera stjórnlausa Samúel Karl Ólason skrifar 16. febrúar 2017 19:15 Donald Trump á blaðamannafundinum í dag. Vísir/AFP Greinilegt er að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er ekki sáttur við umfjöllun fjölmiðla um ríkisstjórn sína og störf hennar. Hann hefur svo sem margsinnis tjáð sig um það á Twitter en hann hélt langan blaðamannafund í dag þar sem hann sagði fjölmiðla vera stjórnlausa. Hann byrjaði fundinn á því að lýsa því yfir að hann hefði tilnefnt Alexander Acosta sem vinnumálaráðherra Bandaríkjanna, en það tók einungis um mínútu. Hann varði mestum hluta fundarins í að skammast yfir umfjöllun fjölmiðla og upplýsingalekum til fjölmiðla. Hann sagðist ætla að skipa dómsmálaráðuneytinu að kanna lekana ítarlega. Trump þvertók fyrir að tengjast yfirvöldum í Rússlandi á nokkurn hátt og sagðist ekki vita til þess að nokkur starfsmaður hans hefði verið í viðræðum við Rússa á meðan á forsetakosningunum stóð.Trump sagðist hafa erft „algjört klúður“ frá ríkisstórn Barack Obama og hét því að laga það allt. Hann talað einnig um dómstóla og hin ýmsu vandamál sem hann telur herja á Bandaríkin. Þar á meðal nefndi hann ólöglega innflytjendur sem fremja glæpi. Nú forsetatilskipun varðandi innflytjendur verðu lögð fram í næstu viku. Fyrri tilskipun hans mun ekki fara fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti það nú fyrir skömmu. Hann nefndi einnig fíkniefni og sagði Bandaríkin vera að drukkna í fíkniefnum sem væru orðin ódýrari en sælgæti. Snemma á blaðamannafundinum sagði Trump að kjörmanna sigur sinn hafa verið sá stærsti frá því að Ronald Reagan var kosinn forseti árið 1984. Það var ekki rétt þar sem Bill Clinton, og Barack Obama unnu stærri sigur en hann í bæði skiptin sem þeir voru kosnir. George Bush eldri fékk einnig fleiri kjörmenn en Trump árið 1988. Hægt er að sjá lista yfir kosningarnar á vef New York Times. Seinna á fundinum benti blaðamaður Trump á að þetta hefði verið rangt hjá honum.Spurður út í Michael Flynn og afsögn hans sagðist Trump að það hefði verið komið verulega illa fram við hann. Hann sagðist hafa beðið hann um að segja af sér fyrir að afvegaleitt Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, um símtal sitt við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Það hefði verið óásættanlegt. Donald Trump og embættismenn hans vissu þó um nokkurt skeið að Flynn hefði logið að Pence, án þess að grípa til nokkurra aðgerða, né að segja Pence frá því. Þá sagðist hann viss um að Flynn hefði ekki gert neitt rangt af sér. Hann hefði einungis verið að vinna vinnuna sína og hann hefði talað við fólk frá um 30 löndum. Flynn hafði þó ekki tekið við embætti þjóðaröryggisráðherra og samkvæmt lögum í Bandaríkjunum mega almennir borgarar ekki taka beinan þátt í utanríkismálum Bandaríkjanna.Hægt er að horfa á blaðamannafundinn í heild sinni hér að neðan. Forsetinn stígur í pontu eftir rétt tæplega 47 mínútur. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Greinilegt er að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er ekki sáttur við umfjöllun fjölmiðla um ríkisstjórn sína og störf hennar. Hann hefur svo sem margsinnis tjáð sig um það á Twitter en hann hélt langan blaðamannafund í dag þar sem hann sagði fjölmiðla vera stjórnlausa. Hann byrjaði fundinn á því að lýsa því yfir að hann hefði tilnefnt Alexander Acosta sem vinnumálaráðherra Bandaríkjanna, en það tók einungis um mínútu. Hann varði mestum hluta fundarins í að skammast yfir umfjöllun fjölmiðla og upplýsingalekum til fjölmiðla. Hann sagðist ætla að skipa dómsmálaráðuneytinu að kanna lekana ítarlega. Trump þvertók fyrir að tengjast yfirvöldum í Rússlandi á nokkurn hátt og sagðist ekki vita til þess að nokkur starfsmaður hans hefði verið í viðræðum við Rússa á meðan á forsetakosningunum stóð.Trump sagðist hafa erft „algjört klúður“ frá ríkisstórn Barack Obama og hét því að laga það allt. Hann talað einnig um dómstóla og hin ýmsu vandamál sem hann telur herja á Bandaríkin. Þar á meðal nefndi hann ólöglega innflytjendur sem fremja glæpi. Nú forsetatilskipun varðandi innflytjendur verðu lögð fram í næstu viku. Fyrri tilskipun hans mun ekki fara fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti það nú fyrir skömmu. Hann nefndi einnig fíkniefni og sagði Bandaríkin vera að drukkna í fíkniefnum sem væru orðin ódýrari en sælgæti. Snemma á blaðamannafundinum sagði Trump að kjörmanna sigur sinn hafa verið sá stærsti frá því að Ronald Reagan var kosinn forseti árið 1984. Það var ekki rétt þar sem Bill Clinton, og Barack Obama unnu stærri sigur en hann í bæði skiptin sem þeir voru kosnir. George Bush eldri fékk einnig fleiri kjörmenn en Trump árið 1988. Hægt er að sjá lista yfir kosningarnar á vef New York Times. Seinna á fundinum benti blaðamaður Trump á að þetta hefði verið rangt hjá honum.Spurður út í Michael Flynn og afsögn hans sagðist Trump að það hefði verið komið verulega illa fram við hann. Hann sagðist hafa beðið hann um að segja af sér fyrir að afvegaleitt Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, um símtal sitt við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Það hefði verið óásættanlegt. Donald Trump og embættismenn hans vissu þó um nokkurt skeið að Flynn hefði logið að Pence, án þess að grípa til nokkurra aðgerða, né að segja Pence frá því. Þá sagðist hann viss um að Flynn hefði ekki gert neitt rangt af sér. Hann hefði einungis verið að vinna vinnuna sína og hann hefði talað við fólk frá um 30 löndum. Flynn hafði þó ekki tekið við embætti þjóðaröryggisráðherra og samkvæmt lögum í Bandaríkjunum mega almennir borgarar ekki taka beinan þátt í utanríkismálum Bandaríkjanna.Hægt er að horfa á blaðamannafundinn í heild sinni hér að neðan. Forsetinn stígur í pontu eftir rétt tæplega 47 mínútur.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira