Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Þór Þorl. 86-78 | Stjörnumenn komnir á toppinn Kristinn Páll Teitsson skrifar 16. febrúar 2017 22:15 Hlynur Bæringsson, miðherji Stjörnunnar. vísir/stefán Stjarnan var þrautseigjusigur á þunnskipuðum Þórsurum frá Þorlákshöfn 86-78 í Garðabænum í kvöld en ferskir fætur Garðbæinga reyndust drjúgir á lokamínútum leiksins og skiluðu að lokum sigrinum.Stefán Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Ásgarði í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Garðbæingar byrjuðu leikinn af krafti og með heitar þriggja stiga skyttur náðu þeir þegar mest var tíu stiga forskoti í fyrsta leikhluta en Þórsarar héldu haus og unnu sig aftur inn í leikinn. Eftir að staðan var jöfn 48-48 í hálfleik náðu Þórsarar forskotinu í þriðja leikhluta þegar heimamenn einfaldlega misstu hausinn yfir flautukonsert dómaraþríeykisins. Leiddu Þórsarar með fimm stigum fyrir lokaleikhlutann 65-60. Þá hertu Garðbæingar skrúfurnar í varnarleiknum og náðu forskotinu en Þórsarar settu aðeins eitt stig á seinustu fjórum mínútum leiksins sem skilaði Stjörnunni að lokum sigrinum.Afhverju vann Stjarnan? Að lokum var það varnarleikur Garðbæinga í takt við þreytta fætur Þórsara sem skilaði Garðbæingum sigrinum. Stjarnan hafði betur á seinustu sex mínútunum 16-6 og var vítaskot Maciej Baginski á lokasekúndunum eina stig Þórsara síðustu fjórar mínúturnar. Þórsarar sem léku erfiða leiki á fimmtudaginn og laugardaginn á meðan Garðbæingar hvíldust voru aðeins með tíu leikmenn á skýrslu og léku aðeins sjö þeirra í kvöld. Mátti sjá þreytumerki á Þórsurum á lokametrunum sem söknuðu lykilmanna í kvöld. Garðbæingar sluppu því með skrekkinn á heimavelli og náðu toppsætinu á ný en KR getur náð toppsætinu aftur með sigri gegn Þórsurum frá Akureyri annað kvöld.Bestu leikmenn vallarins Tobin Carberry sem lék allar 40. mínútur leiksins ásamt Maciej báru sóknarleik Þórsara á herðum sér í kvöld og héldu liðinu inn í leiknum þrátt fyrir hörmulega nýtingu fyrir utan þriggja stiga línuna (4/27, 15% nýting). Í liði heimamanna var Marvin Valdimarsson manna öflugastur framan af en hann lét reka sig af velli með tæknivillu um miðjan þriðja leikhluta. Var hann búinn að hitta úr 4/6 þriggja stiga skotum sínum og úr 7/9 skota sinna af vellinum þegar honum var vísað í sturtu. Í fjarveru Marvins steig Hlynur upp og lauk leiknum með 20 stig, 12 fráköst og 7 stoðsendingar eftir að hafa verið lengi af stað eins og liðsfélagar hans. Þá var Anthony Odunsi með tvöfalda tvennu, 20 stig og 12 fráköst en hann lét lítið fara fyrir sér í seinni hálfleik.Tölfræðin sem vakti athygli Garðbæingar virtust vera að missa hausinn í þriðja leikhluta þegar flautukonsertinn fór á fullt en eftir tæknivilluna sem dæmd var á Marvin fékk varamannabekkurinn tvær tæknivillur og Magnús Bjarki Guðmundsson eina. Fengu Stjörnumenn alls tólf villur dæmdar á sig í leikhlutanum og Þórsarar sjö en nítján villur í einum leikhluta gerðu það að verkum að flæðið í leikhlutanum var lítið.Stjarnan-Þór Þ. 86-78 (24-19, 23-28, 13-18, 26-13)Stjarnan: Hlynur Elías Bæringsson 20/12 fráköst/7 stoðsendingar/5 varin skot, Anthony Odunsi 20/12 fráköst, Marvin Valdimarsson 18/5 fráköst, Eysteinn Bjarni Ævarsson 14, Tómas Heiðar Tómasson 13, Magnús Bjarki Guðmundsson 1.Þór Þ.: Tobin Carberry 30/14 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 23/5 fráköst, Emil Karel Einarsson 9/5 fráköst, Ragnar Örn Bragason 7/7 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 6/5 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 3.Hrafn: Þetta eiga ekki að vera nein eldflaugavísindi „Þetta var ofboðslega kaflaskipt, ég er ánægður að fá tvö stig í kvöld en ég er virkilega óánægður með framlag leikmanna minna til leiksins í kvöld,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. „Það er svolítil synd hvernig við komum inn í leikinn. Þórsarar eru með frábært lið sem er búið að keyra á sjö mönnum undanfarna daga en sá kjarni var aðeins með sex leikmenn í kvöld. Þetta eiga ekki að vera nein eldflaugavísindi, þó tekur á liðinu jafn hart eða meira en þau og þá brotna þau á einhverjum tímapunkti en það vantaði að menn væru að leggja sig fram.“ Hrafn var sáttur með lokamínúturnar en ekki mikið meira. „Okkur tókst að spila almennilegan varnarleik undir lokin en það var ekkert útaf ferskum fótum. Ég náði lítið að dreifa álaginu og það voru bara leikmenn sem ákváðu að gera þetta af viti undir lokin en það er ekki nógu gott í 40. mínútna körfuboltaleik. Þá sýndu strákarnir loksins hvernig Stjarnan spilar körfuboltaleiki.“ Hrafn kallaði eftir að dómararnir sýndu stöðugleika í leik sínum svo að leikmenn gætu farið eftir þeirri línu en hann vildi lítið ræða flautukonsertinn í þriðja leikhluta. „Þegar allt verður vitlaust fer dómgæslan að detta hinumegin, mér finnst ekki að leikirnir ættu að sveiflast svona mikið til. Það er betra fyrir leikmenn að vita hvar línan liggur svo þeir geti farið eftir því.“Einar: Engin kjörstaða en það þýðir ekki að kenna meiðslum um „Við vorum þunglamalegir í dag og mér fannst eiginlega magnað að það væri jafnt í hálfleik miðað við nýtinguna þeirra í fyrri hálfleik,“ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórsara, í viðtali eftir leik. „Við vorum frekar þungir miðað við vanalega og að hitta mjög illa fyrir utan línuna enda vorum við að spila á fáum mönnum eftir mikla keyrslu undanfarnar vikur. Stöðugleikinn í því sem við stöndum fyrir var ekki til staðar í dag,“ sagði Einar sem hélt áfram: „Við vorum að tapa mörgum 50/50 boltum og við áttum í vandræðum með að halda þeim og sérstaklega Hlyni frá sóknarfráköstunum. Þeir voru að fá auka skotin og voru að hitta vel í dag og það er í raun skrítið að munurinn hafi ekki verið meiri miðað við skotnýtinguna.“ Skyttur Garðbæinga voru mun heitari fyrir utan þriggja stiga línuna en gestirnir úr Þorlákshöfn. „Það var ekkert bara í fyrri hálfleik, í gengum leikinn eru þeir að setja stóra þrista. Marvin byrjaði á þessu í fyrri hálfleik og þeir fengu margar stórar körfur þannig á meðan við vorum meira að sækja inn í teiginn sem gekk svosem vel hjá okkur.“ Einar viðurkenndi að það væri erfitt að spila á jafn fáum mönnum en vildi ekki nota það sem afsökun. „Þetta er engin kjörstaða, ég væri til í að vera með Þorstein, Davíð og Grétar í búning en það þýðir ekki að gráta yfir því. Þetta er hópurinn sem við höfum og menn reyndu að vinna úr þessu en ég sá þreytu í leikmannahópnum. Við fáum smá hvíld núna og mætum svo klárir með kassann út á sunnudaginn,“ sagði Einar að lokum.Hlynur: Þurfum að vita hvenær við eigum að halda kjafti „Ég veit ekki hvað það var í fyrri, við byrjuðum loksins að spila almennilega undir lokin. Okkur var eiginlega misboðið eftir þennan ömurlega fyrri hálfleik,“ sagði Hlynur Bæringsson, miðherji Stjörnunnar, hreinskilinn að leikslokum í kvöld. „Sem betur fer erum við með góða leikmenn í liðinu sem héldu okkur inn í leiknum í fyrri hálfleik. Við vorum hræðilegir bæði varnarlega og sóknarlega í fyrri hálfleik þótt að við höfum verið að hitta vel.“ Hlynur var ekkert að skafa af því er hann rifjaði upp fyrri hálfleikinn. „Með allri virðingu fyrir Þórsurum þá þótt að þeir séu með hæfileikaríka einstaklinga þá leyfðum við þeim að labba framhjá okkur og taka fráköstin. Ég tók því persónulega hversu illa við lékum í fyrri hálfleik. Sem betur fer erum við með nægilega góðar skyttur sem geta dregið skot út úr rassgatinu á sér og það hélt okkur inni í leiknum. Þeir áttu í raun skilið að vera yfir í hálfleik.“ Það var mun meiri ákefð í Garðbæingum í upphafi seinni hálfleiks en ákefðin var full mikil að mati dómaranna. „Við vorum mjög pirraðir út í okkur sjálfa í hálfleik, sama þótt að staðan væri jöfn þá vorum við bara slakir. Við tókum kannski orðin um að berja á þeim full alvarlega í upphafi seinni hálfleiks og byrjuðum að hrúga upp allskonar villum og þetta fór út í algjöra vitleysu,“ sagði Hlynur og bætti við: „Bæði við og dómararnir áttum að takast betur á við þetta. Við tökum auðvitað skömmina, menn verða að vita hvenær þeir eiga að halda kjafti.“ Dominos-deild karla Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Enski boltinn Fleiri fréttir Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Sjá meira
Stjarnan var þrautseigjusigur á þunnskipuðum Þórsurum frá Þorlákshöfn 86-78 í Garðabænum í kvöld en ferskir fætur Garðbæinga reyndust drjúgir á lokamínútum leiksins og skiluðu að lokum sigrinum.Stefán Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Ásgarði í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Garðbæingar byrjuðu leikinn af krafti og með heitar þriggja stiga skyttur náðu þeir þegar mest var tíu stiga forskoti í fyrsta leikhluta en Þórsarar héldu haus og unnu sig aftur inn í leikinn. Eftir að staðan var jöfn 48-48 í hálfleik náðu Þórsarar forskotinu í þriðja leikhluta þegar heimamenn einfaldlega misstu hausinn yfir flautukonsert dómaraþríeykisins. Leiddu Þórsarar með fimm stigum fyrir lokaleikhlutann 65-60. Þá hertu Garðbæingar skrúfurnar í varnarleiknum og náðu forskotinu en Þórsarar settu aðeins eitt stig á seinustu fjórum mínútum leiksins sem skilaði Stjörnunni að lokum sigrinum.Afhverju vann Stjarnan? Að lokum var það varnarleikur Garðbæinga í takt við þreytta fætur Þórsara sem skilaði Garðbæingum sigrinum. Stjarnan hafði betur á seinustu sex mínútunum 16-6 og var vítaskot Maciej Baginski á lokasekúndunum eina stig Þórsara síðustu fjórar mínúturnar. Þórsarar sem léku erfiða leiki á fimmtudaginn og laugardaginn á meðan Garðbæingar hvíldust voru aðeins með tíu leikmenn á skýrslu og léku aðeins sjö þeirra í kvöld. Mátti sjá þreytumerki á Þórsurum á lokametrunum sem söknuðu lykilmanna í kvöld. Garðbæingar sluppu því með skrekkinn á heimavelli og náðu toppsætinu á ný en KR getur náð toppsætinu aftur með sigri gegn Þórsurum frá Akureyri annað kvöld.Bestu leikmenn vallarins Tobin Carberry sem lék allar 40. mínútur leiksins ásamt Maciej báru sóknarleik Þórsara á herðum sér í kvöld og héldu liðinu inn í leiknum þrátt fyrir hörmulega nýtingu fyrir utan þriggja stiga línuna (4/27, 15% nýting). Í liði heimamanna var Marvin Valdimarsson manna öflugastur framan af en hann lét reka sig af velli með tæknivillu um miðjan þriðja leikhluta. Var hann búinn að hitta úr 4/6 þriggja stiga skotum sínum og úr 7/9 skota sinna af vellinum þegar honum var vísað í sturtu. Í fjarveru Marvins steig Hlynur upp og lauk leiknum með 20 stig, 12 fráköst og 7 stoðsendingar eftir að hafa verið lengi af stað eins og liðsfélagar hans. Þá var Anthony Odunsi með tvöfalda tvennu, 20 stig og 12 fráköst en hann lét lítið fara fyrir sér í seinni hálfleik.Tölfræðin sem vakti athygli Garðbæingar virtust vera að missa hausinn í þriðja leikhluta þegar flautukonsertinn fór á fullt en eftir tæknivilluna sem dæmd var á Marvin fékk varamannabekkurinn tvær tæknivillur og Magnús Bjarki Guðmundsson eina. Fengu Stjörnumenn alls tólf villur dæmdar á sig í leikhlutanum og Þórsarar sjö en nítján villur í einum leikhluta gerðu það að verkum að flæðið í leikhlutanum var lítið.Stjarnan-Þór Þ. 86-78 (24-19, 23-28, 13-18, 26-13)Stjarnan: Hlynur Elías Bæringsson 20/12 fráköst/7 stoðsendingar/5 varin skot, Anthony Odunsi 20/12 fráköst, Marvin Valdimarsson 18/5 fráköst, Eysteinn Bjarni Ævarsson 14, Tómas Heiðar Tómasson 13, Magnús Bjarki Guðmundsson 1.Þór Þ.: Tobin Carberry 30/14 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 23/5 fráköst, Emil Karel Einarsson 9/5 fráköst, Ragnar Örn Bragason 7/7 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 6/5 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 3.Hrafn: Þetta eiga ekki að vera nein eldflaugavísindi „Þetta var ofboðslega kaflaskipt, ég er ánægður að fá tvö stig í kvöld en ég er virkilega óánægður með framlag leikmanna minna til leiksins í kvöld,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. „Það er svolítil synd hvernig við komum inn í leikinn. Þórsarar eru með frábært lið sem er búið að keyra á sjö mönnum undanfarna daga en sá kjarni var aðeins með sex leikmenn í kvöld. Þetta eiga ekki að vera nein eldflaugavísindi, þó tekur á liðinu jafn hart eða meira en þau og þá brotna þau á einhverjum tímapunkti en það vantaði að menn væru að leggja sig fram.“ Hrafn var sáttur með lokamínúturnar en ekki mikið meira. „Okkur tókst að spila almennilegan varnarleik undir lokin en það var ekkert útaf ferskum fótum. Ég náði lítið að dreifa álaginu og það voru bara leikmenn sem ákváðu að gera þetta af viti undir lokin en það er ekki nógu gott í 40. mínútna körfuboltaleik. Þá sýndu strákarnir loksins hvernig Stjarnan spilar körfuboltaleiki.“ Hrafn kallaði eftir að dómararnir sýndu stöðugleika í leik sínum svo að leikmenn gætu farið eftir þeirri línu en hann vildi lítið ræða flautukonsertinn í þriðja leikhluta. „Þegar allt verður vitlaust fer dómgæslan að detta hinumegin, mér finnst ekki að leikirnir ættu að sveiflast svona mikið til. Það er betra fyrir leikmenn að vita hvar línan liggur svo þeir geti farið eftir því.“Einar: Engin kjörstaða en það þýðir ekki að kenna meiðslum um „Við vorum þunglamalegir í dag og mér fannst eiginlega magnað að það væri jafnt í hálfleik miðað við nýtinguna þeirra í fyrri hálfleik,“ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórsara, í viðtali eftir leik. „Við vorum frekar þungir miðað við vanalega og að hitta mjög illa fyrir utan línuna enda vorum við að spila á fáum mönnum eftir mikla keyrslu undanfarnar vikur. Stöðugleikinn í því sem við stöndum fyrir var ekki til staðar í dag,“ sagði Einar sem hélt áfram: „Við vorum að tapa mörgum 50/50 boltum og við áttum í vandræðum með að halda þeim og sérstaklega Hlyni frá sóknarfráköstunum. Þeir voru að fá auka skotin og voru að hitta vel í dag og það er í raun skrítið að munurinn hafi ekki verið meiri miðað við skotnýtinguna.“ Skyttur Garðbæinga voru mun heitari fyrir utan þriggja stiga línuna en gestirnir úr Þorlákshöfn. „Það var ekkert bara í fyrri hálfleik, í gengum leikinn eru þeir að setja stóra þrista. Marvin byrjaði á þessu í fyrri hálfleik og þeir fengu margar stórar körfur þannig á meðan við vorum meira að sækja inn í teiginn sem gekk svosem vel hjá okkur.“ Einar viðurkenndi að það væri erfitt að spila á jafn fáum mönnum en vildi ekki nota það sem afsökun. „Þetta er engin kjörstaða, ég væri til í að vera með Þorstein, Davíð og Grétar í búning en það þýðir ekki að gráta yfir því. Þetta er hópurinn sem við höfum og menn reyndu að vinna úr þessu en ég sá þreytu í leikmannahópnum. Við fáum smá hvíld núna og mætum svo klárir með kassann út á sunnudaginn,“ sagði Einar að lokum.Hlynur: Þurfum að vita hvenær við eigum að halda kjafti „Ég veit ekki hvað það var í fyrri, við byrjuðum loksins að spila almennilega undir lokin. Okkur var eiginlega misboðið eftir þennan ömurlega fyrri hálfleik,“ sagði Hlynur Bæringsson, miðherji Stjörnunnar, hreinskilinn að leikslokum í kvöld. „Sem betur fer erum við með góða leikmenn í liðinu sem héldu okkur inn í leiknum í fyrri hálfleik. Við vorum hræðilegir bæði varnarlega og sóknarlega í fyrri hálfleik þótt að við höfum verið að hitta vel.“ Hlynur var ekkert að skafa af því er hann rifjaði upp fyrri hálfleikinn. „Með allri virðingu fyrir Þórsurum þá þótt að þeir séu með hæfileikaríka einstaklinga þá leyfðum við þeim að labba framhjá okkur og taka fráköstin. Ég tók því persónulega hversu illa við lékum í fyrri hálfleik. Sem betur fer erum við með nægilega góðar skyttur sem geta dregið skot út úr rassgatinu á sér og það hélt okkur inni í leiknum. Þeir áttu í raun skilið að vera yfir í hálfleik.“ Það var mun meiri ákefð í Garðbæingum í upphafi seinni hálfleiks en ákefðin var full mikil að mati dómaranna. „Við vorum mjög pirraðir út í okkur sjálfa í hálfleik, sama þótt að staðan væri jöfn þá vorum við bara slakir. Við tókum kannski orðin um að berja á þeim full alvarlega í upphafi seinni hálfleiks og byrjuðum að hrúga upp allskonar villum og þetta fór út í algjöra vitleysu,“ sagði Hlynur og bætti við: „Bæði við og dómararnir áttum að takast betur á við þetta. Við tökum auðvitað skömmina, menn verða að vita hvenær þeir eiga að halda kjafti.“
Dominos-deild karla Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Enski boltinn Fleiri fréttir Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti