Fótbolti

Heimir njósnar fyrir kvennalandsliðið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Heimir á blaðamannafundi kvennalandsliðsins í dag.
Heimir á blaðamannafundi kvennalandsliðsins í dag. vísir/sigurjón
Landsliðsþjálfari karlalandsliðsins, Heimir Hallgrímsson, mun aðstoða kvennalandsliðið í aðdraganda EM.

Á blaðamannafundi KSÍ í dag tilkynnti Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins, að Heimir yrði einn af njósnurum landsliðsins í aðdraganda mótsins. Það er líklega án fordæmis í knattspyrnuheiminum að þjálfari karlalandsliðsins njósni fyrir kvennaliðið.

Heimir er einn þriggja njósnara Freys en hinir eru Arnar Bill Gunnarsson og Davíð Snorri Jónasson.

Heimir mun sjá um að kortleggja Austurríki, Arnar Bill sér um Sviss og Davíð Snorri greinir lið Frakklands í ræmur.

Á fundinum kom einnig fram að KSÍ sé farið í samstarf við Háskólann í Reykjavík og mun Hjalti Rúnar Oddsson sjá um líkamlega þáttinn í aðdraganda EM og Hafrún Kristjánsdóttir um andlega þáttinn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×