Vilhjálmur segir arðgreiðslur Borgunar staðfesta klúður Landsbankans Heimir Már Pétursson skrifar 16. febrúar 2017 13:34 Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/GVA Annar varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir að arðgreiðslur Borgunar til hluthafa staðfesti enn frekar það klúður sem sala Landsbankans á hlut sínum í fyrirtækinu hafi verið. Með arðgreiðslum í ár hafa kaupendur á hlut bankans fengið kaupverðið allt til baka á tveimur árum. Í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag er greint frá því að stjórn Borgunar muni á aðalfundi félagsins á morgun gera tillögu um að greiddur verði út 4,7 milljarða króna arður til eigenda fyrirtækisins. Þeirra stærstur er Íslandsbanki en Eignarhaldsfélagið Borgun á 29,38 prósent í félaginu. Sá hlutur var áður í eigu Landsbankans sem seldi Eignarhaldsfélaginu hlutinn í lok árs 2014 eins og frægt er orðið. En við sölu bankans var ekki gerður fyrirvari um að bankinn nyti arðs af hagnaði félagsins vegna greiðslna frá Visa Europe og þar með varð bankinn af stórum fjárhæðum. Í viðskiptablaði Morgunblaðsins segir að gangi þessar arðgreiðslur Borgunar eftir nú, muni eignarhaldsfélag Borgunar hafa fengið nánast allt kaupverðið á hlut sínum til baka eða um 2,2 milljarða króna, á tveimur árum. Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins og annar varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar segir þetta staðfesta klúður Landsbankans. „Það sýnir það náttúrlega að sala Landsbankans á þessum hlut í Borgun var klúður í upphafi og mjög óeðlileg. Það er rétt og eðlilegt að athuga hvað hver vissi í því dæmi. En það er nú einfaldlega þannig að okkur þingmönnum er haldið fyrir utan þetta eignarhald ríkisins á bönkunum. Þannig að það er bankasýsla (ríkisins) sem á að annast þetta,“ segir Vilhjálmur. En þótt Vilhjálmur segi ekki ætlast til þess að Alþingi hafi afskipti af rekstri banka í ríkiseigu sé ekki hægt að banna honum að hafa skoðun á málinu og hann telji sölu Landsbankans á sínum tíma hafa verið klúður.Er það ekki áhyggjuefni að í stærstu bankastofnun landsins sé viðskiptavitið ekki meira en þetta? „Það er náttúrlega alltaf áhyggjuefni þegar menn hafa ekki viðskiptavit. Hvort heldur í bönkum eða fjölmiðlum.“En þér finnst ástæða til að skoða þetta enn frekar en gert hefur verið? „Já, já þetta mál er í skoðun og það eru málaferli í gangi. Að öðru leyti vil ég ekki tjá mig um þetta. Þetta er alveg nóg vegna þess að það er ekki ætlast til þess að þingmenn skipti sér af fjármálastofnunum.“En þetta er klúður í þínum huga? „Þetta er klúður. Það er ekki meira um það að segja. Ég veit ekki hvort þetta er fjármálavit eða hvað. En alla vega eru þetta mismunandi upplýsingar sem menn hafa haft í höndunum og það er kannski ekki fjármálavit heldur ósamhverfar upplýsingar,“ segir Vilhjálmur Bjarnason. Borgunarmálið Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Sjá meira
Annar varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir að arðgreiðslur Borgunar til hluthafa staðfesti enn frekar það klúður sem sala Landsbankans á hlut sínum í fyrirtækinu hafi verið. Með arðgreiðslum í ár hafa kaupendur á hlut bankans fengið kaupverðið allt til baka á tveimur árum. Í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag er greint frá því að stjórn Borgunar muni á aðalfundi félagsins á morgun gera tillögu um að greiddur verði út 4,7 milljarða króna arður til eigenda fyrirtækisins. Þeirra stærstur er Íslandsbanki en Eignarhaldsfélagið Borgun á 29,38 prósent í félaginu. Sá hlutur var áður í eigu Landsbankans sem seldi Eignarhaldsfélaginu hlutinn í lok árs 2014 eins og frægt er orðið. En við sölu bankans var ekki gerður fyrirvari um að bankinn nyti arðs af hagnaði félagsins vegna greiðslna frá Visa Europe og þar með varð bankinn af stórum fjárhæðum. Í viðskiptablaði Morgunblaðsins segir að gangi þessar arðgreiðslur Borgunar eftir nú, muni eignarhaldsfélag Borgunar hafa fengið nánast allt kaupverðið á hlut sínum til baka eða um 2,2 milljarða króna, á tveimur árum. Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins og annar varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar segir þetta staðfesta klúður Landsbankans. „Það sýnir það náttúrlega að sala Landsbankans á þessum hlut í Borgun var klúður í upphafi og mjög óeðlileg. Það er rétt og eðlilegt að athuga hvað hver vissi í því dæmi. En það er nú einfaldlega þannig að okkur þingmönnum er haldið fyrir utan þetta eignarhald ríkisins á bönkunum. Þannig að það er bankasýsla (ríkisins) sem á að annast þetta,“ segir Vilhjálmur. En þótt Vilhjálmur segi ekki ætlast til þess að Alþingi hafi afskipti af rekstri banka í ríkiseigu sé ekki hægt að banna honum að hafa skoðun á málinu og hann telji sölu Landsbankans á sínum tíma hafa verið klúður.Er það ekki áhyggjuefni að í stærstu bankastofnun landsins sé viðskiptavitið ekki meira en þetta? „Það er náttúrlega alltaf áhyggjuefni þegar menn hafa ekki viðskiptavit. Hvort heldur í bönkum eða fjölmiðlum.“En þér finnst ástæða til að skoða þetta enn frekar en gert hefur verið? „Já, já þetta mál er í skoðun og það eru málaferli í gangi. Að öðru leyti vil ég ekki tjá mig um þetta. Þetta er alveg nóg vegna þess að það er ekki ætlast til þess að þingmenn skipti sér af fjármálastofnunum.“En þetta er klúður í þínum huga? „Þetta er klúður. Það er ekki meira um það að segja. Ég veit ekki hvort þetta er fjármálavit eða hvað. En alla vega eru þetta mismunandi upplýsingar sem menn hafa haft í höndunum og það er kannski ekki fjármálavit heldur ósamhverfar upplýsingar,“ segir Vilhjálmur Bjarnason.
Borgunarmálið Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Sjá meira