Af hverju rafmagn í samgöngur? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 16. febrúar 2017 10:00 Það er von að margir spyrji af hverju menn eins og ég vilji endilega troða raforku inn í síðasta vígi jarðefnaeldsneytis, þ.e.a.s. samgöngur. Er ekki nóg að raforka keyri allt annað í okkar daglega lífi, allt frá farsímum til frystiskápa? Tærustu rökin fyrir því að auka hlut raforku í samgöngum eru orkuýtni. Flestir hugsa um olíu í lítrum eða tunnum og raforku í wöttum eða kWst. Líkt og rafmagn er olía bara orka og í einum bensínlítra eru um 10 kWst. Köllum þetta bara orkueiningar til einföldunar. Eyðslunettur bensínbíll sem eyðir 6 l/100km er þá að nota um 60 orkueiningar fyrir hverja 100 km sem eknir eru. Rafbíll af svipaðri stærð þarf hins vegar ekki nema 20 orkueiningar fyrir sömu 100 km eða einungis um þriðjung af þeirri orku sem bensínbíllinn þarfnast. Rafbílar skila sem sagt sömu þjónustu með minna magni af orku. Ef við líkjum þessu við að búa til grjónagraut þá þyrfti þrjá mjólkurlítra til að útbúa einn pott af „bensín“-graut en bara einn lítra af mjólk til að útbúa sama magn af „raf“-grautnum. Í þessu felst rekstrarhagkvæmni rafbíla því að í grunninn er verð á olíu og rafmagni svipað. Það er reyndar djarft að bera orkuverð raforku og olíu saman enda óteljandi breytur sem spila inn í. Ef við skoðum samt meðalbensínverð í gegnum árin án virðisaukaskatts og veggjalda og raforkuverð án virðisauka þá liggur verð á orkueiningu (kWst) í kringum 10 kr. bæði fyrir olíu og rafmagn. Það er sem sagt ekki lágt verð á raforku sem gerir rafbílinn eftirsóknarverðan heldur sú staðreynd að þú þarft þrefalt meira af olíu-kWst til að komast sömu vegalengd og rafbíllinn kemst á raf- kWst. Þetta þýðir líka að þó að veggjöldin væru tekin af bensíni þá væri samt hagstæðara að keyra rafbílinn. Margir halda að rekstur rafbíls sé ódýrari bara vegna þess að þeir borgi, enn sem komið er, engin veggjöld. Ef veggjöld væru lögð jafnt á ofangreinda bíla þá myndi 100 km akstur í dag kosta rafbílinn um 700 kr. en bensínbílinn rúmar 1.200 kr. Óháð rafbílum er fjármögnun vegakerfis í gegnum olíu frekar bjöguð í grunninn. Sjálfur skipti ég á sínum tíma bensínfólksbíl yfir í dísiljeppling sem eyddi helmingi færri lítrum og helmingaði í leiðinni mitt framlag til vegagerðar án þess að draga nokkuð úr akstri. Hvaða skynsemi er í þeirri gjaldtöku? Rafbílar eru því miður enn sem komið er nokkuð dýrari í innkaupum en bensínbílar og þess vegna eru mikilvægar ívilnanir í gangi til að tryggja að einhverjir kaupi slíka gripi yfirleitt. Rafbílar hafa samt sem áður lækkað mjög í verði og eru líklegir til að verða hagstæður kostur án stuðnings innan 10 ára. Það er hins vegar alveg skýrt að ef enginn kaupir þá í dag, þá munu þeir aldrei lækka í verði. Það er alveg þess virði að styðja við rafbílavæðingu með ívilnunum því þannig fáum við ekki bara hagkvæmari samgöngur í framtíðinni heldur einnig alls konar aukabónusa eins og minni koltvísýring, minni mengun, minni hávaða, minni gjaldeyriseyðslu og meira orkuöryggi. Höldum því ótrauð áfram í rafvæðingu samgangna, annað væri alger orkusóun.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Það er von að margir spyrji af hverju menn eins og ég vilji endilega troða raforku inn í síðasta vígi jarðefnaeldsneytis, þ.e.a.s. samgöngur. Er ekki nóg að raforka keyri allt annað í okkar daglega lífi, allt frá farsímum til frystiskápa? Tærustu rökin fyrir því að auka hlut raforku í samgöngum eru orkuýtni. Flestir hugsa um olíu í lítrum eða tunnum og raforku í wöttum eða kWst. Líkt og rafmagn er olía bara orka og í einum bensínlítra eru um 10 kWst. Köllum þetta bara orkueiningar til einföldunar. Eyðslunettur bensínbíll sem eyðir 6 l/100km er þá að nota um 60 orkueiningar fyrir hverja 100 km sem eknir eru. Rafbíll af svipaðri stærð þarf hins vegar ekki nema 20 orkueiningar fyrir sömu 100 km eða einungis um þriðjung af þeirri orku sem bensínbíllinn þarfnast. Rafbílar skila sem sagt sömu þjónustu með minna magni af orku. Ef við líkjum þessu við að búa til grjónagraut þá þyrfti þrjá mjólkurlítra til að útbúa einn pott af „bensín“-graut en bara einn lítra af mjólk til að útbúa sama magn af „raf“-grautnum. Í þessu felst rekstrarhagkvæmni rafbíla því að í grunninn er verð á olíu og rafmagni svipað. Það er reyndar djarft að bera orkuverð raforku og olíu saman enda óteljandi breytur sem spila inn í. Ef við skoðum samt meðalbensínverð í gegnum árin án virðisaukaskatts og veggjalda og raforkuverð án virðisauka þá liggur verð á orkueiningu (kWst) í kringum 10 kr. bæði fyrir olíu og rafmagn. Það er sem sagt ekki lágt verð á raforku sem gerir rafbílinn eftirsóknarverðan heldur sú staðreynd að þú þarft þrefalt meira af olíu-kWst til að komast sömu vegalengd og rafbíllinn kemst á raf- kWst. Þetta þýðir líka að þó að veggjöldin væru tekin af bensíni þá væri samt hagstæðara að keyra rafbílinn. Margir halda að rekstur rafbíls sé ódýrari bara vegna þess að þeir borgi, enn sem komið er, engin veggjöld. Ef veggjöld væru lögð jafnt á ofangreinda bíla þá myndi 100 km akstur í dag kosta rafbílinn um 700 kr. en bensínbílinn rúmar 1.200 kr. Óháð rafbílum er fjármögnun vegakerfis í gegnum olíu frekar bjöguð í grunninn. Sjálfur skipti ég á sínum tíma bensínfólksbíl yfir í dísiljeppling sem eyddi helmingi færri lítrum og helmingaði í leiðinni mitt framlag til vegagerðar án þess að draga nokkuð úr akstri. Hvaða skynsemi er í þeirri gjaldtöku? Rafbílar eru því miður enn sem komið er nokkuð dýrari í innkaupum en bensínbílar og þess vegna eru mikilvægar ívilnanir í gangi til að tryggja að einhverjir kaupi slíka gripi yfirleitt. Rafbílar hafa samt sem áður lækkað mjög í verði og eru líklegir til að verða hagstæður kostur án stuðnings innan 10 ára. Það er hins vegar alveg skýrt að ef enginn kaupir þá í dag, þá munu þeir aldrei lækka í verði. Það er alveg þess virði að styðja við rafbílavæðingu með ívilnunum því þannig fáum við ekki bara hagkvæmari samgöngur í framtíðinni heldur einnig alls konar aukabónusa eins og minni koltvísýring, minni mengun, minni hávaða, minni gjaldeyriseyðslu og meira orkuöryggi. Höldum því ótrauð áfram í rafvæðingu samgangna, annað væri alger orkusóun.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun